Björninn – lágmenningarópera

Sviðslistahópurinn Sómi þjóðar og nokkrir ungir íslenskir tónlistarmenn taka höndum saman og hætta sér á nýjar slóðir í lágmenningaróperunni Birninum eftir William Walton. Bryddað er upp á nýju samtali við óperuformið á óhefðbundinn hátt þegar óperan hittir samtímaleikhúsið á hverfisbarnum Players í Kópavogi – og seinna meir á Tjarnarbarnum í Reykjavík.

Óperan verður frumsýnd 16. ágúst í Kópavogi, sem hluti af Cycle Music and Art Festival.

Aðstandendur sýningarinnar eru þau Tryggvi Gunnarsson, leikstjóri; Hugi Jónsson, barítón, í hlutverki Smirnovs, Guja Sandholt, mezzó-sópran, í hlutverki Popovu og Pétur Oddbergur Heimisson, bass-barítón, í hlutverki Luka. Tónlistarstjórn og píanóleikur er í höndum Matthildar Önnu Gísladóttur.

Hugmyndin á bak við uppfærsluna kviknaði fyrir rúmu ári síðan. „Okkur langaði til að setja upp öðruvísi óperu á Íslandi sem væri ekki steypt í hið hefðbundna mót stórra uppfærslna þar sem miklu þarf að kosta til og sýningarnar fara fram á stórum sviðum. Óperuformið býður upp á mikinn fjölbreytileika og það er hægt að setja upp góðar sýningar með takmörkuðu fjármagni á óvenjulegum stöðum,“ segir Guja Sandholt, söngkona og framleiðandi.

Um þessar mundir fer miðasala og hópfjarmögnun fram á Karolina Fund en allar nánari upplýsingar eru á þessum slóðum:
www.somithjodar.is
www.cycle.is
www.gujasandholt.com
https://www.facebook.com/pages/The-Bear-Björninn/446157625532380?fref=ts

plaggat_isl_ánlogo

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Karlakór Kópavogs með Kristjáni Jóhannssyni í Hörpu 07.12.2014
morris
WP_20140219_14_13_59_Pro__highres
DSCF0131
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Jónas, tennishöllin í Kópavogii
v2video
2013-09-15-1790
Sigurbjorg-1