Blikar klikkuðu á fjórum vítum í vítakeppni og eru úr leik

Blikar fjölmenntu á Laugardalsvöllinn í kvöld og studdu vel við bakið á liði sínu. Það dugði þó ekki til í þetta sinn.
Blikar fjölmenntu á Laugardalsvöllinn í kvöld og studdu vel við bakið á liði sínu. Það dugði þó ekki til í þetta sinn.

Breiðablik er úr leik í Evrópudeildinni en leikurinn fór í framlengingu og vítakeppni. Blikar klikkuðu á 4 af 5 vítum í vítakeppni og það sá til þess að Aktobe komst áfram en Blikar sitja eftir í ár. Sorglegt!

Breiðablik byrjaði leikinn af krafti og sótti á mark Aktobe en það var ljóst að Blikarnir þurftu að skora til að eiga möguleika á að komast áfram. Aktobe komst nálægt því að skora á 23.mínútu en þá tók Gunnleifur markmaður Blika heldur ótímabært úthlaup sem endaði með skoti í hliðarnetið. Blikar voru svo nærri því að skora stuttu síðar en þá björguðu leikmenn Akobe á línu. En markið kom og það voru Blikar sem skoruðu. Eftir góða sókn á mark Aktobe barst boltinn til Finns Orra sem hamraði boltann í mark gestanna. Finnur var að skora sitt fyrsta mark a ferlinum með Blikum og tímasetningin gat ekki verið betri. Staðan jöfn samanlagt 1-1.

Leikmenn Aktobe vissi á tíðum ekki hvort þeir væru að stunda ólympískar dýfingar eða fótbolta en leikmenn liðsins féllu í grasið ansi reglulega.

Leikmenn Aktobe komu hressari í íslenska sumarið í seinni hálfleik og sóttu nokkuð stíft að marki Blika sem áttu í vandræðum með að fóta sig á vellinum. Blikar efldust þó þegar a leið og voru liðin á pari um miðbik seinni hálfleiks. Gunnleifur bjargaði marki á 67.mínútu en þá fengu Aktobe hornspyrnu sem endaði með því að einn leikmanna liðsins átti gott skot á markið en Gunnleifur varði með eindæmum vel. Pressan þyngdist meir og meir en leikmenn Aktobe komust nærri því að skora en boltinn vildi ekki í markið. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og var því framlengt. Blikar fengu dauðafæri á 95.mínútu en þá skaut Andri Rafn á markið eftir mistök í vörn Aktobe. Gunnleifur náði einu sinni að bjarga á stórkostlegan hátt í framlengingunni en staðan var 1-1 eftir framlengingu og því fór leikurinn í vítakeppni.

Fyrstu fimm vítin fóru forgörðum en Aktobe skoruðu fyrsta markið eftir að Gunnleifur hafði varið eitt og eitt fór yfir hjá Aktobe. Rohde skoraði loksins fyrir Blika og jafnaði í 1-1 í vítakeppninni. Aktobe skoraði úr næstu spyrnu og Rene tók næstu fyrir Blika. Markmaður Aktobe varði vel og Aktobe komst áfram í Evrópudeildinni á kostnað Blika

Vítakeppnin:
Breiðablik 0
Aktobe 0
Breiðablik 0
Aktobe 0
Breiðablik 0
Aktobe 1
Breiðablik 1
Aktobe 1
Breiðablik 0

Breiðablik 1-0 Aktobe (1-0 venjulegur leiktími og 1-1 samanlagt eftir framlengingu)
1-0 Finnur Orri Margeirsson 27.mín.

www.sport.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar