Byggðin í Kópavogsdalnum: sandgryfjurnar, frystihús, lakkrís, ástir og örlög

Vorfundar Sögufélags Kópavogs er beðið með mikilli eftirvæntingu enda alltaf um gríðarlega skemmtilegan viðburð að ræða. Takið fram dagatalið og merkið þetta rækilega því vorfundurinn fer fram á laugardag, 4. maí kl. 11:00 í sal Menntaskólans við Digranesveg.

Horft yfir Kópavogsdal og gömlu sandgryfjurnar um 1980 þar sem Dalvegur er nú. Mynd: Magnús Harðarson.

Hafsteinn Karlsson og Frímann Ingi Helgason munu segja frá byggðinni í Kópavogsdalnum, frá Barmahlíð og inn að trönum. Rætt verður um upphafið; sumarbústaðina sem breyttust í heilsárshús, fólkið sem bjó í húsunum, mannlíf, ástir og örlög. Kópavogslækurinn liðaðist þarna um og skammt frá voru stundaðir háskalegir leikir í sandgryfjunum nálægt frystihúsinu. Svo var hægt að kaupa gómsæta lakkrísafganga og bera fyrsta Landcrusierinn á Íslandi augum.

Vonandi koma gamlir íbúar þessara húsa á fundinn og leggja sögur í púkkið.

Eins og áður verður kaffi og einhvert meðlæti í boði nemendafélags skólans gegn vægu gjaldi. Gestir eru beðnir um að hafa með sér smámynt eða seðla.

Það er hægt að lofa skemmtilegri morgunstund.

Hér er hægt að gerast meðlimur í Sögufélagi Kópavogs:

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Lukka
Theodora
blafjoll
Hjalmar_Hjalmarsson
Bordtennis
HjordisogTheodora
samkor
ac2ff559-496c-4b40-b0db-0e516a8e1c4b
SILK Hóp Jan 2015