Bragi Michaelsson: „Ég hef ekki látið neinum í té upplýsingar um að umræddir flokksmenn hafi skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Margréti Friðriksdóttur og veit ekki hvaðan þær eru komnar.“

Bragi Michaelsson, formaður kjörnefndar Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi.
Bragi Michaelsson, formaður kjörnefndar Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi.

Yfirlýsing frá Braga Michaelssyni, formanni kjörnefndar sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vegna bæjarstjórnarkosninga 31 maí 2014.

„Í Morgunblaðinu 31 janúar er bréf undirritað af nokkrum félagsmönnum í Sjálfstæðisfélagi Kópavogs þar sem ég er nafngreindur  og ásakaður um að leka trúnaðarupplýsingum. Vegna þessa er óhjákvæmilegt að tvennt komi fram:

Þegar menn skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda til prófkjörs er um að ræða opinbera stuðningsyfirlýsingu, en ekki leyndarmál eða trúnaðarmál. Engin ákvæði eru í reglum Sjálfstæðisflokksins um   að  meðmælandalistar séu trúnaðarupplýsingar Kjörnefnd þarf t.d. að geta brugðist við ef einn einstaklingur skrifar undir fleiri nöfn en þann fjölda sem kjósa má í prófkjörinu og væri það útilokað ef um trúnaðarupplýsingar væri að ræða. Í þá áratugi sem ég hef komið að framkvæmd prófkjöra í Sjálfstæðisflokknum hef ég aldrei orðið þess var að neinum dytti í hug að þessar opinberu stuðningsyfirlýsingar væru trúnaðarmál. Venjulegast ganga þessir listar á milli manna sem skrifa undir og sjá um leið hverjir eru áður búnir að skrifa undir listann. Þegar framboðum er skilað inn með tilskildum stuðningsyfirlýsingum er það yfirleitt gert á auglýstum tíma þegar framboðsfrestur rennur út og geta þá frambjóðendur jafnt og aðrir flokksmenn séð hverjir hafa skilað inn framboðum og hverjir hafa ritað undir stuðngingsyfirlýsingar. Var þetta gert með hefðbundnum hætti þegar framboðsfrestur í prófkjöri í Kópavogi rann út 19. desember sl. og gátu því allir séð hverjir höfðu skrifað undir stuðning við einstaka frambjóðendur.

Ég hef ekki látið neinum í té upplýsingar um  að umræddir flokksmenn hafi skrifað undir stuðningsyfirlýsingu við Margréti Friðriksdóttur og veit ekki hvaðan þær eru komnar. Þetta hefði ég getað upplýst viðkomandi um ef þau hefðu látið svo lítið að spyrja mig um þetta áður en þau birtu ásakanir sínar opinberlega.

Ég hafna því alfarið þeim ásökunum sem fram koma í fyrnefndu bréf til Morgunblaðsins og einnig að ég hafi verið að rægja þessa einstaklinga,“ segir í yfirlýsingu frá Braga Michaelssyni, formanni kjörnefndar Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Saga Kópavogs
lk_newlogolarge
Ármann
Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Mynd: Kópavogsblaðið
hundur
Eygló Sif Steindórsdóttir, myndlistakona.
Meistarinn
Theodora