Bókabúðin Hamraborg, sem margir kalla ennþá „Bókabúðina Vedu“ mun hætta rekstri nú um helgina. Lýkur þar með hartnær 40 ára sögu bókabúðar í Hamraborg. Nýir eigendur tóku við rekstri búðarinnar í lok sumars 2013. Að sögn eigenda reynist ekki grundvöllur fyrir rekstri verslunarinnar með þessu sniði.
Eigendur og starfsfólk bókabúðarinnar Hamraborg þakkar viðskiptavinum sínum samfylgdina í gegnum árin.