Breiðablik Íslandsmeistari félaga í kata unglinga, 6 árið í röð

Íslandsmeistarar unglinga. Efri röð frá vinstri; Mary, Díana, Kári, Arna, Eiríkur, Sæmundur, Katrín, Bogi, Jónatan. Neðri röð frá vinstri; Freyja, Omar, Sigríður, Snorri, Þorsteinn, Guðjón, Óttar og Viktor.
Íslandsmeistarar unglinga. Efri röð frá vinstri; Mary, Díana, Kári, Arna, Eiríkur, Sæmundur, Katrín, Bogi, Jónatan. Neðri röð frá vinstri; Freyja, Omar, Sigríður, Snorri, Þorsteinn, Guðjón, Óttar og Viktor.

Í dag fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kata.  Mótið var mjög vel sótt og mikil aukning var á keppendum. Í einstaklingsflokkum tóku yfir 100 keppendur þátt og 20 lið í liðakeppni frá 9 félögum.  Bestum árangri náðu tveir einstaklingar sem urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar en þeir unnu sína einstaklingsflokka og voru einnig í sigurliði síns félags í hópkata.  Þetta voru þeir Snorri Beck Magnússon, Breiðablik og Bogi Benediktsson, Þórshamri.

Þess má geta að elstu unglingarnir eru margir hverjir að fara á opna sænska meistaramótið í kata sem fer fram í Malmö 23.mars næstkomandi en sami hópur mun einnig keppa á Íslandsmeistaramóti Fullorðinna í kata sem fer fram 8.mars næstkomandi.

Breiðablik varð svo Íslandsmeistari félaga þegar heildarstigin voru lögð saman með 39 stig, en Breiðablik varði titilinn frá því í fyrra og er þetta 6. árið í röð sem Breiðablik vinnur félagstitilinn.

Hér er svo list yfir alla Íslandsmeistara unglinga í kata;

Kata piltar 12 ára, Ómar Muhammed Hani, Þórshamar

Kata stúlkur 12 ára, Freyja Stígsdóttir, Þórshamri

Kata piltar 13 ára, Snorri Beck Magnússon, Breiðablik

Kata stúlkur 13 ára, Sigríður Hagalín Pétursdóttir, KFR

Kata piltar 14 ára, Jónatan Baldvinsson, Þórshamar

Kata stúlkur 14 ára, Mary Jane Padua Rafael, Víkingur

Kata piltar 15 ára, Kári Haraldsson, Afturelding

Kata stúlkur 15 ára, Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik

Kata piltar 16-17 ára, Bogi Benediktsson, Þórshamar

Kata stúlkur 16-17 ára, Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik

Hópkata táninga 12 og 13 ára, Viktor Steinn Sighvatsson, Óttar Finnsson, Guðjón Már Atlason, Fjölnir

Hópkata táninga 14 og 15 ára, Díana Ýr Reynisdóttir, Snorri Beck Magnússon, Þorsteinn Björn Guðmundsson, Breiðablik

Hópkata táninga 16 og 17 ára, Bogi Benediktsson, Eiríkur Örn Róbertsson, Sæmundur Ragnarsson, Þórshamar

Íslandsmeistaramót barna í kata
Seinna um daginn fór svo fram Íslandsmeistaramót barna í kata.  Yfir 160 krakkar og 40 lið mættu til leiks.  Þegar uppi var staðið varð Karatedeild Víkings Íslandsmeistari félaga með 22 stig.  Agnar Helgason var mótsstjórar og yfirdómari var Willem C. Verhaul.

Íslandsmeistarar barna. Efri röð frá vinstri; Hugi, Tómas Pálmar, Daníel Dagur, Tómas Aron, Kristrún. Neðri röð frá vinstri; Anna, Vincente, Agatha og Daníel.
Íslandsmeistarar barna. Efri röð frá vinstri; Hugi, Tómas Pálmar, Daníel Dagur, Tómas Aron, Kristrún. Neðri röð frá vinstri; Anna, Vincente, Agatha og Daníel.

Hér er svo listi yfir alla Íslandsmeistara barna í kata;

Kata barna 8 ára og yngri, Anna Halina Koziel, KFR
Kata barna 9 ára, Hugi Halldórsson, KFR
Kata barna 10 ára, Tómas Pálmar Tómasson, Breiðablik
Kata barna 11 ára, Kristrún Birgisdóttir, Víkingur
Hópkata barna 9 ára og yngri, Vincent Loui P. Rafaell, Agatha Ylfa Ólafsdóttir, Daníel Sean Hayes, Víkingur
Hópkata barna 10-11 ára, Tómas Aron Gíslason, Tómas Pálmar Tómasson, Daníel Dagur Bogason, Breiðablik

KAI_IMB_2014_verdlaunahafar KAI_IMU_2014_verdlaunahafar

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,