Við ákváðum að deila með ykkur smá umfjöllun og reynslu okkar af Xen-Tan vörunum. Xen-Tan er sjálfbrúnkulína sem hefur notið gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Dera Enochson er sú sem þróaði línuna þar sem hún var orðin leið á brúnkukremum sem gerðu hana appelsínugula á litin. Xen-Tan hefur ólívulitaðan undirtón og gefur húðinni náttúrulegan og fallegan lit.
Gullkremið frá Xen-Tan hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá okkur. Kremið gefur húðinni samstundis fallegan og ljósan lit með glimmer áferð. Kremið skolast auðveldlega af með vatni. Kremið finnst okkur vera tilvalið þegar við erum að fara eitthvað fínt, sérstaklega þar sem að kremið lyktar vel. Við ákváðum að skrifa um þrjár vörur frá Xen-Tan sem við höfum prófað og mælum hiklaust með!
Mikil næring
Shea Butter
Aloe Vera
Grænt Te
Ginkgo Biloba extraktar
Paraben laust
Gefur samstundis lit
Næringarrík formúla sem gefur húðinni silkimjúka áferð. MIkið magn af sjálfbrúnkuefnum sem gefa þér dökkan og fallegan lit
Litur: Ljós – Miðlungs – Dökkur
Kemur í veg fyrir lykt sem fylgir sjálfbrúnku
Litað í rakakrem fyrir andlit og líkama
24 Karata gull lauf
Olíulaus raki
Sléttandi og styrkjandi áhrif
Paraben laust
Ginkgo Biloba extraktar
Gefur lit samstundis
Shea Butter
Aloe Vera
Ginkgo Biloba Extraktar
Paraben laust
Stillanlegur litur
Xen-Tan vörurnar fást t.d. í Hagkaup Smáralind, flestum Lyfju búðum og Lyf og Heilsu Austurveri og Kringlunni. Við mælum hiklaust með þessum vörum. Þær gefa fallegan lit sem er tilvalið fyrir sólarlaust íslenskt sumar.
x Fanney, Þórhildur og Katla
http://210-blog.blogspot.com/