Blásarakvartett SK fékk Nótuverðlaun

Auður Skarphéðinsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Helga Mikaelsdóttir, Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Katrín Guðnadóttir.
Auður Skarphéðinsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Helga Mikaelsdóttir, Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Katrín Guðnadóttir.  Mynd: kopavogur.is

Blásarasextett Skólahljómsveitar Kópavogs fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi atriði í miðnámi á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Sextettinn skipa sex stúlkur úr 8. og 10. bekk grunnskóla. Þær heita Auður Skarphéðinsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Helga Mikaelsdóttir, Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Katrín Guðnadóttir.

Nótan var haldin hátíðleg í Hörpu síðastliðinn sunnudag. Kópavogur átti þar fjóra fulltrúa, tvo frá Tónlistarskóla Kópavogs og tvo frá Skólahljómsveitinni.

Auk Blásarasextettsins léku sex nemendur í grunnnámi saman á píanó lagið Litla spörfuglinn, þau heita Andri Snær Valdimarsson, Andrea Ósk Jónsdóttir, Helena Rós Jónsdóttir, Ingibjörg Brynja Finnbjörnsdóttir, Katrín Arnardóttir og Þórhildur Anna Traustadóttir. Þá fluttu Hjördís Anna Matthíasdóttir og Vilhjálmur Guðmundsson Lærdómsblús við undirleik Matthíasar V. Baldurssonar. Loks  lék Anna Elísabet Sigurðardóttir á víólu við undirleik Evu Þyri Hilmarsdóttur. Anna Elísabet flutti 1. þátt Märchenbilder eftir Schumann en hún tók þátt í flokki nemenda í framhaldssnámi.

Á hátíðinni komu fram fjöldi atriða frá tónlistarskólum víðs vegar að af landinu en keppt var um viðurkenningargripi í tíu mismunandi flokkum. Í valnefnd sátu þau Helga Þórarinsdóttir, Martial Nardeau og Þóra Einarsdóttir.

-kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Mótmæli kennara
lk_newlogolarge
Sigga Karls
Spámenn Kópavogs.
HK þriðji flokkur
Marbakkabraut_1
Elín Pálmadóttir
1029247
Bjarni, Kristján og Jónas