Björt framtíð hefur plantað kirsuberjatré í suðurhlíðum Kópavogs. Þetta er í samræmi við loforð flokksins að fjölga kirsuberjatrjám í bænum. Að sögn Theodóru S. Þorsteinsdóttur, oddvita Bjartrar framtíðar í Kópavogi, er tilgangurinn með þessari gróðursetningu að fagna táknrænt stofnum Bjartrar framtíðar í Kópavogi.
Við vonumst til að þetta tré eigi eftir að vaxa og dafna eins og framboðið okkar. Við munum fylgjast með þessu tré og hlúa að því með ásta og kærleika líkt og við ætlum að gera með starfi okkar í bæjarstjórn á komandi árum.“