Búið að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum

Starfsmenn bæjarins brugðust hratt og fljótt við og voru mættir snemma til að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum fyrir krakkana en hann hafði ekkert verið sleginn í sumar, eins og við sögðum frá í gær. Grasið var farið að ná krökkunum upp að hné og það er að sjálfsögðu ekki boðlegt þegar krakkarnir rjúka beint út á vellina til að æfa nýjustu trikkin sem sjást á HM. En nú er semsagt búið að slá og framtíðar landsliðsmenn geta tekið gleði sína á ný.

Búið er að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum.
Búið er að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum. Þarna verður gaman að leika sér.

Lesendur hafa haft samband og lýst yfir óánægju með lélegan slátt í sumar. Á leikvellinum og fótboltavellinum milli Linda- og Salahverfa er varla nokkur leið að fóta sig í háu grasinu, að sögn íbúa.

Þar sem búið er að slá er það svo illa gert að það er til skammar t.d kirkjugarðurinn og leikskólinn Kópahvoll,

að sögn eins lesanda Kópavogsfrétta í athugasemd á Facebook síðu okkar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Theodora-1
Hringjsjá
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Kristín Sævarsdóttir
2
reynir
ArmannMarri
IK logo2
mynd