Björninn – lágmenningarópera

Sviðslistahópurinn Sómi þjóðar og nokkrir ungir íslenskir tónlistarmenn taka höndum saman og hætta sér á nýjar slóðir í lágmenningaróperunni Birninum eftir William Walton. Bryddað er upp á nýju samtali við óperuformið á óhefðbundinn hátt þegar óperan hittir samtímaleikhúsið á hverfisbarnum Players í Kópavogi – og seinna meir á Tjarnarbarnum í Reykjavík.

Óperan verður frumsýnd 16. ágúst í Kópavogi, sem hluti af Cycle Music and Art Festival.

Aðstandendur sýningarinnar eru þau Tryggvi Gunnarsson, leikstjóri; Hugi Jónsson, barítón, í hlutverki Smirnovs, Guja Sandholt, mezzó-sópran, í hlutverki Popovu og Pétur Oddbergur Heimisson, bass-barítón, í hlutverki Luka. Tónlistarstjórn og píanóleikur er í höndum Matthildar Önnu Gísladóttur.

Hugmyndin á bak við uppfærsluna kviknaði fyrir rúmu ári síðan. „Okkur langaði til að setja upp öðruvísi óperu á Íslandi sem væri ekki steypt í hið hefðbundna mót stórra uppfærslna þar sem miklu þarf að kosta til og sýningarnar fara fram á stórum sviðum. Óperuformið býður upp á mikinn fjölbreytileika og það er hægt að setja upp góðar sýningar með takmörkuðu fjármagni á óvenjulegum stöðum,“ segir Guja Sandholt, söngkona og framleiðandi.

Um þessar mundir fer miðasala og hópfjarmögnun fram á Karolina Fund en allar nánari upplýsingar eru á þessum slóðum:
www.somithjodar.is
www.cycle.is
www.gujasandholt.com
https://www.facebook.com/pages/The-Bear-Björninn/446157625532380?fref=ts

plaggat_isl_ánlogo

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn