Blásarakvartett SK fékk Nótuverðlaun

Auður Skarphéðinsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Helga Mikaelsdóttir, Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Katrín Guðnadóttir.
Auður Skarphéðinsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Helga Mikaelsdóttir, Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Katrín Guðnadóttir.
Auður Skarphéðinsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Helga Mikaelsdóttir, Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Katrín Guðnadóttir.  Mynd: kopavogur.is

Blásarasextett Skólahljómsveitar Kópavogs fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi atriði í miðnámi á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Sextettinn skipa sex stúlkur úr 8. og 10. bekk grunnskóla. Þær heita Auður Skarphéðinsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Helga Mikaelsdóttir, Herdís Ágústa Linnet, Ingibjörg Ragnheiður Linnet og Katrín Guðnadóttir.

Nótan var haldin hátíðleg í Hörpu síðastliðinn sunnudag. Kópavogur átti þar fjóra fulltrúa, tvo frá Tónlistarskóla Kópavogs og tvo frá Skólahljómsveitinni.

Auk Blásarasextettsins léku sex nemendur í grunnnámi saman á píanó lagið Litla spörfuglinn, þau heita Andri Snær Valdimarsson, Andrea Ósk Jónsdóttir, Helena Rós Jónsdóttir, Ingibjörg Brynja Finnbjörnsdóttir, Katrín Arnardóttir og Þórhildur Anna Traustadóttir. Þá fluttu Hjördís Anna Matthíasdóttir og Vilhjálmur Guðmundsson Lærdómsblús við undirleik Matthíasar V. Baldurssonar. Loks  lék Anna Elísabet Sigurðardóttir á víólu við undirleik Evu Þyri Hilmarsdóttur. Anna Elísabet flutti 1. þátt Märchenbilder eftir Schumann en hún tók þátt í flokki nemenda í framhaldssnámi.

Á hátíðinni komu fram fjöldi atriða frá tónlistarskólum víðs vegar að af landinu en keppt var um viðurkenningargripi í tíu mismunandi flokkum. Í valnefnd sátu þau Helga Þórarinsdóttir, Martial Nardeau og Þóra Einarsdóttir.

-kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar