Brotist inn hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborg

Biðröðin hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborginni er alltaf að lengjast. Brotist var inn hjá Mæðrastyrksnefndinni í vikunni og er lögreglan með málið í rannsókn.
Biðröðin hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborginni er alltaf að lengjast. Brotist var inn hjá Mæðrastyrksnefndinni í vikunni og er lögreglan með málið í rannsókn.

Aðfaranótt miðvikudags var brotist inn hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborg og talsvert tekið af peningum og kortum sem ætlað var til að aðstoða fólk í neyð. Gluggi að framanverðu var brotinn upp og þar farið inn. Um tvö hundruð þúsund krónur í peningum og 17 kortum í Bónus var stolið. Hvert kort hefur fimm þúsund króna inneign í Bónus. Anna Kristinsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, segir aðkomuna hafa verið ömurlega og illt til þess að hugsa að fólk leggist svo lágt að stela frá þeim sem minnst mega sín.

„Röðin fyrir utan hjá okkur á þriðjudagseftirmiðdögum er alltaf að lengjast og ljóst að enn eiga margir varla til hnífs og skeiðar,“ segir Anna Kristinsdóttir, formaður Mæðrarstyrksnefndar Kópavogs.

Þess má geta að styrktarreikningur Mæðrarstyrksnefndar er:

536 05 403774
Kennitala:  500197 2349

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem