Blikar klikkuðu á fjórum vítum í vítakeppni og eru úr leik

Blikar fjölmenntu á Laugardalsvöllinn í kvöld og studdu vel við bakið á liði sínu. Það dugði þó ekki til í þetta sinn.
Blikar fjölmenntu á Laugardalsvöllinn í kvöld og studdu vel við bakið á liði sínu. Það dugði þó ekki til í þetta sinn.

Breiðablik er úr leik í Evrópudeildinni en leikurinn fór í framlengingu og vítakeppni. Blikar klikkuðu á 4 af 5 vítum í vítakeppni og það sá til þess að Aktobe komst áfram en Blikar sitja eftir í ár. Sorglegt!

Breiðablik byrjaði leikinn af krafti og sótti á mark Aktobe en það var ljóst að Blikarnir þurftu að skora til að eiga möguleika á að komast áfram. Aktobe komst nálægt því að skora á 23.mínútu en þá tók Gunnleifur markmaður Blika heldur ótímabært úthlaup sem endaði með skoti í hliðarnetið. Blikar voru svo nærri því að skora stuttu síðar en þá björguðu leikmenn Akobe á línu. En markið kom og það voru Blikar sem skoruðu. Eftir góða sókn á mark Aktobe barst boltinn til Finns Orra sem hamraði boltann í mark gestanna. Finnur var að skora sitt fyrsta mark a ferlinum með Blikum og tímasetningin gat ekki verið betri. Staðan jöfn samanlagt 1-1.

Leikmenn Aktobe vissi á tíðum ekki hvort þeir væru að stunda ólympískar dýfingar eða fótbolta en leikmenn liðsins féllu í grasið ansi reglulega.

Leikmenn Aktobe komu hressari í íslenska sumarið í seinni hálfleik og sóttu nokkuð stíft að marki Blika sem áttu í vandræðum með að fóta sig á vellinum. Blikar efldust þó þegar a leið og voru liðin á pari um miðbik seinni hálfleiks. Gunnleifur bjargaði marki á 67.mínútu en þá fengu Aktobe hornspyrnu sem endaði með því að einn leikmanna liðsins átti gott skot á markið en Gunnleifur varði með eindæmum vel. Pressan þyngdist meir og meir en leikmenn Aktobe komust nærri því að skora en boltinn vildi ekki í markið. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og var því framlengt. Blikar fengu dauðafæri á 95.mínútu en þá skaut Andri Rafn á markið eftir mistök í vörn Aktobe. Gunnleifur náði einu sinni að bjarga á stórkostlegan hátt í framlengingunni en staðan var 1-1 eftir framlengingu og því fór leikurinn í vítakeppni.

Fyrstu fimm vítin fóru forgörðum en Aktobe skoruðu fyrsta markið eftir að Gunnleifur hafði varið eitt og eitt fór yfir hjá Aktobe. Rohde skoraði loksins fyrir Blika og jafnaði í 1-1 í vítakeppninni. Aktobe skoraði úr næstu spyrnu og Rene tók næstu fyrir Blika. Markmaður Aktobe varði vel og Aktobe komst áfram í Evrópudeildinni á kostnað Blika

Vítakeppnin:
Breiðablik 0
Aktobe 0
Breiðablik 0
Aktobe 0
Breiðablik 0
Aktobe 1
Breiðablik 1
Aktobe 1
Breiðablik 0

Breiðablik 1-0 Aktobe (1-0 venjulegur leiktími og 1-1 samanlagt eftir framlengingu)
1-0 Finnur Orri Margeirsson 27.mín.

www.sport.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn