Búið að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum

Búið er að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum.

Starfsmenn bæjarins brugðust hratt og fljótt við og voru mættir snemma til að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum fyrir krakkana en hann hafði ekkert verið sleginn í sumar, eins og við sögðum frá í gær. Grasið var farið að ná krökkunum upp að hné og það er að sjálfsögðu ekki boðlegt þegar krakkarnir rjúka beint út á vellina til að æfa nýjustu trikkin sem sjást á HM. En nú er semsagt búið að slá og framtíðar landsliðsmenn geta tekið gleði sína á ný.

Búið er að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum.
Búið er að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum. Þarna verður gaman að leika sér.

Lesendur hafa haft samband og lýst yfir óánægju með lélegan slátt í sumar. Á leikvellinum og fótboltavellinum milli Linda- og Salahverfa er varla nokkur leið að fóta sig í háu grasinu, að sögn íbúa.

Þar sem búið er að slá er það svo illa gert að það er til skammar t.d kirkjugarðurinn og leikskólinn Kópahvoll,

að sögn eins lesanda Kópavogsfrétta í athugasemd á Facebook síðu okkar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar