Breyting á launakjörum bæjarfulltrúa í Kópavogi

Bæjarstjórn Kópavogs.
Bæjarstjórn Kópavogs.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma breytingu á launakjörum bæjarfulltrúa á fundi sínum í gær. Laun bæjarfulltrúa munu eftirleiðis taka mið af launavísitölu í stað þingfararkaups eins og verið hefur. 

Með þessu munu laun bæjarfulltrúa hækka sem nemur 26% en hefðu hækkað um 44,3% hefðu laun bæjarfulltrúa áfram verið tengd við þingfararkaup, að því er segir í tilkynningu frá bænum. Hækkunin samkvæmt launavísitölu tekur gildi um næstu mánaðamót. 

Mánaðarlaun bæjarfulltrúa fyrir ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaup í nóvember voru 251.770 krónur eða 33% af þingfararkaupi. Eftir breytingu verða launin kr. 317.000. Ef áfram hefði verið miðað við þingfararkaup hefðu laun bæjarfulltrúa hækkað í 363.394 krónur.

Bæjarstjórn hefur því tekið afstöðu til ákvörðunar kjararáðs um hækkun þingfararkaups sem gekk í gildi 1. nóvember síðastliðinn. Bæjarráð Kópavogs frestaði gildistöku hækkunarinnar og vísaði til forsætisnefndar til nánari útfærslu um framtíðarfyrirkomulag starfskjara bæjarfulltrúa. Forsætisnefnd lagði ofangreindar breytingar á launum bæjarfulltrúa til við bæjarstjórn Kópavogs. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem