• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Bók varð til á eldhúsgólfinu í Melgerði

Bók varð til á eldhúsgólfinu í Melgerði
Auðun Georg Ólafsson
16/10/2018

Minn sykursæti lífsstíll er fyrsta bók Lilju Katrínar Gunnarsdóttur sem fjallar eingöngu um bakstur. Og það sætan og hveitifylltan bakstur sem fyllir vitin af gleði og magann af gúmmulaði.

Bókin eftir Lilju er kaflaskipt eftir kruðerí og ættu allir að finna eitthvað sem þeir ráða við.

„Ég var búin að bera þennan draum í maganum, ásamt öllu kruðeríinu, í svolítið langan tíma en eftir að ég náði að safna rúmlega hálfri milljón fyrir stuðningsfélagið Kraft í bökunarmaraþoni sem ég hélt á heimili mínu á Kársnesinu þá fékk ég sírópssprautuna í rassinn sem ég þurfti,” segir Lilja Katrín. Sjálfur forsetinn lét sjá sig veitti Lilju Katrínu aukinn meðbyr. „Það veitti mér virkilega mikinn kraft á síðustu metrunum í maraþoninu. Fyrst ég gat safnað svona miklum pening með því að baka í sólarhring og fengið forsetann í heimsókn í litla eldhúsið mitt í Melgerðinu þá hlaut ég að geta safnað fyrir útgáfu á sjúklega sykursætri bók. Þannig að ég hóf söfnun á Karolina Fund og “the rest is history” eins og þeir segja. Því má alveg segja sem svo að þessi bók mín hafi fæðst á eldhúsgólfinu í húsinu í Kópavogi þar sem amma og afi eiginmanns míns bjuggu sér til huggulegt heimili. Amma eiginmanns míns bakaði einmitt mjög mikið og allt þvílíkar kræsingar, þannig að ég vona að hún horfi niður á okkur stolt. Ég reyndar afrekaði það á þriðja degi í húsinu að rústa ofninum hennar sem var tekinn í gagnið árið 1965. Ég veit ekki hve ánægð hún var með það þessi elska.“

Dásemdir sem ekki þarf að baka

Bókin er kaflaskipt eftir kruðerí og ættu allir að finna eitthvað sem þeir ráða við. „Ég veit að margir hræðast bakarofninn eins og heitan eldinn, þannig að ég splæsti í sérkafla með dýrindis dásemdum sem þarf ekki að baka. Svo eru þarna bollakökur, smákökur, hugmyndir að brönsjgóðgæti og auðvitað tertur og kökur. Uppáhaldskaflinn minn er hins vegar konfektkaflinn þar sem ég býð upp á alls kyns heimagert nammi sem við þekkjum flest, eins og Snickers, Twix, After Eight og Bounty.“

Stoltust er Lilja Katrín af Forsetamarengsinum sem er tileinkuð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta, vegna þess styrks sem hann veitti henni í bökunarmaraþoninu. „Það er reyndar líka mynd af okkur á bókarkápunni. Ég er kannski fullmikil forsetasleikja? Ég sé það núna að þetta er kannski pínu vandræðalegt. Ég verð hugsanlega að koma á hann eintaki svo honum bregði ekki út í búð,“ segir Lilja Katrín og hlær.

Fullt af hugmyndum

„Ég skil vel að fólk gefi út bók eftir bók. Mér líður pínulítið eins og ég sé orðin háð þessu. Nú poppa upp hugmyndir að bókum nánast daglega og mig klæjar í puttana að skrifa meira; baka meira, borða meira, prófa meira, sykra mig frá toppi til táar og sofna með smjörkrem í hárinu. Ég verð að minna mig á hve mikil vinna þetta er, en ég og maðurinn minn gefum bókina út sjálf og sjáum um allt sjálf. Ég skrifa og baka, hann hannar útlitið og svo fengum við æðislegan ljósmyndara með okkur í lið, hana Sunnu Gautadóttur, sem gerir bókina 1000 prósent fallegri. Bókaútgáfa er pínulítið eins og að eignast barn. Maður gleymir fljótt hve ofboðslega strembið það var og langar samstundis að gera það aftur.“

Bókina er hægt að fá keypta beint frá Lilju Katrínu en svo líka hægt að nálgast hana í Kjólar og Konfekt. „Ég var reyndar rétt í þessu að skrifa undir sölusamning við Pennann/Eymundsson. Og þess ber að geta að Bókasafn Kópavogs var með fyrstu aðilunum sem tryggði sér eintak. Það er líka alltaf hægt að fara á bloggsíðuna mína, www.blaka.is. Þar sem er fullt af girnilegum og sykursætum uppskriftum.“

Efnisorðefst á baugililja katrínmaturútgáfa
Fréttir
16/10/2018
Auðun Georg Ólafsson @audungeorg

Auðun Georg Ólafsson er ritstjóri Kópavogsblaðsins

Efnisorðefst á baugililja katrínmaturútgáfa

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.