BSRB lýsir fullum stuðningi við Starfsmannafélag Kópavogs í kjaradeilu

Um eitt þúsund starfsmenn bæjarins fara í allsherjar vinnustöðvun þann fyrsta nóvember næstkomandi ef samningar nást ekki á milli viðræðunefnda starfsmannafélags Kópavogs (Sfk) við kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrir hönd Kópavogsbæjar. Kjarasamningar voru reyndar undirritaðir í sumar en allt fór i hund og kött þegar Kópavogsbær krafðist þess að svokölluð „háskólabókun“ ætti að fara úr samningnum. Stjórn BSRB lýsir yfir fullum stuðningi við starfsmannafélag Kópavogsbæjar í ályktun, sem er svohljóðandi:

Stjórn BSRB lýsir yfir fullum stuðningi við Starfsmannafélag Kópavogs (SfK) í kjaradeilu við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) fyrir hönd Kópavogsbæjar.

Samstarf aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga hófst árið 2012 og þau vinnubrögð sem tekin voru upp í kjölfarið þóttu almennt gefa góða raun. Eftir þeim var að mestu farið við framlengingar á kjarasamningum aðildarfélaga BSRB sl. vor, þó ekki í framkomu SNS við SfK.

Við upphaf kjarasamningsviðræðna þessa árs lá ljóst fyrir að ekki yrði samið um heildarendurskoðun kjarasamninga. Þannig yrði kjarasamningum framlengt með breytingum sem væru sambærilegar í öllum kjarasamningum aðildarfélaga BSRB og samningur farmlengdur til eins árs. Við undirritun kjarasamnings í júlí sl. hjá Starfsmannafélagi Kópavogs var þeim tilkynnt að fella ætti út yfirlýsingu í kjarasamningi þeirra. Yfirlýsingin er þýðingarmikil að því leyti að afnám hennar vegur að félagafrelsi nokkurra félagsmanna Starfsmannafélags Kópavogs.

Nú nærri þremur mánuðum frá undirritun BSRB félaganna er SfK enn samningslaust sem er með öllu óásættanlegt. SfK var aðili að viðræðuáætlun sem gerð var sameiginlega við öll bæjarstarfsmannafélög innan BSRB. Viðræður samkvæmt þeirri áætlun áttu að hefjast í september en á meðan eitt aðildarfélaganna er enn án samnings geta viðræður ekki hafist.

Stjórn BSRB fordæmir vinnubrögð Samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar í viðræðum sínum við SfK. Stjórn BSRB krefst þess að gengið verði frá framlengingu kjarasamninga við Starfsmannafélag Kópavogs nú þegar með sama hætti og gert var hjá öðrum aðildarfélögum BSRB.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar