Búið að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum

Starfsmenn bæjarins brugðust hratt og fljótt við og voru mættir snemma til að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum fyrir krakkana en hann hafði ekkert verið sleginn í sumar, eins og við sögðum frá í gær. Grasið var farið að ná krökkunum upp að hné og það er að sjálfsögðu ekki boðlegt þegar krakkarnir rjúka beint út á vellina til að æfa nýjustu trikkin sem sjást á HM. En nú er semsagt búið að slá og framtíðar landsliðsmenn geta tekið gleði sína á ný.

Búið er að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum.
Búið er að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum. Þarna verður gaman að leika sér.

Lesendur hafa haft samband og lýst yfir óánægju með lélegan slátt í sumar. Á leikvellinum og fótboltavellinum milli Linda- og Salahverfa er varla nokkur leið að fóta sig í háu grasinu, að sögn íbúa.

Þar sem búið er að slá er það svo illa gert að það er til skammar t.d kirkjugarðurinn og leikskólinn Kópahvoll,

að sögn eins lesanda Kópavogsfrétta í athugasemd á Facebook síðu okkar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér