Fyrir ári síðan varð alvarlegt slys á Kópavogsvellinum þar sem endurlífga þurfti Elfar Árna Aðalsteinsson, leikmann Breiðabliks, eftir slæmt höfuðhögg. Hann jafnaði sig sem betur fer fljótt og er aftur kominn á fullt í boltanum.
Meistaraflokkar Breiðabliks karla og kvenna í knattspyrnu fóru nýlega á skyndihjálparnámskeið þar sem fagfólk frá Rauða krossinum kenndi handtökin. Á síðunni blikar.is má finna þetta skemmtilega og mjög svo gagnlega myndband um skyndihjálp: