Breiðablik eru bikarmeistarar kvenna.


bilde

 

Breiðablik og Þór/KA mættust í úrslitaleik Borgunarbikarsins í dag.

Leikurinn fór rólega af stað og var fátt um fína drætti fyrstu mínúturnar. Það var þó Blika stúlkurnar sem brutu ísinn eftir tuttugu mínútna leik og var það Guðrún Arnadóttir sem gerði það með skalla eftir hornspyrnu.

Þór/KA stúlkur jöfnuðu þó metin snemma í seinni hálfleik og var það Katrín Ásbjörnsdóttir sem skallaði boltann inn eftir aukaspyrnu frá Mateja. Akureyrar stúlkur búnar að jafna og allt hreinlega í járnum.

Það var þó Rakel Hönnudóttir sem skoraði sigurmarkið og k0m Blikum yfir hálftíma fyrir leikslok gegn sínum gömlu félögum. Þór/KA náði ekki að brjóta vörn Blika á bak aftur og því fór sem fór.

Breiðablik bikarmeistarar 2013 og Sport.is óskar stúlkunum af sjálfsögðu til hamingju!

Breiðablik 2-1 Þór/KA
1-0 Guðrún Arnardóttir 19. mín.
1-1 Katrín Ásbjörnsdóttir 49. mín.
2-1 Rakel Hönnudóttir 59. mín.

sport.is