Breiðablik Íslandsmeistara unglinga í kata sjöunda árið í röð

Íslandsmeistaramót unglinga í kata fór fram í gær, laugardaginn 21.febrúar, í Smáranum, Kópavogi, í umsjón Karatedeild Breiðabliks. Mjög góð þátttaka var á mótinu yfir 110 einstaklingar og 25 lið mættu frá 11 félögum sem er aukning frá fyrri árum.  Keppt var í tíu einstaklingsflokkum stráka og stelpna ásamt þremur flokkum í sveitakeppni. 

Karatedeild Breiðabliks sendi öfluga sveit unglinga á mótið. Þess má geta að elstu unglingarnir eru margir hverjir að fara á opna sænska meistaramótið í kata sem fer fram í Malmö 21.mars næstkomandi en sami hópur mun einnig keppa á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í kata sem fer fram 7.mars næstkomandi. 

KAI_IM_unglinga_kata_2015
Íslandsmeistarar unglinga, efri röð frá vinstri: Móey, Guðbjörg, Freyja, Guðjón, Katrín, Laufey, Arna, Mary, Baldur, Aron, Guðjón, Máni. Neðri röð frá vinstri: Daníel, Sigríður, Agnar, Manh, Elías, Kristrún, Freyja.

Þegar heildarstigin höfðu verið talin þá stóð Breiðablik uppi sem sigurvegari með 40 stig og er því Íslandsmeistari unglinga í kata sjöunda árið í röð. Uppskera dagsins á unglingamótinu var 4 gull, 5 silfur og 7 brons.

Árangur Breiðabliks á unglingamótinu var eftirfarandi:

Gull: Kata piltar 12 ára: Daníel Dagur Bogason
Brons í Kata stúlkur 14 ára: Móey María Sigþórsdóttir
Brons í Kata stúlkur 14 ára: Freyja Benediktsdóttir
Silfur í Kata stúlkur 15 ára: Díana Ýr Reynisdóttir
Brons í Kata stúlkur 15 ára: Guðbjörg Hera Gunnarsdóttir
Silfur í Kata piltar 16-17 ára: Aron Breki Heiðarsson
Brons í Kata piltar 16-17 ára: Baldur Benediktsson
Brons í Kata piltar 16-17 ára: Hólmgeir Agnarsdóttir

Gull: Kata stúlkur 16-17 ára: Katrín Kristinsdóttir
Silfur: Kata stúlkur 16-17 ára: Arna Katrín Kristinsdóttir
Brons: Kata stúlkur 16-17 ára: Laufey Sigþórsdóttir
Silfur: Hópkata táninga 12-13ára: Tómas Aron Gíslason, Daníel Dagur Bogason, Aron Hafliði Björnsson

Gull: Hópkata táninga 14-15 ára, Guðbjörg Hera Gunnarsdóttir, Móey María Sigþórsdóttir, Freyja Benediktsdóttir
Brons:  Hópkata táninga 14-15 ára; Vildís Edwinsdóttir, Jóhannes Felix Jóhannesson, Haukur Aðalsteinsson
Gull: Hópkata táninga 16 og 17 ára, Laufey Lind Sigþórsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir, Baldur Benediktsson
Silfur: Hópkata táninga 16 og 17 ára: Aron Breki Heiðarsson, Hólmgeir Agnarsson, Erla Kristín Arnalds

Breiðablik_IM_unglinga_2015
Keppnishópur Breiðabliks á unglingamótinu með sigurverðlaun sín.

Seinna um daginn fór svo fram Íslandsmeistara barna í kata.  Yfir 160 krakkar og 35 lið mættu til leiks.  Breiðablik sendi 16 krakka og 4 lið til þátttöku. Þegar uppi var staðið varð Karatefélag Reykjavíkur Íslandsmeistari félaga með 18 stig, Breiðablik varð í þriðja sæti félaga með 10 stig. Breiðablik fékk tvö gull og eitt brons á barnamótinu, þar sem Tómas Pálmar Tómasson varð tvöfaldur Íslandsmeistari barna.

Árangur Breiðabliks á barnamótinu var eftirfarandi
Brons: í Kata barna 9 ára: Baldur Finnsson
Gull: Kata krakka 11 ára: Tómas Pálmar Tómasson
Gull: Hópkata 10-11 ára, Tómas Pálmar Tómasson, Baldvin Dagur Rafnarsson, Sindri Snær Sigurðsson.

KAI_IM_Barna_2015
Íslandsmeistarar barna, efri röð frá vinstri: Agatha, Hugi, Baldvin, Sindri, Tómas. Neðri röð frá vinstri: Anna, Daníel, Flóki, Vincent.
Breiðablik_IM_barna_2015
Baldvin Dagur Rafnarsson, Tómas Pálmar Tómasson og Sindri Snær Sigurðsson með verðlaun sín eftir sigur í hópkata á barnamótinu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn