• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Býr til listaverk úr eggjaskurni úr landnámshænum

Býr til listaverk úr eggjaskurni úr landnámshænum
ritstjorn
16/12/2014

Í Gullsmiðju Óla, Hamraborg 5, eru afar fallegar og óvenjulegar myndir til sölu eftir listamanninn Eygló Sif Steindórsdóttur. Myndirnar eru búnar til úr eggjaskurni úr íslenskum landnámshænum, sem hingað til hefur verið hent en nýtist nú í listsköpun.

Þar sem við fjölskyldan borðum mikið af eggjum, og eigum íslenskar landnámshænur, þá fannst mér hræðilegt bruðl að
henda öllum þessum eggjaskurn. Ég fór að mylja skurninn og gefa hænunum hann aftur sem kalk og einnig að setja hann í blómabeðin, en skurninn hlóðst upp. Þá lagði ég haus í bleyti og fór að kanna ýmsar leiðir til að nýta skurninn betur svo sem í föndur og í myndlist. Ég sá fljótt að ég gæti gert myndir úr skurninum en áður en af því varð þá fór ég að þreifa fyrir mér með ýmsa möguleika,“

segir Eygló Sif sem eyddi heilu ári í að finna þá leið sem hentaði henni best til að gera myndir úr skurninum.

Eygló Sif Steindórsdóttir, myndlistakona.

Eygló Sif Steindórsdóttir, myndlistakona.

Það þarf að þvo skurninn vel, hreinsa úr honum himnurnar og þurrka. Það fer mikið magn af skurn í hverja mynd.“

Vinnsluferlið hjá Eygló Sif fer þannig fram að skurninn er límdur á útlínur myndarinnar sem hún hefur ákveðið að gera.

Þetta tekur ómældan tíma og oft þarf að líma skurninn í skömmtum til að þetta verði í lagi. Límið þarf að þorna en þá tekur litunin við. Það er mun lengri ferill því það þarf að lita nokkrar umferðir þar til rétta lit er náð. Frá því að ég byrja á mynd og þar til hún er tilbúin til sölu geta liðið fjórir dagar og allt upp í vikur. Það fer eftir umfangi myndarinnar. Stærsta mynd sem ég hef gert er 80 x 220 cm en það var sérpöntuð mynd sem tók þrjár vikur að klára.

Hugmyndirnar af myndunum fæðast hjá mér jafnt og þétt. Oft dettur mér eitthvað í hug. Þá rissa ég útlínur.
Þegar ég er sest niður og er í stuði þá birtast mér hugmyndir jafnt og þétt. Ég skýri hverja mynd áður en ég byrja á henni. Flestar myndirnar segja hver túlkunin er með nafninu og það þarf að horfa djúpt inn í myndirnar til að skilja tjáninguna. Ég held að þannig sé það með alla myndlist.

Eygló Sif hélt sína fyrstu sölusýningu á Menningarnótt í fyrra, sem var vel sótt.

Flestir vita ekkert af þessu, þar sem þetta er algjör nýjung. Mér fannst bara þessi hugmynd vera svo mikil snilld að ég lét verða af henni. Ég bý sjálf til litina sem ég blanda eftir kúnstarinnar reglum. Þvottahúsið hjá mér verður því
reglulega eins og rannsóknarstofa.

WP_20141031_10_38_42_Pro WP_20141031_10_39_28_Pro WP_20141031_10_39_08_Pro WP_20141031_10_38_50_Pro

 

Efnisorðgullsmiðja óla
Fréttir
16/12/2014
ritstjorn

Efnisorðgullsmiðja óla

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.