Brotist inn hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborg

Biðröðin hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborginni er alltaf að lengjast. Brotist var inn hjá Mæðrastyrksnefndinni í vikunni og er lögreglan með málið í rannsókn.
Biðröðin hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborginni er alltaf að lengjast. Brotist var inn hjá Mæðrastyrksnefndinni í vikunni og er lögreglan með málið í rannsókn.

Aðfaranótt miðvikudags var brotist inn hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborg og talsvert tekið af peningum og kortum sem ætlað var til að aðstoða fólk í neyð. Gluggi að framanverðu var brotinn upp og þar farið inn. Um tvö hundruð þúsund krónur í peningum og 17 kortum í Bónus var stolið. Hvert kort hefur fimm þúsund króna inneign í Bónus. Anna Kristinsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, segir aðkomuna hafa verið ömurlega og illt til þess að hugsa að fólk leggist svo lágt að stela frá þeim sem minnst mega sín.

„Röðin fyrir utan hjá okkur á þriðjudagseftirmiðdögum er alltaf að lengjast og ljóst að enn eiga margir varla til hnífs og skeiðar,“ segir Anna Kristinsdóttir, formaður Mæðrarstyrksnefndar Kópavogs.

Þess má geta að styrktarreikningur Mæðrarstyrksnefndar er:

536 05 403774
Kennitala:  500197 2349

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér