Blikastelpur á Gothia Cup

Vaskar stelpur í fjórða flokki kvenna hjá Breiðablik héldu í keppnisferð til Gautaborgar fyrir skömmu. Þar kepptu þær á Gothia-Cup mótinu sem er það fjölmennasta í heiminum og keppendur koma víðs vegar að. Breiðabliksstelpur fylltu tvö lið og voru mótherjarnir meðal annars frá Svíþjóð og Finnlandi. Í öðrum riðlum voru svo lið frá Þýskalandi Noregi og USA.

Bæði lið stóðu sig með miklum sóma innan sem utan vallar. Liðin fóru bæði upp úr sínum riðli og fengu því aukaleiki. Leikar enduðu þannig eftir hörkumót að lið 2 fór í 32 liða úrslit og laut þar í lægra haldi fyrir hörkuliði Ruddalen frá Svíþjóð 3-1. Lið 1 fór í undanúrslitaleik á móti sterku akademíuliði AIK frá Svíþjóð sem endaði 2-1 fyrir Svía. Lið 1 endaði í þriðja sæti og fór á verðlaunapall.

Frábær árangur á sterku og flottu móti hjá þessum stelpum sem eiga sannarlega framtíðina fyrir sér og er óhætt að segja að bjart sé framundan hjá Breiðablik.

Stór hópur fólks fylgdi stelpunum á mótið; þjálfarar liðstjórar og foreldrar. Eðal blanda af fólki sem gerðu allt sitt til að ná settu marki og skapa minningar. 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Ingibjorg Auður Guðmundsdóttir
XS_2013_logo_170
Fræðsluganga
Kársnes
Kveikjumneistann2024_1
Karen
Sinnum2-1
HK þriðji flokkur