Breiðablik eru bikarmeistarar kvenna.

bilde

 

Breiðablik og Þór/KA mættust í úrslitaleik Borgunarbikarsins í dag.

Leikurinn fór rólega af stað og var fátt um fína drætti fyrstu mínúturnar. Það var þó Blika stúlkurnar sem brutu ísinn eftir tuttugu mínútna leik og var það Guðrún Arnadóttir sem gerði það með skalla eftir hornspyrnu.

Þór/KA stúlkur jöfnuðu þó metin snemma í seinni hálfleik og var það Katrín Ásbjörnsdóttir sem skallaði boltann inn eftir aukaspyrnu frá Mateja. Akureyrar stúlkur búnar að jafna og allt hreinlega í járnum.

Það var þó Rakel Hönnudóttir sem skoraði sigurmarkið og k0m Blikum yfir hálftíma fyrir leikslok gegn sínum gömlu félögum. Þór/KA náði ekki að brjóta vörn Blika á bak aftur og því fór sem fór.

Breiðablik bikarmeistarar 2013 og Sport.is óskar stúlkunum af sjálfsögðu til hamingju!

Breiðablik 2-1 Þór/KA
1-0 Guðrún Arnardóttir 19. mín.
1-1 Katrín Ásbjörnsdóttir 49. mín.
2-1 Rakel Hönnudóttir 59. mín.

sport.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar