Breyting á launakjörum bæjarfulltrúa í Kópavogi

Bæjarstjórn Kópavogs.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma breytingu á launakjörum bæjarfulltrúa á fundi sínum í gær. Laun bæjarfulltrúa munu eftirleiðis taka mið af launavísitölu í stað þingfararkaups eins og verið hefur. 

Með þessu munu laun bæjarfulltrúa hækka sem nemur 26% en hefðu hækkað um 44,3% hefðu laun bæjarfulltrúa áfram verið tengd við þingfararkaup, að því er segir í tilkynningu frá bænum. Hækkunin samkvæmt launavísitölu tekur gildi um næstu mánaðamót. 

Mánaðarlaun bæjarfulltrúa fyrir ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaup í nóvember voru 251.770 krónur eða 33% af þingfararkaupi. Eftir breytingu verða launin kr. 317.000. Ef áfram hefði verið miðað við þingfararkaup hefðu laun bæjarfulltrúa hækkað í 363.394 krónur.

Bæjarstjórn hefur því tekið afstöðu til ákvörðunar kjararáðs um hækkun þingfararkaups sem gekk í gildi 1. nóvember síðastliðinn. Bæjarráð Kópavogs frestaði gildistöku hækkunarinnar og vísaði til forsætisnefndar til nánari útfærslu um framtíðarfyrirkomulag starfskjara bæjarfulltrúa. Forsætisnefnd lagði ofangreindar breytingar á launum bæjarfulltrúa til við bæjarstjórn Kópavogs. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn