Byggðin í Kópavogsdalnum: sandgryfjurnar, frystihús, lakkrís, ástir og örlög

Vorfundar Sögufélags Kópavogs er beðið með mikilli eftirvæntingu enda alltaf um gríðarlega skemmtilegan viðburð að ræða. Takið fram dagatalið og merkið þetta rækilega því vorfundurinn fer fram á laugardag, 4. maí kl. 11:00 í sal Menntaskólans við Digranesveg.

Horft yfir Kópavogsdal og gömlu sandgryfjurnar um 1980 þar sem Dalvegur er nú. Mynd: Magnús Harðarson.

Hafsteinn Karlsson og Frímann Ingi Helgason munu segja frá byggðinni í Kópavogsdalnum, frá Barmahlíð og inn að trönum. Rætt verður um upphafið; sumarbústaðina sem breyttust í heilsárshús, fólkið sem bjó í húsunum, mannlíf, ástir og örlög. Kópavogslækurinn liðaðist þarna um og skammt frá voru stundaðir háskalegir leikir í sandgryfjunum nálægt frystihúsinu. Svo var hægt að kaupa gómsæta lakkrísafganga og bera fyrsta Landcrusierinn á Íslandi augum.

Vonandi koma gamlir íbúar þessara húsa á fundinn og leggja sögur í púkkið.

Eins og áður verður kaffi og einhvert meðlæti í boði nemendafélags skólans gegn vægu gjaldi. Gestir eru beðnir um að hafa með sér smámynt eða seðla.

Það er hægt að lofa skemmtilegri morgunstund.

Hér er hægt að gerast meðlimur í Sögufélagi Kópavogs:

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,