Byggðin í Kópavogsdalnum: sandgryfjurnar, frystihús, lakkrís, ástir og örlög

Vorfundar Sögufélags Kópavogs er beðið með mikilli eftirvæntingu enda alltaf um gríðarlega skemmtilegan viðburð að ræða. Takið fram dagatalið og merkið þetta rækilega því vorfundurinn fer fram á laugardag, 4. maí kl. 11:00 í sal Menntaskólans við Digranesveg.

Horft yfir Kópavogsdal og gömlu sandgryfjurnar um 1980 þar sem Dalvegur er nú. Mynd: Magnús Harðarson.

Hafsteinn Karlsson og Frímann Ingi Helgason munu segja frá byggðinni í Kópavogsdalnum, frá Barmahlíð og inn að trönum. Rætt verður um upphafið; sumarbústaðina sem breyttust í heilsárshús, fólkið sem bjó í húsunum, mannlíf, ástir og örlög. Kópavogslækurinn liðaðist þarna um og skammt frá voru stundaðir háskalegir leikir í sandgryfjunum nálægt frystihúsinu. Svo var hægt að kaupa gómsæta lakkrísafganga og bera fyrsta Landcrusierinn á Íslandi augum.

Vonandi koma gamlir íbúar þessara húsa á fundinn og leggja sögur í púkkið.

Eins og áður verður kaffi og einhvert meðlæti í boði nemendafélags skólans gegn vægu gjaldi. Gestir eru beðnir um að hafa með sér smámynt eða seðla.

Það er hægt að lofa skemmtilegri morgunstund.

Hér er hægt að gerast meðlimur í Sögufélagi Kópavogs:

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar