Breytingar í Glaðheimum

Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Skipulags og byggingadeild Kópavogsbæjar hefur lagt fram í bæjarstjórn tillögu að breyttu deiliskipulagi í austurhluta Glaðheima (reit 1). Gert er ráð fyrir að fyrirhugaðri byggð á austari hluta deiliskipulagsvæðisins verði breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 5 fjölbýlishús sem verða 5-12 hæða með um 270 íbúðum, leikskóla og opins svæðis.

Einsleitni meirihlutans

Í húsnæðisskýrslu sem allir flokkar unnu saman að árið 2015 var meðal annars lögð áhersla á fjölbreytta húsnæðismöguleika. Því miður hefur það ekki gengið eftir. Á nýbyggingasvæðum í Kópavogi hefur mistekist að draga að barnafjölskyldur. Aðeins 5% grunnskólabarna búa á nýbyggingasvæðum en að meðaltali 15% í öðrum hverfum. Nýbyggingahverfin eru því einsleit hvað aldur varðar og ungt fólk ekki átt tækifæri til að kaupa í þeim hverfum. Tölurnar tala sínu máli.

Leikskóli eða félagsheimili fyrir aldraða

Athygli er vakin á að gert er ráð fyrir lóð undir leikskóla í skipulaginu. Það var líka gert í Lundi en sá leikskóli var aldrei byggður enda nánast engin börn í hverfinu. Nú snýst umræðan um að byggja á þeirri lóð félagsheimili fyrir aldraða.

Samfylking fyrir fjölbreytni

Það var því með þessar staðreyndir í huga sem bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til að ein lóðanna undir fjölbýlishús verði úthlutað til óhagnaðardrifins byggingafélags eða byggingasamvinnufélags sem hefur að markmiði að bjóða uppá ódýrar og hagkvæmar leiguíbúðir fyrir þrjá lægstu tekjufimmtunga landsmanna.  Íbúðir sem markaðssettar eru meðal annars til ungs fólks. Markmiðið er að auka fjölbreytni í íbúasamsetningu. Kópavogur er að eldast og þörf á ungu fólki. Tillagan var felld með atkvæðum Sjálfstæðisflokks, BF Viðreisnar og Framsóknarflokks.

Heimsmarkmiðin gleymd og grafin

Kópavogsbær segist í orði vera að vinna að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í umhverfismati aðalskipulags sem lagt var fyrir skipulagsráð kemur fram að leitast   verði   við   að   tryggja   fjölbreytt   framboð   húsagerða   og   búsetukosta   fyrir alla félagshópa. Allir geti orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði og grunnþjónusta standi öllum til boða í samræmi við heimsmarkmið 11.1. Því er ekki að heilsa í skipulagi Glaðheimasvæðisins.

Framsókn gleymir samvinnuhugsjóninni

Það sem kom hvað mest á óvart var afstaða bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins sem ekki tók þátt í umræðum í bæjarstjórn og virðist hafa gleymt samvinnuhugsjóninni í samstarfi sínu með Sjálfstæðisflokknum í meirihluta í bæjarstjórn. Sú samvinnuhugsjón var lifandi þegar bæjarfulltrúinn var í minnihluta með VG og Samfylkingu á síðasta kjörtímabili og stóð að tillögu um að lóð áhaldahússins færi til óhagnaðardrifins byggingafélags eða byggingasamvinnufélags, tillaga sem líka var felld af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í nafni einsleitninnar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Stefán Hilmarsson
Ásdís Helga Jóhannesdóttir.
Kopavogsskoli
myndbond_1
Theodora
ÍK hlaupið
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Torgid-Logo-1
164382_1819045804368_1544496_n