Miklu sterkari eiturlyf í umferð en áður og börn í neyslu sýna alvarleg geðrofseinkenni.

Davíð Bergmann Davíðsson er uppalinn í Kópavogi en starfar nú sem ráðgjafi hjá Stuðlum.
Davíð Bergmann Davíðsson er uppalinn í Kópavogi en starfar nú sem ráðgjafi hjá Stuðlum.

Eftir öll þessi ár sem ég hef að unnið með fíklum þá hélt ég að ég hafi séð allt þegar kemur að fráhvörfum. Þar skjátlaðist mér hrapalega. Þessi efni sem eru á boðstólnum í dag eru orðin svo hrikalega sterk sem gera það að verkum að börn eru farin að sýna alvaleg geðrofseinkenni og eru þess vegna öðrum og sjálfum sér mjög hættuleg.

Ég held að það séu engar öfgar sem lögreglan hélt fram á sínum tíma að styrkleiki kannabis er 180% sterkara í dag en það var hér á hippaárunum. Ég hef verið að upplifa núna síðustu ár að það sem er kallað saklausar kannabisreykingar hjá unglingum eru langt frá því. Þessir sem verða hvað háðastir þessum efnum eru komin í alvarlegri afbrot og framtíðarsýn þessarra einsaklinga er ekki björt. Margir hverjir eru farnir að taka stefnuna á tryggingarkerfið til framtíðar einfaldlega vegna þess að það bíður þeirra ekkert annað.

Er eitthvað hægt að gera til að sporna við þessum veruleika ?

Hraði samfélagsins er orðinn svo mikill og þeir möguleikar sem voru í boði á sínum tíma eru ekki í boði í dag. Þessir krakkar eiga ekki möguleika á vinnumarkaði. Þegar viðkomandi er ekki einu sinni fær um að búa um rúmið sitt hvaða möguleika á hann á hinum almenna vinnumarkaði miðað við þær kröfur sem eru gerðar í dag?

Ég hef engin einföld svör við þessu. Hins vegar hafa verið uppi háværar raddir í samfélaginu um lögleiðingu kannabisefna. Ég ætla ekki að opinbera mína skoðun á því hér, en það þarf vissulega að fara að marka alvarlega áfengis- og vímuefnastefnu hér á landi. Ef það verður ekki gert þá kvíði ég framtíð olnbogabarnanna hér á landi. Hún verður ekki björt og hún verður líka rándýr fyrir samfélag framtíðar.

-Davíð Bergmann Davíðsson, ráðgjafi á Stuðlum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar