Breiðablik á öfugum fæti á móti Fram!

Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com
Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com

 

Blikar þurfa ekki að hafa lengur áhyggjur af bikarkeppninni í fótbolta karla. Undanúrslitaleikurinn var leikinn í gær gegn Fram. Frammararnir byrjuðu leikinn af krafti og var miklu líklegra til afreka en gestirnir úr Kópavogi. Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram yfir á 10.mínútu en þá átti Breiðablik að fá aukaspyrnu út á velli en Garðar Örn, rauði baróninn, dæmdi ekkert. Kristinn fékk boltann eftir að Gunnleifur varði boltann út í vítateig og skoraði örugglega í markið. Fram hélt áfram að sækja að marki Blika og á 40.mínútu var Almarr næstum kominn í gegn en brotið var á honum og víti dæmt. Hólmbert Aron Friðjónsson tók vítið og skoraði af öryggi.

Blikar settu allt í sóknina í seinni hálfleik en Ólafur Kristjánsson gerði breytingar á liðinu strax í hálfleik. Stórsókn Blika skilaði árangri á 70.mínútu en þá komst Árni Vilhjálmsson einn í gegn og skoraði hann örugglega framhjá Ögmundi markmanni Fram.  Fram komst í fleiri skyndisóknir þegar Blikar fóru framar á völlinn og hefðu heimamenn get aukið á muninn með smá heppni.

Blikar náðu ekki að jafna metin og Fram skellti sér í úrslitaleik bikarsins þar sem liðið mætir Stjörnunni. Það verður væntanlega skemmtun í hæsta gæðaflokki.

Fram 2-1 Breiðablik (2-0)
1-0 Kristinn Ingi Halldórsson 10.mín.
2-0 Hólmbert Aron Friðjónsson 40.mín. (víti)
2-1 Árni Vilhjálmsson 70.mín.

www.sport.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér