Blásarakvartett SK fékk Nótuverðlaun

Auður Skarphéðinsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Helga Mikaelsdóttir, Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Katrín Guðnadóttir.
Auður Skarphéðinsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Helga Mikaelsdóttir, Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Katrín Guðnadóttir.
Auður Skarphéðinsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Helga Mikaelsdóttir, Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Katrín Guðnadóttir.  Mynd: kopavogur.is

Blásarasextett Skólahljómsveitar Kópavogs fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi atriði í miðnámi á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Sextettinn skipa sex stúlkur úr 8. og 10. bekk grunnskóla. Þær heita Auður Skarphéðinsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Helga Mikaelsdóttir, Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Katrín Guðnadóttir.

Nótan var haldin hátíðleg í Hörpu síðastliðinn sunnudag. Kópavogur átti þar fjóra fulltrúa, tvo frá Tónlistarskóla Kópavogs og tvo frá Skólahljómsveitinni.

Auk Blásarasextettsins léku sex nemendur í grunnnámi saman á píanó lagið Litla spörfuglinn, þau heita Andri Snær Valdimarsson, Andrea Ósk Jónsdóttir, Helena Rós Jónsdóttir, Ingibjörg Brynja Finnbjörnsdóttir, Katrín Arnardóttir og Þórhildur Anna Traustadóttir. Þá fluttu Hjördís Anna Matthíasdóttir og Vilhjálmur Guðmundsson Lærdómsblús við undirleik Matthíasar V. Baldurssonar. Loks  lék Anna Elísabet Sigurðardóttir á víólu við undirleik Evu Þyri Hilmarsdóttur. Anna Elísabet flutti 1. þátt Märchenbilder eftir Schumann en hún tók þátt í flokki nemenda í framhaldssnámi.

Á hátíðinni komu fram fjöldi atriða frá tónlistarskólum víðs vegar að af landinu en keppt var um viðurkenningargripi í tíu mismunandi flokkum. Í valnefnd sátu þau Helga Þórarinsdóttir, Martial Nardeau og Þóra Einarsdóttir.

-kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,