Blikar klikkuðu á fjórum vítum í vítakeppni og eru úr leik

Blikar fjölmenntu á Laugardalsvöllinn í kvöld og studdu vel við bakið á liði sínu. Það dugði þó ekki til í þetta sinn.
Blikar fjölmenntu á Laugardalsvöllinn í kvöld og studdu vel við bakið á liði sínu. Það dugði þó ekki til í þetta sinn.

Breiðablik er úr leik í Evrópudeildinni en leikurinn fór í framlengingu og vítakeppni. Blikar klikkuðu á 4 af 5 vítum í vítakeppni og það sá til þess að Aktobe komst áfram en Blikar sitja eftir í ár. Sorglegt!

Breiðablik byrjaði leikinn af krafti og sótti á mark Aktobe en það var ljóst að Blikarnir þurftu að skora til að eiga möguleika á að komast áfram. Aktobe komst nálægt því að skora á 23.mínútu en þá tók Gunnleifur markmaður Blika heldur ótímabært úthlaup sem endaði með skoti í hliðarnetið. Blikar voru svo nærri því að skora stuttu síðar en þá björguðu leikmenn Akobe á línu. En markið kom og það voru Blikar sem skoruðu. Eftir góða sókn á mark Aktobe barst boltinn til Finns Orra sem hamraði boltann í mark gestanna. Finnur var að skora sitt fyrsta mark a ferlinum með Blikum og tímasetningin gat ekki verið betri. Staðan jöfn samanlagt 1-1.

Leikmenn Aktobe vissi á tíðum ekki hvort þeir væru að stunda ólympískar dýfingar eða fótbolta en leikmenn liðsins féllu í grasið ansi reglulega.

Leikmenn Aktobe komu hressari í íslenska sumarið í seinni hálfleik og sóttu nokkuð stíft að marki Blika sem áttu í vandræðum með að fóta sig á vellinum. Blikar efldust þó þegar a leið og voru liðin á pari um miðbik seinni hálfleiks. Gunnleifur bjargaði marki á 67.mínútu en þá fengu Aktobe hornspyrnu sem endaði með því að einn leikmanna liðsins átti gott skot á markið en Gunnleifur varði með eindæmum vel. Pressan þyngdist meir og meir en leikmenn Aktobe komust nærri því að skora en boltinn vildi ekki í markið. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og var því framlengt. Blikar fengu dauðafæri á 95.mínútu en þá skaut Andri Rafn á markið eftir mistök í vörn Aktobe. Gunnleifur náði einu sinni að bjarga á stórkostlegan hátt í framlengingunni en staðan var 1-1 eftir framlengingu og því fór leikurinn í vítakeppni.

Fyrstu fimm vítin fóru forgörðum en Aktobe skoruðu fyrsta markið eftir að Gunnleifur hafði varið eitt og eitt fór yfir hjá Aktobe. Rohde skoraði loksins fyrir Blika og jafnaði í 1-1 í vítakeppninni. Aktobe skoraði úr næstu spyrnu og Rene tók næstu fyrir Blika. Markmaður Aktobe varði vel og Aktobe komst áfram í Evrópudeildinni á kostnað Blika

Vítakeppnin:
Breiðablik 0
Aktobe 0
Breiðablik 0
Aktobe 0
Breiðablik 0
Aktobe 1
Breiðablik 1
Aktobe 1
Breiðablik 0

Breiðablik 1-0 Aktobe (1-0 venjulegur leiktími og 1-1 samanlagt eftir framlengingu)
1-0 Finnur Orri Margeirsson 27.mín.

www.sport.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér