Hörð andstaða innan Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi gegn nýrri göngu- og hjólabrú yfir Fossvog.

Ný göngu- og hjólabrú er nú í kynningu sem tillaga inni í Aðalskipulagi Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, hefur sagt að brúin verði mjög skemmtileg tenging við Reykjavík ásamt því að vera til hægðarauka fyrir íbúa á Kársnesinu sem eru að sækja vinnu og nám í Reykjavík. Brúin á að rísa, samkvæmt tillögunni, vestast í Kársnesi þvert yfir voginn að þeim stað þar sem olíubryggjan var Reykjavíkurmegin vestan við norður-suður flugbrautina.

Ein af tillögum af útfærslu Fossvogsbrúar. Mynd úr skýrslu frá verkfræðistofunni Eflu, febrtúar 2013.
Ein af tillögum af útfærslu Fossvogsbrúar. Myndir úr skýrslu frá verkfræðistofunni Eflu, febrtúar 2013.

„Kópavogur er núna yfirskuldsett sveitarfélag um 200% og það er ætlast til að við náum að vinna niður skuldirnar. Á meðan svo er þá erum við undir eftirliti ríkisstofnana að fara ekki fram úr okkur. Það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir að þessi göngu- og hjólabrú muni kosta útsvarsgreiðendur í Kópavogi og Reykjavík 1,2 milljarða að lágmarki, sem jafngildir um 70 félagslegum íbúðum. Ef ekki er hægt að fjármagna byggingar félagslegra íbúða í bænum, þá er varla hægt að réttlæta það að byggja þessa brú,“ segir Kjartan Sigurgeirsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Kjartan er auk þess stjórnarmaður í siglingafélaginu Ými en þar á bæ hafa menn gert margar alvarlegar athugasemdir við þessi áform. Kjartan segir víðtæka andstöðu innan íþróttahreyfingarinnar gegn þessari framkvæmd þar sem hún setji starfsemi siglingafélaga, bæði í Reykjavík og Kópavogi í töluvert uppnám.

-En geta siglingafélögin ekki bara fært sig?

Kjartan Sigurgeirsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Kjartan Sigurgeirsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

„Þetta er ekki svo einfalt. Við höfum reynt að vera með siglinganámskeið fyrir börn og unglinga í Kópavogshöfninni en urðum að gefast þar upp vegna öldugangs. Fossvogurinn er lang besti staðurinn til að læra að sigla því þar nær aldan ekki inn. Þarna hefur Kópavogsbær líka byggt upp frábæra aðstöðu, sennilega þá bestu á landinu. Það er því afar ósanngjarnt að hrekja eigi siglingafólk í burtu þar sem ekki verður hægt að iðka íþróttina ef brú rís á þessum stað. Slysahætta eykst ef brúin rís, bæði vegna þess að hún mun takmarka mjög útsýni þjálfara sem bera ábyrgð á börnum á siglinganámskeiði – sem sigla ein – og einnig vegna þess að bátar í höndum óreyndra stjórnenda geta lent utan í brúarstólpum og hvolft. Það eru alls konar straumar og vindar í Fossvoginum sem geta borið óvana síglingamenn vestur fyrir brú út úr sjónsviði þjálfarans ,“ segir Kjartan.

-Hvað með bættar samgöngur og stúdentaíbúðir?

„Ég tel ekki að Kópavogur hafi neinn ávinning af því að byggja upp stúdentaíbúðir, það er ekki fyrr en að námi loknu sem stúdentar fara að taka þátt í rekstri samfélagsins með greiðslu opinberra gjalda og tel ég alls ekki á vísan að róa með áframhaldandi búsetu þeirra í bænum að námi loknu. Þessi fyrirhugaða brú verður síðan ekkert samgöngukraftaverk. Það mun koma vetur og það mun koma rok. Það mun koma slabb og það mun koma frost. Ég gef nú ekki mikið fyrir að fara að labba þarna yfir í norð-vestan áttum með beljandi hafið beint í andlitið. Brúin þarf að vera mjög örugg svo fólki sé óhætt að fara yfir hana. En varðandi samgöngurnar þá mun þetta eingöngu nýtast íbúum sem búa vestan við Urðarbraut. Þeir sem búa austan megin ganga bara eða hjóla þá stíga sem fyrir eru, meðfram voginum. Ég hef heyrt einhverjar hugmyndir um að láta brúna snúast til að skútur geti siglt þar í gegn – en ég væri ekki til að vera staddur á brúnni þá,“ segir Kjartan og spyr að auki: „Hvað kostar að láta eitt stykki brú snúast?“

bru2 bru3

 

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem