Breiðablik raðar inn titlunum í yngri flokkunum

Yngri flokkar knattspyrnudeildar Breiðabliks stóðu sig að venju vel þetta sumarið. Lið á vegum Breiðabliks spiluðu 747 leiki á Íslandsmótinu í sumar, eða rúmlega fimm leiki á dag fyrir utan þátttöku í öðrum mótum. Breiðablik varð Íslandsmeistari í 2. og 3. flokkum kvenna og 4. flokki karla.

Ísandsmeistarar í 2. flokki kvenna 2014.
Ísandsmeistarar í 2. flokki kvenna 2014.

Blikastúlkur tryggðu sér titilinn í 2. flokki kvenna með 4-1 sigri á Fjölni í Grafarvoginum 4. september. Liðið tapaði aðeins einum leik í sumar og var vel að sigrinum komið. Þær eru að auki komnar í úrslitaleik í bikarkeppni KSÍ sem verður gegn sameinuðu liði Þróttar og ÍA á Kópavogsvelli 24. september kl. 16.30. Þjálfari flokksins er Jón Aðalsteinn Kristjánsson.

Kristín Dís Árnadóttir tryggði 3. flokki kvenna Íslandsmeistaratitilinn með glæsilegu sigurmarki gegn Fylki í úrslitaleik á Kópavogsvelli 14. september. Mark Kristínar Dísar var eina mark leiksins en sömu lið höfðu att kappi helgina áður í úrslitum bikarkeppni KSÍ og þá urðu Fylkisstúlkur hlutaskarpari eftir að bæði lið höfðu tekið 13 spyrnur í vítakeppni. Þjálfarar flokksins eru Sævar Sigurðsson og Viðar Guðmundsson.

Íslandsmeistarar 3. flokks kvenna 2014.
Íslandsmeistarar 3. flokks kvenna 2014.

Fjórði flokkur Breiðabliks sigraði Stjörnuna 3-2 á Samsung vellinum 13. september. Blikar komust í 2-0 með mörkum Karls Gunnarssonar og Ágústs Hlynssonar en Stjarnan minnkaði muninn áður en Kolbeinn Þórðarson kom þeim grænu aftur tveimur mörkum yfir. Stjarnan skoraði síðasta markið en Blikar fögnuðu titlinum í lokin. Þjálfarar flokksins eru Júlíus Ármann Júlíusson, Hans Sævarsson og Ólafur Hlynur Guðmarsson.

Íslandsmeistarar í fjórða flokki karla 2014.
Íslandsmeistarar í fjórða flokki karla 2014.

Breiðablik eignaðist einnig Íslandsmeistara í keppni C liða í 5. flokki karla. Fjórði flokkur kvenna og fimmti flokkur karla hlutu jafnframt silfurverðlaun á Íslandsmótinu. Stúlkurnar töpuðu 2-0 í framlengingu fyrir FH í Kaplakrika og drengirnir biðu lægri hlut 3-2 í hörkuleik við HK í úrslitaleik á Kópavogsvelli.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar