Breiðablik raðar inn titlunum í yngri flokkunum

Yngri flokkar knattspyrnudeildar Breiðabliks stóðu sig að venju vel þetta sumarið. Lið á vegum Breiðabliks spiluðu 747 leiki á Íslandsmótinu í sumar, eða rúmlega fimm leiki á dag fyrir utan þátttöku í öðrum mótum. Breiðablik varð Íslandsmeistari í 2. og 3. flokkum kvenna og 4. flokki karla.

Ísandsmeistarar í 2. flokki kvenna 2014.
Ísandsmeistarar í 2. flokki kvenna 2014.

Blikastúlkur tryggðu sér titilinn í 2. flokki kvenna með 4-1 sigri á Fjölni í Grafarvoginum 4. september. Liðið tapaði aðeins einum leik í sumar og var vel að sigrinum komið. Þær eru að auki komnar í úrslitaleik í bikarkeppni KSÍ sem verður gegn sameinuðu liði Þróttar og ÍA á Kópavogsvelli 24. september kl. 16.30. Þjálfari flokksins er Jón Aðalsteinn Kristjánsson.

Kristín Dís Árnadóttir tryggði 3. flokki kvenna Íslandsmeistaratitilinn með glæsilegu sigurmarki gegn Fylki í úrslitaleik á Kópavogsvelli 14. september. Mark Kristínar Dísar var eina mark leiksins en sömu lið höfðu att kappi helgina áður í úrslitum bikarkeppni KSÍ og þá urðu Fylkisstúlkur hlutaskarpari eftir að bæði lið höfðu tekið 13 spyrnur í vítakeppni. Þjálfarar flokksins eru Sævar Sigurðsson og Viðar Guðmundsson.

Íslandsmeistarar 3. flokks kvenna 2014.
Íslandsmeistarar 3. flokks kvenna 2014.

Fjórði flokkur Breiðabliks sigraði Stjörnuna 3-2 á Samsung vellinum 13. september. Blikar komust í 2-0 með mörkum Karls Gunnarssonar og Ágústs Hlynssonar en Stjarnan minnkaði muninn áður en Kolbeinn Þórðarson kom þeim grænu aftur tveimur mörkum yfir. Stjarnan skoraði síðasta markið en Blikar fögnuðu titlinum í lokin. Þjálfarar flokksins eru Júlíus Ármann Júlíusson, Hans Sævarsson og Ólafur Hlynur Guðmarsson.

Íslandsmeistarar í fjórða flokki karla 2014.
Íslandsmeistarar í fjórða flokki karla 2014.

Breiðablik eignaðist einnig Íslandsmeistara í keppni C liða í 5. flokki karla. Fjórði flokkur kvenna og fimmti flokkur karla hlutu jafnframt silfurverðlaun á Íslandsmótinu. Stúlkurnar töpuðu 2-0 í framlengingu fyrir FH í Kaplakrika og drengirnir biðu lægri hlut 3-2 í hörkuleik við HK í úrslitaleik á Kópavogsvelli.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér