• Ferðmannabærinn Kópavogur.

  Kópavogur hefur mikla möguleika á sviði ferðaþjónustu og eru styrkleikar bæjarins fjölmargir. Falleg náttúra, fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar, öflug verslun og menningartengd ferðaþjónusta. Kópavogur er mikill íþróttabær og eru margvíslegir möguleikar tengdir glæsilegum íþróttamannvirkjum bæjarins. Töluverð uppbygging hefur orðið á gististöðum í Kópavogi síðustu ár og eru nokkur gistiheimili og eitt hótel starfandi sem...

 • Fyrsti stóri neyðarkall Hjálparsveita Kópavogs afhentur

  Neyðarkallasala Hjálparsveita skáta í Kópavogi hófst í dag af fullum krafti. Í morgun var fyrsti stóri neyðarkallinn afhentur vinum hjálparsveitarmanna í Lakkhúsinu en þeir eru hluti af dyggum stuðningsmönnum sveitarinnar.

 • Hvaða foreldravandi?

  “Dómari, ertu með forhúð fyrir augunum?” – Foreldri í leik í 7. flokki kvenna á Símamóti 2011. Sem markaðsfræðingi finnst mér fátt neikvæðara en “gula spjaldið” sem KSÍ gaf út fyrir nokkrum árum og er afhent foreldrum barna í knattspyrnu við ýmis tækifæri. Í fyrsta lagi hefur gula spjaldið í sér neikvæða...

 • Hljóðbókasafn Íslands fær verðlaun fyrir framúrskarandi nýsköpun.

  Hljóðbókasafn Íslands hlaut nýlega viðurkenningu frá Evrópustofnuninni í opinberri stjórnsýslu (EIPA) í Maastricht fyrir framúrskarandi nýsköpun á krepputímum. Fram kemur á heimasíðu safnsins að alls voru 230 verkefni úr allri Evrópu tilnefnd í ár en 32 viðurkenningar veittar. Hljóðbókasafnið hefur, eins og flestar ríkisstofnanir á Íslandi, þurft að hagræða mikið í rekstri...

 • Eldri Blikar heiðraðir.

  Knattspyrnudeild Breiðabliks, Blikaklúbburinn og Stuðningsmannavefurinn Blikar.is stóðu nýlega fyrir uppákomu í Smáranum þar sem leikmenn meistaraflokks sem byrjuðu og hættu að leika knattspyrnu með Breiðabliki á árunum 1957-1970, fengu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag til Breiðabliks á upphafsárum knattspyrnunnar í Kópavogi. Það voru Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar, Jón Ingi Ragnarsson, fyrrum leikmaður og...

 • Nemendur í Lindahverfi rækta Lindaskóg.

  Nemendur í Lindahverfi gróðursettu tré á dögunum á útinámssvæði sínu sem er fyrir ofan leikskólann Núp og Lindaskóla og skammt frá leikskólanum Dal. Alls um 300 plöntur. Hver árgangur gróðursetti grenitré sem verður merkt árgangnum. Þau kusu einnig um nafn fyrir svæðið og varð Lindaskógur fyrir valinu. Útinámssvæði eru víða í nágrenni...

 • „Miklir möguleikar ef Sorpa verður flutt frá Dalveginum.“

  Undanfarin ár hef ég skrifað eina og eina grein um bæjarfélagið mitt Kópavog.  Að mestu hafa þær fjalla um ferðaþjónustu í Kópavogi, verslun og þjónustu á miðju höfuðborgarsvæðinu og undirbúning að stofnun Markaðsstofu Kópavogs. Á þessu hef ég mikinn áhuga og mig langar að skapa umræður á meðal bæjarbúa um bæinn okkar,...

 • Miklu sterkari eiturlyf í umferð en áður og börn í neyslu sýna alvarleg geðrofseinkenni.

  Eftir öll þessi ár sem ég hef að unnið með fíklum þá hélt ég að ég hafi séð allt þegar kemur að fráhvörfum. Þar skjátlaðist mér hrapalega. Þessi efni sem eru á boðstólnum í dag eru orðin svo hrikalega sterk sem gera það að verkum að börn eru farin að sýna alvaleg...

