Breiðablik á öfugum fæti á móti Fram!

Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com
Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com

 

Blikar þurfa ekki að hafa lengur áhyggjur af bikarkeppninni í fótbolta karla. Undanúrslitaleikurinn var leikinn í gær gegn Fram. Frammararnir byrjuðu leikinn af krafti og var miklu líklegra til afreka en gestirnir úr Kópavogi. Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram yfir á 10.mínútu en þá átti Breiðablik að fá aukaspyrnu út á velli en Garðar Örn, rauði baróninn, dæmdi ekkert. Kristinn fékk boltann eftir að Gunnleifur varði boltann út í vítateig og skoraði örugglega í markið. Fram hélt áfram að sækja að marki Blika og á 40.mínútu var Almarr næstum kominn í gegn en brotið var á honum og víti dæmt. Hólmbert Aron Friðjónsson tók vítið og skoraði af öryggi.

Blikar settu allt í sóknina í seinni hálfleik en Ólafur Kristjánsson gerði breytingar á liðinu strax í hálfleik. Stórsókn Blika skilaði árangri á 70.mínútu en þá komst Árni Vilhjálmsson einn í gegn og skoraði hann örugglega framhjá Ögmundi markmanni Fram.  Fram komst í fleiri skyndisóknir þegar Blikar fóru framar á völlinn og hefðu heimamenn get aukið á muninn með smá heppni.

Blikar náðu ekki að jafna metin og Fram skellti sér í úrslitaleik bikarsins þar sem liðið mætir Stjörnunni. Það verður væntanlega skemmtun í hæsta gæðaflokki.

Fram 2-1 Breiðablik (2-0)
1-0 Kristinn Ingi Halldórsson 10.mín.
2-0 Hólmbert Aron Friðjónsson 40.mín. (víti)
2-1 Árni Vilhjálmsson 70.mín.

www.sport.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Omar-Stefansson
Hjalmar_Hjalmarsson
sundlaugardot
Kársnes
Undirritun
IMG_8109
Upplestur
Hjálmar Hjálmarsson
formadur