BSRB lýsir fullum stuðningi við Starfsmannafélag Kópavogs í kjaradeilu

Um eitt þúsund starfsmenn bæjarins fara í allsherjar vinnustöðvun þann fyrsta nóvember næstkomandi ef samningar nást ekki á milli viðræðunefnda starfsmannafélags Kópavogs (Sfk) við kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrir hönd Kópavogsbæjar. Kjarasamningar voru reyndar undirritaðir í sumar en allt fór i hund og kött þegar Kópavogsbær krafðist þess að svokölluð „háskólabókun“ ætti að fara úr samningnum. Stjórn BSRB lýsir yfir fullum stuðningi við starfsmannafélag Kópavogsbæjar í ályktun, sem er svohljóðandi:

Stjórn BSRB lýsir yfir fullum stuðningi við Starfsmannafélag Kópavogs (SfK) í kjaradeilu við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) fyrir hönd Kópavogsbæjar.

Samstarf aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga hófst árið 2012 og þau vinnubrögð sem tekin voru upp í kjölfarið þóttu almennt gefa góða raun. Eftir þeim var að mestu farið við framlengingar á kjarasamningum aðildarfélaga BSRB sl. vor, þó ekki í framkomu SNS við SfK.

Við upphaf kjarasamningsviðræðna þessa árs lá ljóst fyrir að ekki yrði samið um heildarendurskoðun kjarasamninga. Þannig yrði kjarasamningum framlengt með breytingum sem væru sambærilegar í öllum kjarasamningum aðildarfélaga BSRB og samningur farmlengdur til eins árs. Við undirritun kjarasamnings í júlí sl. hjá Starfsmannafélagi Kópavogs var þeim tilkynnt að fella ætti út yfirlýsingu í kjarasamningi þeirra. Yfirlýsingin er þýðingarmikil að því leyti að afnám hennar vegur að félagafrelsi nokkurra félagsmanna Starfsmannafélags Kópavogs.

Nú nærri þremur mánuðum frá undirritun BSRB félaganna er SfK enn samningslaust sem er með öllu óásættanlegt. SfK var aðili að viðræðuáætlun sem gerð var sameiginlega við öll bæjarstarfsmannafélög innan BSRB. Viðræður samkvæmt þeirri áætlun áttu að hefjast í september en á meðan eitt aðildarfélaganna er enn án samnings geta viðræður ekki hafist.

Stjórn BSRB fordæmir vinnubrögð Samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar í viðræðum sínum við SfK. Stjórn BSRB krefst þess að gengið verði frá framlengingu kjarasamninga við Starfsmannafélag Kópavogs nú þegar með sama hætti og gert var hjá öðrum aðildarfélögum BSRB.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kópavogur
Pétur Hrafn Sigurðsson
Dagur ljodsins
_MG_3311
Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Hörður Páll Eggertsson.
Guðmundur Andri Thorsson.
Kopurinn
hjólalest3