Björn Leifsson í World Class: „Ég hef aldrei fengið krónu afskrifaða. Ef World Class kemur í sundlaugar Kópavogs verður það Kópavogsbúum til sóma.“

Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.
Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.
Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.

Vegna umræðu að undanförnu vil ég að eftirfarandi komi skýrt fram:

Hvorki ég né fyrirtæki á mínum vegum hafa fengið afskriftir. Ég hef verið hjá sama viðskiptabanka í tæp þrjátíu ár. Ekkert fyrirtækja minna og engin kennitala hjá mér er gjaldþrota. Ég er hvorki kennitöluflakkari né afskriftarkóngur.

DV hefur núna atast í mér í fimm ár með um 360 greinum. Þær hafa flestar verið rangar og meiðandi.

Ég byrjaði að reka fyrirtæki mitt í litlum skúr árið 1985. Ég er kominn með góðan rekstur í dag. Ég skal fúslega játa að það fór aðeins í ranga átt þegar ég og félagi minn, sem á Reebok fitness í dag, tókum þátt í verkefni í Danmörku. Í því verkefni áttum við helming á móti Straumi. Það fór ekki eins og ætlað var og endaði í málaferlum sem eru er leyst í dag. Ég samdi um mínar skuldir við Straum og borga af þeim.

Svo það sé skýrt tekið fram þá hef ég hvergi fengið neinar ívilnanir og borga mína skatta og gjöld eins og aðrir. Mér hefur aftur á móti gengið mjög vel í rekstrinum og viðskiptavinir eru ánægðir með þjónustu okkar.

Og svo það sé einnig skýrt þá hef ég ekki fengið neinn samning við Kópavogsbæ ennþá. Einn bæjarfulltrúi Kópavogs hefur séð sig knúinn til að fjalla um ímyndaðar afskriftir fyrirtækja minna og vitnar hann í Wikipedia.org máli sínu til stuðnings. Ber hér að nefna að Wikipedia er ekki áreiðanleg heimild og er til að mynda ekki tekin gild við ritgerðaskrif í skólum. Ég hafði best í opnu útboði, en í útboðsgögnum þurfti að sýna fram á jákvætt eiginfjárhlutfall og rekstur og heilbrigða kennitölu, sem World Class hefur.

Ég skil mæta vel að viðskiptavinir Gym heilsu í Kópavogi séu ósáttir þegar verðið hækkar til þeirra. Spyrja má hins vegar hvers eiga þá mínir viðskiptavinir í Kópavogi að gjalda þegar þeir eru að greiða niður verðið til viðskiptavina Gym heilsu, en ég er í dag með tvær stöðvar í Kópavogi og um 3000 viðskiptavini í þeim.

Í þessu útboði voru gögnin þannig úr garði gerð að bjóða þurfti X krónur í fermetra, X krónur fyrir mætingu í sundlaugina og svo voru gefin stig fyrir verð í kortin og annað.

Ég veit ekki nákvæmlega hvaða verð Gym heilsa bauð en ég veit fyrir víst að þeir muni hækka kortaverð töluvert ef þeir halda rekstrinum. Mig grunar að verðbilið á milli okkar muni nema um þúsund krónum á mánuði, og því mun verðmunurinn ekki vera stórkostlegur.

Eðlilega vill fólk halda lágum verðum og ég skil það mjög vel. En ég vonast líka til að geta þjónað vel í sundlaugum Kópavogs ef World Class tekur við rekstrinum, eins og ég geri annars staðar. Allar nýjar World Class stöðvar eru útbúnar nýjustu og flottustu tækjunum og svo yrði einnig í sundlaugum Kópavogs. Ef World Class kemur í sundlaugar Kópavogs verður það Kópavogsbúum til sóma.

-Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á