Breiðablik tók í dag við rekstri stúkunnar við Kópavogsvöll þegar Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar afhenti Orra Hlöðverssyni formanni Breiðabliks lyklavöld að stúkunni.
Þá hefur Breiðablik tekið við rekstri Smárans, Fífunnar og stúkunnar eins og gerður var samningur um í febrúarbyrjun á þessu ári.
Samkvæmt samningi Kópavogsbæjar og Breiðabliks ber íþróttafélagið ábyrgð á rekstri mannvirkjanna en ber að halda sig innan fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar. Rekstur og umhirða grasæfingasvæða Breiðabliks og Kópavogsvallar verður áfram á forræði Kópavogsbæjar.