Börn hvött til að taka skólafélaga sem ekki eru í íþróttum með á æfingu

Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, ræddi við unga íþróttaiðkendur í HK og Breiðablik á dögunum.

Heimsóknin var hluti af innleiðingu á verkefninu TUFF-Ísland í Kópavogi. TUFF- Ísland notar íþróttir og tómstundir til þess að kenna börnum samfélagsleg gildi og brúa menningarlegt bil milli barna af ólíkum uppruna.

Ármann sótti HK í Kórnum heim og svo Breiðablik í Fífunni. Að lokinni stuttri kynningu þar sem lögð var áhersla á mikilvægi þess að gera sitt besta, taka þátt og hafa gaman fór bæjarstjórinn í fótbolta með hópnum. Undanfarið hefur TUFF verið kynnt í skólum Kópavogs, bæði fyrir nemendum og kennurum, auk þess sem íþróttaþjálfarar hafa hlotið námskeið um TUFF.

Börnin voru hvött til að taka skólafélaga sem ekki eru í íþróttum með á næstu æfingu en í tengslum við innleiðingu á TUFF er öllum börnum í Kópavogi sem ekki hafa áður tekið þátt í skipulögðu íþróttastarfi boðið að taka þátt sér að kostnaðarlausu í þrjá mánuði hjá félögum sem taka þátt í verkefninu.

Þess má geta að forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er verndari TUFF-Ísland.

Nánar um TUFF-Ísland:

TUFF Ísland er verkefni sem nota íþróttir og tómstundir til þess að kenna börnum mikilvæg samfélagsleg gildi, viðurkenndar leikreglur samfélagsins og brúa menningarlegt bil milli barna af fjölbreyttum uppruna. Áhersla er lögð á umburðarlyndi, samkennd og gagnkvæma virðingu, óháð uppruna, þjóðerni, tungumáli og trúarbrögðum. Þetta er forvarnarverkefni sem miðar að því að öll börn, burtséð frá bakgrunni eða uppruna, upplifi sig sem hluta af heild. Það gerir þau sterkari einstaklinga í samfélaginu, tryggir betri árangur þeirra í námi og gefur þeim mikilvægan grunn fyrir framtíðina.

Lögð er sérstök áhersla á að hjálpa börnum sem hafa sökum félagslegra eða efnahagslegra aðstæðna, ekki tækifæri til þess að taka þátt í íþróttum eða tómstundum. Einnig er lögð áhersla á að ná til barna af erlendum uppruna. Þátttaka barna í íþróttum og tómstundum er mikilvæg leið til þess að koma í veg fyrir félagslega einangrun og í tilviki barna af erlendum uppruna, stuðlar betur að því að börnin og fjölskyldur þeirra aðlagist betur íslensku samfélagi. Mikilvægt er að vinna með foreldrum erlendra barna til þess að kynna fyrir þeim þau tækifæri sem börn þeirra hafa til þátttöku í íþróttum og tómstundum.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn