Bótamáli erfingjanna að Vatnsenda gegn Kópavogsbæ vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjaness vísaði í gær bótamáli erfingjanna að Vatnsenda gegn Kópavogsbæ frá dómi. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að beinn eignarréttur að jörðinni Vatnsenda væri á hendi dánarbús Sigurðar Krisjáns Lárussonar Hjaltested og ætti að skiptast á milli fimmtán erfingja. Tíu þeirra stefndu Kópavogsbæ og Þorsteini Hjaltested til vara fyrir eign-arnám bæjarins á Vatnsenda. Erfingjarnir tíu kröfðu Kópavogsbæ um tæpa 75 milljarða í bætur. Til vara var bærinn krafinn um 47,5 milljarða auk vaxta og til þrautavara var Þorsteinn Hjaltested krafinn um að greiða dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested 2,2 milljarða auk vaxta. Í stefnu erfingjanna tíu segir meðal annars að Kópavogsbær hafi frá öndverðu vitað, eða í öllu falli mátt vita, að Magnús Sigurðsson Hjaltested og Þorsteinn væru ekki réttmætir handhafar beins eignarréttar að jörðinni Vatnsenda. Kópavogsbær byggði málsvörn sína meðal annars á að hann hafi verið grandalaus og í góðri trú um að Þorsteinn Hjaltested væri raunverulegur eigandi að beinum eignarrétti. Jafnframt hafði fasteignarbók í heil 36 ár borið með sér að Magnús S. Hjaltested og síðar Þorsteinn væru þinglýstir eigendur Vatnsenda. Í málflutningi hélt Þorsteinn Hjaltested því fram að afnotaréttur hans á Vatnsendalandinu væri svo víðtækur að hann væri jafn verðmætur og beinn eignarréttur. Hann hafi einn haft rétt til hagnýtingar jarðarinnar. Það land sem tekið var eignarnámi árið 2007 hafi verið úr óræktuðu landi jarðarinnar sem hann einn hafi haft umráðarrétt yfir. Afnotaréttur hans yfir Vatnsenda ætti að standa óhaggaður alla hans lífstíð og ekki væri á færi dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested eða síðari eigenda beins eignarréttar að segja afnotarétti hans upp. Í dómi héraðsdóms kemur fram að hinn óbeini eignarréttur sem Þorsteinn Hjaltested nýtur, og faðir hans á undan honum, sé verndaður af ákvæðum stjórnarskrárinnar, eins og hinn beini eignarréttur að jörðinni. „Í málatilbúnaði sínum halda stefnendur því fram að þeir hafi orðið fyrir tjóni vegna eignarnáms aðalstefnda (Kópavogsbæjar, innsk.). Þeir hafa á hinn bóginn enga grein gert fyrir því hvað felst í hinum beina eignarrétti dánarbúsins með hliðsjón af þeim víðtæku kvöðum sem erfðaskráin setur honum og þar með í hverju fjártjón þess kann að felast. Er því ómögulegt fyrir dóminn að taka afstöðu til þess hvort og að hvaða marki aðalstefndi (Kópavogsbær, innsk), eða eftir atvikum varastefndi (Þorsteinn Hjaltested, innsk.), sé greiðslu- eða bótaskyldur gagnvart dánarbúinu. Úr þessum annmarka verður ekki bætt undir rekstri þess máls. Málið er því ekki dómtækt og er óhjákvæmilegt að visa því frá dómi,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness.

Stefnendum er gert að greiða Kópavogsbæ og Þorsteini Hjaltested eina milljón króna, hvorum um sig, í málskostnað. Erfingjarnir ætla að vísa málinu til Hæstaréttar.

Dóminn má nálgast hér í heild sinni á heimasíðu Héraðsdóms Reykjaness.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn