Brotist inn hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborg

Biðröðin hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborginni er alltaf að lengjast. Brotist var inn hjá Mæðrastyrksnefndinni í vikunni og er lögreglan með málið í rannsókn.
Biðröðin hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborginni er alltaf að lengjast. Brotist var inn hjá Mæðrastyrksnefndinni í vikunni og er lögreglan með málið í rannsókn.

Aðfaranótt miðvikudags var brotist inn hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborg og talsvert tekið af peningum og kortum sem ætlað var til að aðstoða fólk í neyð. Gluggi að framanverðu var brotinn upp og þar farið inn. Um tvö hundruð þúsund krónur í peningum og 17 kortum í Bónus var stolið. Hvert kort hefur fimm þúsund króna inneign í Bónus. Anna Kristinsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, segir aðkomuna hafa verið ömurlega og illt til þess að hugsa að fólk leggist svo lágt að stela frá þeim sem minnst mega sín.

„Röðin fyrir utan hjá okkur á þriðjudagseftirmiðdögum er alltaf að lengjast og ljóst að enn eiga margir varla til hnífs og skeiðar,“ segir Anna Kristinsdóttir, formaður Mæðrarstyrksnefndar Kópavogs.

Þess má geta að styrktarreikningur Mæðrarstyrksnefndar er:

536 05 403774
Kennitala:  500197 2349

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

GKG
2013-09-15-1787
Kvennakór Kópavogs
Kronikan
Kópavogur skjaldamerki
hlatur
10603788_10203734950188306_6746106055170149448_n
DSC02091
Solstafir