Björninn – lágmenningarópera

Sviðslistahópurinn Sómi þjóðar og nokkrir ungir íslenskir tónlistarmenn taka höndum saman og hætta sér á nýjar slóðir í lágmenningaróperunni Birninum eftir William Walton. Bryddað er upp á nýju samtali við óperuformið á óhefðbundinn hátt þegar óperan hittir samtímaleikhúsið á hverfisbarnum Players í Kópavogi – og seinna meir á Tjarnarbarnum í Reykjavík.

Óperan verður frumsýnd 16. ágúst í Kópavogi, sem hluti af Cycle Music and Art Festival.

Aðstandendur sýningarinnar eru þau Tryggvi Gunnarsson, leikstjóri; Hugi Jónsson, barítón, í hlutverki Smirnovs, Guja Sandholt, mezzó-sópran, í hlutverki Popovu og Pétur Oddbergur Heimisson, bass-barítón, í hlutverki Luka. Tónlistarstjórn og píanóleikur er í höndum Matthildar Önnu Gísladóttur.

Hugmyndin á bak við uppfærsluna kviknaði fyrir rúmu ári síðan. „Okkur langaði til að setja upp öðruvísi óperu á Íslandi sem væri ekki steypt í hið hefðbundna mót stórra uppfærslna þar sem miklu þarf að kosta til og sýningarnar fara fram á stórum sviðum. Óperuformið býður upp á mikinn fjölbreytileika og það er hægt að setja upp góðar sýningar með takmörkuðu fjármagni á óvenjulegum stöðum,“ segir Guja Sandholt, söngkona og framleiðandi.

Um þessar mundir fer miðasala og hópfjarmögnun fram á Karolina Fund en allar nánari upplýsingar eru á þessum slóðum:
www.somithjodar.is
www.cycle.is
www.gujasandholt.com
https://www.facebook.com/pages/The-Bear-Björninn/446157625532380?fref=ts

plaggat_isl_ánlogo

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem