Bæjarráð Kópavogs undrast breytt leikjafyrirkomulag.

Blikar undirbúa sig nú af kappi fyrir einn mikilvægasta leik í sögu knattspyrnudeildar félagsins sem fram fer á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 20. Breiðablik mætir þá Aktobe frá Kasakstan í seinni leiknum í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar.

 

Lið Breiðabliks eins og það var skipað gegn Aktobe úti í Kasakstan á dögunum. Mynd: www.blikar.is
Lið Breiðabliks eins og það var skipað gegn Aktobe úti í Kasakstan á dögunum. Mynd: www.blikar.is

 

Bæjarráð Kópavogs kom saman til fundar í morgun og sendi frá sér svohljóðandi ályktun:

„Bæjarráð Kópavogs fagnar árangri Breiðabliks í Evrópudeildinni í knattspyrnu en undrast að ekki hafi verið tekið tillit til óska Breiðabliks um breytt leikjafyrirkomulag. Með því má segja að liðinu hafi verið refsað fyrir góðan árangur.“

Mikið álag hefur verið á Blikum að undanförnu og stíft prógram á milli leikja. Ekki bætir úr skák að lið Aktobe hafnaði að leikurinn færi fram á Kópavogsvelli, heimavelli Breiðabliks, en krafðist að leikið yrði á Laugardalsvelli í flóðljósum. Leikurinn er gríðarega mikilvægur fyrir bæði lið og taugaspennan í hámarki. Það er því mikilvægt að leikmenn finni fyrir stuðningi áhorfenda í kvöld.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar