Búið að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum

Búið er að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum.

Starfsmenn bæjarins brugðust hratt og fljótt við og voru mættir snemma til að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum fyrir krakkana en hann hafði ekkert verið sleginn í sumar, eins og við sögðum frá í gær. Grasið var farið að ná krökkunum upp að hné og það er að sjálfsögðu ekki boðlegt þegar krakkarnir rjúka beint út á vellina til að æfa nýjustu trikkin sem sjást á HM. En nú er semsagt búið að slá og framtíðar landsliðsmenn geta tekið gleði sína á ný.

Búið er að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum.
Búið er að slá sparkvöllinn í Kópavogsdalnum. Þarna verður gaman að leika sér.

Lesendur hafa haft samband og lýst yfir óánægju með lélegan slátt í sumar. Á leikvellinum og fótboltavellinum milli Linda- og Salahverfa er varla nokkur leið að fóta sig í háu grasinu, að sögn íbúa.

Þar sem búið er að slá er það svo illa gert að það er til skammar t.d kirkjugarðurinn og leikskólinn Kópahvoll,

að sögn eins lesanda Kópavogsfrétta í athugasemd á Facebook síðu okkar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem