Breiðablik á öfugum fæti á móti Fram!

Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com
Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com

 

Blikar þurfa ekki að hafa lengur áhyggjur af bikarkeppninni í fótbolta karla. Undanúrslitaleikurinn var leikinn í gær gegn Fram. Frammararnir byrjuðu leikinn af krafti og var miklu líklegra til afreka en gestirnir úr Kópavogi. Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram yfir á 10.mínútu en þá átti Breiðablik að fá aukaspyrnu út á velli en Garðar Örn, rauði baróninn, dæmdi ekkert. Kristinn fékk boltann eftir að Gunnleifur varði boltann út í vítateig og skoraði örugglega í markið. Fram hélt áfram að sækja að marki Blika og á 40.mínútu var Almarr næstum kominn í gegn en brotið var á honum og víti dæmt. Hólmbert Aron Friðjónsson tók vítið og skoraði af öryggi.

Blikar settu allt í sóknina í seinni hálfleik en Ólafur Kristjánsson gerði breytingar á liðinu strax í hálfleik. Stórsókn Blika skilaði árangri á 70.mínútu en þá komst Árni Vilhjálmsson einn í gegn og skoraði hann örugglega framhjá Ögmundi markmanni Fram.  Fram komst í fleiri skyndisóknir þegar Blikar fóru framar á völlinn og hefðu heimamenn get aukið á muninn með smá heppni.

Blikar náðu ekki að jafna metin og Fram skellti sér í úrslitaleik bikarsins þar sem liðið mætir Stjörnunni. Það verður væntanlega skemmtun í hæsta gæðaflokki.

Fram 2-1 Breiðablik (2-0)
1-0 Kristinn Ingi Halldórsson 10.mín.
2-0 Hólmbert Aron Friðjónsson 40.mín. (víti)
2-1 Árni Vilhjálmsson 70.mín.

www.sport.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn