Breiðablik á öfugum fæti á móti Fram!

Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com
Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com

 

Blikar þurfa ekki að hafa lengur áhyggjur af bikarkeppninni í fótbolta karla. Undanúrslitaleikurinn var leikinn í gær gegn Fram. Frammararnir byrjuðu leikinn af krafti og var miklu líklegra til afreka en gestirnir úr Kópavogi. Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram yfir á 10.mínútu en þá átti Breiðablik að fá aukaspyrnu út á velli en Garðar Örn, rauði baróninn, dæmdi ekkert. Kristinn fékk boltann eftir að Gunnleifur varði boltann út í vítateig og skoraði örugglega í markið. Fram hélt áfram að sækja að marki Blika og á 40.mínútu var Almarr næstum kominn í gegn en brotið var á honum og víti dæmt. Hólmbert Aron Friðjónsson tók vítið og skoraði af öryggi.

Blikar settu allt í sóknina í seinni hálfleik en Ólafur Kristjánsson gerði breytingar á liðinu strax í hálfleik. Stórsókn Blika skilaði árangri á 70.mínútu en þá komst Árni Vilhjálmsson einn í gegn og skoraði hann örugglega framhjá Ögmundi markmanni Fram.  Fram komst í fleiri skyndisóknir þegar Blikar fóru framar á völlinn og hefðu heimamenn get aukið á muninn með smá heppni.

Blikar náðu ekki að jafna metin og Fram skellti sér í úrslitaleik bikarsins þar sem liðið mætir Stjörnunni. Það verður væntanlega skemmtun í hæsta gæðaflokki.

Fram 2-1 Breiðablik (2-0)
1-0 Kristinn Ingi Halldórsson 10.mín.
2-0 Hólmbert Aron Friðjónsson 40.mín. (víti)
2-1 Árni Vilhjálmsson 70.mín.

www.sport.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem