Búið að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum

Starfsmenn bæjarins brugðust hratt og fljótt við og voru mættir snemma til að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum fyrir krakkana en hann hafði ekkert verið sleginn í sumar, eins og við sögðum frá í gær. Grasið var farið að ná krökkunum upp að hné og það er að sjálfsögðu ekki boðlegt þegar krakkarnir rjúka beint út á vellina til að æfa nýjustu trikkin sem sjást á HM. En nú er semsagt búið að slá og framtíðar landsliðsmenn geta tekið gleði sína á ný.

Búið er að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum.
Búið er að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum. Þarna verður gaman að leika sér.

Lesendur hafa haft samband og lýst yfir óánægju með lélegan slátt í sumar. Á leikvellinum og fótboltavellinum milli Linda- og Salahverfa er varla nokkur leið að fóta sig í háu grasinu, að sögn íbúa.

Þar sem búið er að slá er það svo illa gert að það er til skammar t.d kirkjugarðurinn og leikskólinn Kópahvoll,

að sögn eins lesanda Kópavogsfrétta í athugasemd á Facebook síðu okkar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn