Bókasafn Kópavogs í átak gegn dvínandi lestri

Bókasafn Kópavogs bregst við dvínandi lestraráhuga ungmenna með því að efna til fjölskyldutengdra viðburða sem fólk er hvatt til að sækja. Unglingar eldast og nú er svo komið að útlánatölur bókasafnsins sýna að karlmenn í kringum 30 – 40 ára er hópur sem lítið sækir safnið. Lísa Z. Valdimarsdóttir, sem nýtekin er við sem forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, segir starfsemi bókasafna út um allan heim vera að breytast með breyttum lestrarvenjum.

„Það hefur lengi verið vandamál að fá unglingsdrengi til að lesa. Það er ein af mörgum áskorunum sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Lísa. „Karlmenn í kringum 30-40 ára eru einnig hópur sem lítið sækir bókasöfn og það er hópur sem við viljum ná til. Erlendis hefur þessi hópur mikið notað bókasöfn með fjölskyldum sínum þar sem ýmsir fjölskyldutengdir viðburðir hafa verið í boði. Við byrjuðum í fyrra með dagskrá fyrir alla 9. bekki í grunnskólum í Kópavogi og buðum þeim að koma til okkar í heimsókn. Þetta verkefni var síðan víkkað út og er núna þetta skólaár einnig í boði fyrir 4. bekk og 6. bekk. Einnig erum við byrjuð með lesklúbb fyrir 10-13 ára krakka. Lesklúbburinn hittist á mánudögum og ef vel tekst til munum við halda áfram með hann eftir áramótin. Það er því ýmislegt gert til að reyna að auka lestur barna og unglinga,“ segir Lísa. Hún er fædd og uppalin á Akureyri og nam bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Eftir námið flutti hún til Skotlands í eitt ár en þaðan fór hún til Seyðisfjarðar þar sem hún starfaði við kennslu. „Mér fannst gaman að kenna og var harðákveðin í því að verða kenn-ari. Ég fór því suður eftir Seyðisfjörð og tók kennslufræði í HÍ. Vorið 2002, þegar ég var að ljúka kennsluréttindanáminu, hafði Hrafn Harðarson, þáverandi bæjarbókavörður á Bókasafni Kópavogs samband við mig og hvatti mig til að sækja um stöðu deildarstjóra á nýju safni Bókasafns Kópavogs í núverandi húsnæði í Hamraborg 6a. Ég sótt um og fékk stöðuna. Ég starfaði hjá Bókasafni Kópavogs í eitt og hálft ár og á þessum tíma komst ég að því að þetta væri það sem ég vildi gera í lífinu, mikið frekar en að kenna. Ég tók þátt í því að móta safnið á nýja staðnum og þróa ýmsa þætti og nýjungar sem teknir voru í gagnið þeg-ar safnið flutti. Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími. Það var líka gott að vinna með Hrafni, hann var mjög góður yfirmaður og treysti mér fullkomlega.“ Að loknu meistaranámi í upplýsingafræðum í Boston var Lísa ráðin sem forstöðumaður bókasafns Listaháskóla Íslands og starfaði þar í sjö ár. „Það er ekki auðveld ákvörðun að fara út í nám, taka himinhá námslán sem maður sér ekki fyrir endann á og vita svo ekki að námi loknu hvort maður yfirhöfuð fær vinnu. Ég var heppin að fá starf við hæfi. Árin hjá Listaháskólanum voru frábær.“

Getur þú borið saman stöðu bókasafna á Íslandi við það sem þú þekkir erlendis?
„Á heildina litið er staðan svipuð á Íslandi og erlendis. Í stórum dráttum finnst mér þó munurinn helst vera sá að erlendis er meira fjármagn sett í bókasöfn og bókasafnsbyggingar. Bókasöfn erlendis eru aðeins á undan okkur á Íslandi með nýjungar og breytingar. Hér á landi erum við ekki enn farin að lána út rafbækur, en það hefur verið gert í einhver ár erlendis. Einnig eru nokkur ár síðan hlutverk bókasafna fór að breytast erlendis úr því að vera dæmigert bókasafn með útlán á bókum í það að vera „menningarmiðstöð samfélagsins.“ Miðstöð allra aldurshópa þar sem fólk getur komið og sótt sér ýmsa þjónustu, fræðslu, námskeið, viðburði og ýmislegt fleira til skemmtunar. Á norðurlöndunum er mikil hefð fyrir því að fjölskyldufólk fari á bókasöfn þar sem dagskrá er í gangi fyrir alla fjölskylduna. Lögð er áhersla á að fá fjölskyldur til að staldra lengur við á safninu; lesa og spila með börnunum, sækja listasmiðjur, klúbba, námskeið eða aðra fræðslu. Ísland er aðeins á eftir hvað þetta varðar, en þetta er allt að koma.

Bókasafn Kópavogs, Safnhús Kópavogs
Bókasafn Kópavogs

Hvað er það sem gerir Bókasafn Kópavogs sérstakt?
„Eitt stærsta sérkenni safnsins, að mínu mati, er hin fallega bygging þess, en safnið er eitt af fáum bókasöfnum á land-inu sem er staðsett í byggingu sem er sérstaklega byggð fyrir bókasafn. Staðsetning þess á höfuðborgarsvæðinu er einnig einstök. Bókasafnið er miðsvæðis í Kópavogi og auðveldar það alla tengingu við önnur menningarhús í Kópavogi. Við njótum þess vegna góðs af samstarfi við hinar menningarstofnanir á Kópavogshálsinum og styrkir þessi nálægð öll söfnin. Bókasafnið er vel skipulagt, með mikið og flott ljóðasafn og rússneska deild sem hefur notið mikilla vinsælda frá því að hún var sett upp. Við erum einnig með mjög gott barnastarf í gangi, sem er í sífelldri þróun.“

Hver eru helstu verkefnin framundan?
„Framtíðarsýnin er skýr, við viljum nýtt útibú í efri byggðum Kópavogs þar sem fjölskyldufólkið er. Við erum núna að ljúka stefnumótun til næstu þriggja ára þar sem meginmarkmiðið er að auka fjölda gesta á safnið. Við höfum einnig skoðað hugmyndir að breytingum á skipulagi safnsins, í samvinnu við ímyndarhönnuð síðustu vik-ur og munum í byrjun næsta árs huga að þessum breytingum. Vefur safnsins verður uppfærður á næstu dögum. Stærsta verkefnið framundan er hins vegar að breyta ímynd safnsins; að ná til fleiri hópa, fjölga viðburðum og auka útlán og gera markaðs- og kynningarstarf fjölbreyttara og markvissara. Kópavogsbúar hafa verið duglegir að nýta sér safnið í gegnum tíðina, en við viljum gera enn betur og fá fleiri í heimsókn.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Sinnum2-1
cycle
Arnarnesvegur
Ólafur Þór Gunnarsson er öldrunarlæknir og skipar 2. sætið á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
kosnvaa
screen-shot-2016-09-16-at-11-54-54
Sigurbjorg-1
logo
Ármann Kr. Ólafsson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir