BSRB lýsir fullum stuðningi við Starfsmannafélag Kópavogs í kjaradeilu

Um eitt þúsund starfsmenn bæjarins fara í allsherjar vinnustöðvun þann fyrsta nóvember næstkomandi ef samningar nást ekki á milli viðræðunefnda starfsmannafélags Kópavogs (Sfk) við kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrir hönd Kópavogsbæjar. Kjarasamningar voru reyndar undirritaðir í sumar en allt fór i hund og kött þegar Kópavogsbær krafðist þess að svokölluð „háskólabókun“ ætti að fara úr samningnum. Stjórn BSRB lýsir yfir fullum stuðningi við starfsmannafélag Kópavogsbæjar í ályktun, sem er svohljóðandi:

Stjórn BSRB lýsir yfir fullum stuðningi við Starfsmannafélag Kópavogs (SfK) í kjaradeilu við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) fyrir hönd Kópavogsbæjar.

Samstarf aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga hófst árið 2012 og þau vinnubrögð sem tekin voru upp í kjölfarið þóttu almennt gefa góða raun. Eftir þeim var að mestu farið við framlengingar á kjarasamningum aðildarfélaga BSRB sl. vor, þó ekki í framkomu SNS við SfK.

Við upphaf kjarasamningsviðræðna þessa árs lá ljóst fyrir að ekki yrði samið um heildarendurskoðun kjarasamninga. Þannig yrði kjarasamningum framlengt með breytingum sem væru sambærilegar í öllum kjarasamningum aðildarfélaga BSRB og samningur farmlengdur til eins árs. Við undirritun kjarasamnings í júlí sl. hjá Starfsmannafélagi Kópavogs var þeim tilkynnt að fella ætti út yfirlýsingu í kjarasamningi þeirra. Yfirlýsingin er þýðingarmikil að því leyti að afnám hennar vegur að félagafrelsi nokkurra félagsmanna Starfsmannafélags Kópavogs.

Nú nærri þremur mánuðum frá undirritun BSRB félaganna er SfK enn samningslaust sem er með öllu óásættanlegt. SfK var aðili að viðræðuáætlun sem gerð var sameiginlega við öll bæjarstarfsmannafélög innan BSRB. Viðræður samkvæmt þeirri áætlun áttu að hefjast í september en á meðan eitt aðildarfélaganna er enn án samnings geta viðræður ekki hafist.

Stjórn BSRB fordæmir vinnubrögð Samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar í viðræðum sínum við SfK. Stjórn BSRB krefst þess að gengið verði frá framlengingu kjarasamninga við Starfsmannafélag Kópavogs nú þegar með sama hætti og gert var hjá öðrum aðildarfélögum BSRB.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn