Valur vann Blika 3-0 á heimavelli í gríðarlega mikilvægum leik. Það var boðið upp á mikla baráttu í fyrri hálfleik en ekkert mark kom og var staðan var 0-0 þegar dómarinn blési til leikhlés.
Fjörið var því mest allt í seinni hálfleiknum en fyrsta markið kom eftir 66. mínútna leik og var það sjálfsmark frá leikmanni Breiðabliks, fjórum mínútum seinna endurtók það sig svo aftur og staðan 2-0 fyrir Val en mörkum voru keimlík. Sending fyrir markið sem leikmaður Blika skóflaði í markið. Þriðja og síðasta markið kom á þriðju mínútu uppbótartíma, og viti menn, það var líka sjálfsmark. Nú var það markmaður Vals sem setti boltann í eigið mark. Valur vann leikinn 3-0. Valur situr í öðru sæti deildarinnar og Breiðablik í því þriðja og aðeins eitt stig skilur liðin af, en tíu stig skilja Val frá Stjörnunni sem er enn með fullt hús stiga á toppnum.
sport.is