Brotist inn hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborg

Biðröðin hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborginni er alltaf að lengjast. Brotist var inn hjá Mæðrastyrksnefndinni í vikunni og er lögreglan með málið í rannsókn.
Biðröðin hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborginni er alltaf að lengjast. Brotist var inn hjá Mæðrastyrksnefndinni í vikunni og er lögreglan með málið í rannsókn.

Aðfaranótt miðvikudags var brotist inn hjá Mæðrarstyrksnefnd Kópavogs í Fannborg og talsvert tekið af peningum og kortum sem ætlað var til að aðstoða fólk í neyð. Gluggi að framanverðu var brotinn upp og þar farið inn. Um tvö hundruð þúsund krónur í peningum og 17 kortum í Bónus var stolið. Hvert kort hefur fimm þúsund króna inneign í Bónus. Anna Kristinsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, segir aðkomuna hafa verið ömurlega og illt til þess að hugsa að fólk leggist svo lágt að stela frá þeim sem minnst mega sín.

„Röðin fyrir utan hjá okkur á þriðjudagseftirmiðdögum er alltaf að lengjast og ljóst að enn eiga margir varla til hnífs og skeiðar,“ segir Anna Kristinsdóttir, formaður Mæðrarstyrksnefndar Kópavogs.

Þess má geta að styrktarreikningur Mæðrarstyrksnefndar er:

536 05 403774
Kennitala:  500197 2349

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar