Brotist inn hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborg

Biðröðin hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborginni er alltaf að lengjast. Brotist var inn hjá Mæðrastyrksnefndinni í vikunni og er lögreglan með málið í rannsókn.
Biðröðin hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborginni er alltaf að lengjast. Brotist var inn hjá Mæðrastyrksnefndinni í vikunni og er lögreglan með málið í rannsókn.

Aðfaranótt miðvikudags var brotist inn hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborg og talsvert tekið af peningum og kortum sem ætlað var til að aðstoða fólk í neyð. Gluggi að framanverðu var brotinn upp og þar farið inn. Um tvö hundruð þúsund krónur í peningum og 17 kortum í Bónus var stolið. Hvert kort hefur fimm þúsund króna inneign í Bónus. Anna Kristinsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, segir aðkomuna hafa verið ömurlega og illt til þess að hugsa að fólk leggist svo lágt að stela frá þeim sem minnst mega sín.

„Röðin fyrir utan hjá okkur á þriðjudagseftirmiðdögum er alltaf að lengjast og ljóst að enn eiga margir varla til hnífs og skeiðar,“ segir Anna Kristinsdóttir, formaður Mæðrarstyrksnefndar Kópavogs.

Þess má geta að styrktarreikningur Mæðrarstyrksnefndar er:

536 05 403774
Kennitala:  500197 2349

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar