Íslandsmeistaramót unglinga í kata fór fram í gær, laugardaginn 21.febrúar, í Smáranum, Kópavogi, í umsjón Karatedeild Breiðabliks. Mjög góð þátttaka var á mótinu yfir 110 einstaklingar og 25 lið mættu frá 11 félögum sem er aukning frá fyrri árum. Keppt var í tíu einstaklingsflokkum stráka og stelpna ásamt þremur flokkum í sveitakeppni.
Karatedeild Breiðabliks sendi öfluga sveit unglinga á mótið. Þess má geta að elstu unglingarnir eru margir hverjir að fara á opna sænska meistaramótið í kata sem fer fram í Malmö 21.mars næstkomandi en sami hópur mun einnig keppa á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í kata sem fer fram 7.mars næstkomandi.
Þegar heildarstigin höfðu verið talin þá stóð Breiðablik uppi sem sigurvegari með 40 stig og er því Íslandsmeistari unglinga í kata sjöunda árið í röð. Uppskera dagsins á unglingamótinu var 4 gull, 5 silfur og 7 brons.
Árangur Breiðabliks á unglingamótinu var eftirfarandi:
Gull: Kata piltar 12 ára: Daníel Dagur Bogason
Brons í Kata stúlkur 14 ára: Móey María Sigþórsdóttir
Brons í Kata stúlkur 14 ára: Freyja Benediktsdóttir
Silfur í Kata stúlkur 15 ára: Díana Ýr Reynisdóttir
Brons í Kata stúlkur 15 ára: Guðbjörg Hera Gunnarsdóttir
Silfur í Kata piltar 16-17 ára: Aron Breki Heiðarsson
Brons í Kata piltar 16-17 ára: Baldur Benediktsson
Brons í Kata piltar 16-17 ára: Hólmgeir Agnarsdóttir
Gull: Kata stúlkur 16-17 ára: Katrín Kristinsdóttir
Silfur: Kata stúlkur 16-17 ára: Arna Katrín Kristinsdóttir
Brons: Kata stúlkur 16-17 ára: Laufey Sigþórsdóttir
Silfur: Hópkata táninga 12-13ára: Tómas Aron Gíslason, Daníel Dagur Bogason, Aron Hafliði Björnsson
Gull: Hópkata táninga 14-15 ára, Guðbjörg Hera Gunnarsdóttir, Móey María Sigþórsdóttir, Freyja Benediktsdóttir
Brons: Hópkata táninga 14-15 ára; Vildís Edwinsdóttir, Jóhannes Felix Jóhannesson, Haukur Aðalsteinsson
Gull: Hópkata táninga 16 og 17 ára, Laufey Lind Sigþórsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir, Baldur Benediktsson
Silfur: Hópkata táninga 16 og 17 ára: Aron Breki Heiðarsson, Hólmgeir Agnarsson, Erla Kristín Arnalds
Seinna um daginn fór svo fram Íslandsmeistara barna í kata. Yfir 160 krakkar og 35 lið mættu til leiks. Breiðablik sendi 16 krakka og 4 lið til þátttöku. Þegar uppi var staðið varð Karatefélag Reykjavíkur Íslandsmeistari félaga með 18 stig, Breiðablik varð í þriðja sæti félaga með 10 stig. Breiðablik fékk tvö gull og eitt brons á barnamótinu, þar sem Tómas Pálmar Tómasson varð tvöfaldur Íslandsmeistari barna.
Árangur Breiðabliks á barnamótinu var eftirfarandi
Brons: í Kata barna 9 ára: Baldur Finnsson
Gull: Kata krakka 11 ára: Tómas Pálmar Tómasson
Gull: Hópkata 10-11 ára, Tómas Pálmar Tómasson, Baldvin Dagur Rafnarsson, Sindri Snær Sigurðsson.