Brynjar Karl til reynslu til Spánar

Mynd: karfan.is
Mynd: karfan.is

Blikinn Brynjar Karl Ævarsson heldur til Spánar um helgina þar sem hann mun dvelja í viku á reynslu hjá ACB liðinu UCAM Murcia. Brynjar er 16 ára Bliki og fær nú að spreyta sig með spænska félaginu og ekki síst fyrir tilstuðlan þeirra sambanda sem Borce Ilievski Sansa þjálfari 1. deildarlið Breiðabliks hefur í bransanum.

Borce staðfesti við Karfan.is að nokkur lið á Spáni hefðu haft áhuga fyrir því að fá Brynjar Karl á reynslu til sín en UCAM Murcia hafi tryggt sér strákinn í heimsókn fyrst liða. „Hann mun æfa með U18 ára liði félagsins sem og b-liði félagsins og eins með jafnöldrum sínum svo hann mun koma við í þremur mismunandi hópum í heimsókninni,“ sagði Borce við Karfan.is í dag.
Borce kvað Murcia hafa virkilega góða umgjörð á því hvernig þeira „njósna“ (e. scouting) um leikmenn og að net þeirra séu lögð um allan heim. „Aðalþjálfari Murcia er hinn frægi Argentínumaður Marcelo Nikola,“ sagði Borce sem kvað Brynjar sjálfan einnig mjög spenntan fyrir verkefninu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar