„Brutum enga samninga á Vatnsenda,“ segir bæjarstjóri Kópavogs. „Kópavogur á landið, óháð deilum erfingja.“

Frá Vatnsenda. „Afstaða Kópavogsbæjar er sú að bærinn eigi landið, burtséð frá deilum erfingja á Vatnsenda,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.
Vatnsendajörðin. „Afstaða Kópavogsbæjar er sú að bærinn eigi landið, burtséð frá deilum erfingja á Vatnsenda,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.

Framkvæmdir eru að fara af stað á ný í Vatnsendahlíð, hvað sem líður deilum erfingja á Vatnsendalandinu. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir að í bæjarstjórn liggi fyrir tillaga um að hefja framkvæmdir við gatnagerð í Vatnsendahlíð. „Ef framkvæmdir hefjast í ár verður hægt að ljúka þeim næsta vor. Þetta á að fjármagna með úthlutun lóða. Afstaða Kópavogsbæjar er sú að bærinn eigi landið, burtséð frá deilum erfingja á Vatnsenda.“

-Hver var heildar upphæðin sem Kópavogsbær samdi við Þorstein Hjaltested um að greiða vegna eignarnáms bæjarins á hluta jarðarinnar árið 2007?  Hvað var mikið greitt til hans og hvað stendur mikið útaf?  Er það rétt að hann hafi stefnt Kópavogsbæ til að rukka inn restina og ef svo er hversu há upphæð er það?  Hvar stendur það mál og hver er afstaða Kópavogsbæjar til þessa?

„Sátt fyrir eignarnámið var samsett úr nokkrum liðum. Í peningum voru greiddir rúmir 2,2 milljarðar, en auk þess skuldbatt bærinn sig til þess að úthluta eiganda Vatnsenda 11% af öllum byggingarrétti úr landinu. Einnig var kveðið á um gatnagerð á landi sem enn tilheyrir Vatnsendajörðinni. Það land er á vatnsverndarsvæði sem tálmar efndir. Afstaða Kópavogsbæjar er alveg skýr með það að við teljum að bærinn hafi á engan hátt brotið neina samninga,“ segir Ármann.

-Hver er vilji Kópavogsbæjar í þessu máli og hvar stendur hann? Eiga erfingjar að dánarbúi Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested kröfu á Kópavogsbæ?

„Eins og ég kom inn á hér að framan þá hefur bærinn ekki brotið neina samninga. Hvað varðar deilur erfingja, þá voru viðskipti bæjarins á sínum tíma við þinglýstan eiganda og var Kópavogsbær þar í góðri trú,“ segir Ármann.

-Hvað mundir þú persónulega vilja gera til að halda áfram uppbyggingu á svæðinu?

„Vatnsendahlíð er eitt af okkar framtíðar byggingarsvæðum. Náttúran umlykur þetta svæði og stutt er í Heiðmörkina. Í næsta nágrenni er einnig eitt glæsilegasta íþróttamannvirki bæjarins, Kórinn, og ekki langt undan verður frábær aðstaða fyrir hestamenn, með reiðhöll og reiðgerðum. Vatnsendahlíð er því eitt skemmtilegasta uppbyggingarsvæði sem völ er á og ég vil því að uppbyggingin þarna haldi áfram í samræmi við áætlun aðalskipulags,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Hildibrandar3
lk_newlogolarge
Skolahljomsveit-3
Stigamot
Elísabet Sveinsdóttir.
Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.
hjólalest3
1