Breiðablik og HK vilja fá heiti styrktaraðila á mannvirki sem er í eigu Kópavogsbæjar

-Samningar í húfi sem skipta verulega máli fyrir rekstur félaganna

Stærstu íþróttafélögin í Kópavogi, Breiðablik og HK, fara þess á leit við bæjaryfirvöld að nöfn íþróttamannvirkja, sem eru í eigu bæjarins, og félögin leigja afstöðu af, fái nöfn helstu styrktaraðila félaganna. Þannig verður Kórinn hjá HK skýrður til viðbótar heitinu „Kórinn“ með heiti tiltekins fyrirtækis og einnig Kópavogsvöllur hjá Breiðablik. Um verulegar fjárhæðir getur verið um að ræða, sem skipt geta miklu máli fyrir rekstur félaganna. Upphæðin getur numið tugum milljóna yfir nokkur ár, eftir því sem Kópavogsblaðið kemst næst.

Kórinn mun áfram heita Kórinn. Eina breytingin sem HK leggur til er að heitið breytist í „XXX vellirnir í Kórnum.“

Bæjarfulltrúar, sem Kópavogsblaðið hefur rætt við, eru flestir hikandi, eða jafnvel neikvæðir, út í þessar fyrirætlanir, en segjast þó vilja fá ráðrúm til að skoða þessi mál frekar. Þeir vilja ekki koma fram undir nafni en röksemdir sumra gegn þessu er að einhversstaðar verða mörkin að vera. Nefnt hefur verið að fyrst byrjað verði að selja styrktarðilum heiti íþróttamannvirkja bæjarins, af hverju þá ekki að selja einnig heiti á kennslustofur og leikskóla sem eru í eigu bæjarins? Málið er sagt í ferli innan bæjarkerfisins.

Sigurjón Sigurðsson, formaður HK, nefnir að íþróttafélag eins og HK sé í samkeppni, eins og öll önnur íþróttafélög í landinu, um að laða styrktaraðila til félagsins. Það sé dýrt að reka íþróttafélag þar sem hver króna skiptir máli. Ósk HK um að fá merkingu á Kórinn hefur legið í nokkurn tíma á borði bæjarins. „HK er búið að landa samningi við traustan styrktaraðila en hefur þurft að bíða með endanlega undirskrift. Við höfum þurft að bíða lengi eftir endanlegu svari frá bæjaryfirvöldum til að fá samþykki fyrir þessu og undrumst það mjög,“ segir Sigurjón. „Þó sveitarfélög, víða í kringum Kópavog, eigi og reki mannvirki þar sem íþróttafélög hafa aðstöðu þá hefur sjaldan verið fyrirstaða að mannvirkin fái nöfn eins og Eimskipavöllurinn í Vestmannaeyjum, Samsung völlurinn hjá Stjörnunni í Garðabæ, Trópí völlurinn hjá Fylki í Árbæ og Actavis völlurinn hjá FH í Hafnarfirði, svo dæmi séu nefnd. Slíkt hefur nýst dýrmætur tekjuauki viðkomandi íþróttafélaga. Kórinn mun áfram heita Kórinn. Eina breytingin sem við leggjum til er að heitið breytist í „XXX vellirnir í Kórnum,“ segir Sigurjón og setur spurningamerki við af hverju íþróttafélög bæjarins mega selja auglýsingaskilti inni í Kórnum og á Kópavogsvelli, og afla sér þannig tekna, en ekki utan á mannvirkjunum sjálfum. Hann segir að unnið hafi verið lengi í þessu máli af fagmennsku, heilindum og metnaði hjá HK þar sem óskað var eftir nánu samráði og aðkomu bæjarins. „Fordæmin fyrir sölu til styrktaraðila með þessum hætti eru mörg í Kópavogi. Nærtækast er að nefna merkingu Sparisjóðs Kópavogs sem var á stúku Kópavogsvallar í fjöldamörg ár. Það eru auglýsingar út um allt á keppnisvöllum í Kópavogi, sem eru í eigu bæjarins.“

Undir þetta tekur Sveinn Gíslason, formaður Breiðabliks, sem tekur þó fram að ekkert formlegt erindi hafi verið sent til bæjarins um þetta frá félaginu. Ekki hafi unnist tími til að vinna það erindi en innan Breiðabliks hafi grannt verið fylgst með framvindu mála í samskiptum HK og Kópavogsbæjar í þessu máli. „Afstaða okkar er, rétt eins og innan HK, alveg skýr. Við myndum að sjálfsögðu vilja fá styrktaraðila á Kópavogsvöll. Á því er mikill áhugi innan félagsins og hjá styrktaraðila okkar,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann upphæðirnar í þessu samhengi vera talsverða búbót fyrir rekstur félagsins sem myndi muna verulega um. „Formlegt erindi Breiðabliks um þetta er í vinnslu og ég á ekki von á öðru en að í þetta verði vel tekið hjá bæjaryfirvöldum enda hlýtur að vera til hagsbóta, bæði fyrir Kópavog og Breiðablik, að við náum að afla fé fyrir okkar frábæra félag með þessum hætti.“

„Við myndum að sjálfsögðu vilja fá styrktaraðila á Kópavogsvöll. Á því er mikill áhugi innan félagsins og hjá styrktaraðila okkar,“ segir Sveinn Gíslason, formaður Breiðabliks.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

SVEITASTORNARKOSNINGAR
Karlakór Kópavogs með Kristjáni Jóhannssyni í Hörpu 07.12.2014
Elín Pálmadóttir
Skolahljomsveit-3
Gylfi
Kristinn Rúnar Kristinsson
Skák
hkubk
Sigga Karls