 • Lista- og menningarráð gerir langtímasamning.

  Lista- og menningarráð Kópavogs hefur gert þriggja ára samninga við listamennina Björn Thoroddsen gítarleikara og Pamelu De Sensi. Lista- og menningarsjóður styrkir þar með menningarviðburði sem þau hafa haft frumkvæði að, um samtals 3 milljónir króna á ári. Björn fær styrk til að halda jazz- og blúshátíð í Salnum í Kópavogi og...

 • Nýr stjórnandi Samkórs Kópavogs

  Friðrik S. Kristinsson hefur verið ráðinn til starfa sem stjórnandi Samkór Kópavogs. Friðrik er fæddur í Stykkishólmi þar sem hann hóf tónlistarnám en síðar lá leið hans í Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Hann stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan einsöngs – og söngkennaraprófi  árið 1987. Friðrik á farsælan feril sem kórstjóri...

 • „Má ég biðja kennara og skólastjórnendur um að fara vel með börnin.“

  Leikarinn og formaður Regnbogabarna Stefán Karl Stefánsson skrifaði þetta á facebook síðu sína gær: Jæja, þá byrja...

 • Englar í Kópavogskirkju.

  Í Kópavogskirkju eru oft haldnar tímabundnar myndlistarsýningar barna úr nærliggjandi hverfum. Ein slík sýning er nú í gangi. Um er að ræða myndlistarsýningu krakka sem voru í öðrum bekk Kársnesskóla síðasta vetur. Verkin eru af englum sem eru innblásin af verkum Gerðar Helgadóttur, glerlistakonu. Litagleðin ræður svo sannarlega ríkjum í englamyndum barnanna....

 • Strandblakarar í HK gera góða hluti í Danmörku.

  Núna er rétti tíminn til að máta tásurnar við sandinn og hoppa á eftir bolta sitt hvorum megin við net. Það gera strandblakarar í HK sem nýverið gerðu góða ferð til Danmerkur. Þær Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir eru staddar í Danmörku þar sem þær æfa og spila í dönsku deildinni....

 • Lokahátíð Skapandi sumarstarfa

  Lokahátíð Skapandi sumarstarfa verður haldin í Molanum þann 25. júlí. Húsið opnar klukkan 20:00 og formleg dagskrá hefst klukkan 20:30. Allir hóparnir munu gera grein fyrir sínum verkefnum og einnig verður hægt að ganga um húsið og skoða það sem þetta unga listafólk hefur verið að gera í sumar. Á hátíðinni verður...

 • Sögustund: Svona var einu sinni Fífan.

  Fífuhvammsveg og Fífuna þekkja flestir en þeir eru líklega margir komnir til ára sinna sem muna eftir húsinu Fífuhvammi sem vegurinn og íþróttahúsið eru kennd við. Húsið var byggt að hluta fyrir aldamótin 1900 af Þorláki Guðmundssyni, alþingismanni. Síðan byggði Berhöft tannlæknir stofu og forstofu norðan við en Ísak Bjarnason síðar austan...

 • Framkvæmdir við Dalveg.

  Vegfarendur á leið um Dalveg verða fyrir minniháttar töfum næstu mánuðina því verið er að breikka veginn til norðurs, frá Digranesvegi að Dalvegi 18.  Bæta á við akgrein og samfellda miðeyju sem aðskilur umferð í gagnstæðar áttir, að því er fram kemur á vef Kópavogsbæjar.  Útskot fyrir strætisvagna verður gert beggja vegna vegarins...

 • Söfnun fyrir mænuskaddaða stúlku.

  SuperSub á Nýbýlaveginum er nú með til sölu bókamerki sem seld eru til stuðnings Guðrúnar Nönnu Egilsdóttur sem haldin er sjúkdómnum Spinal Muscular Atrophy (SMA).  Sjúkdómurinn orsakast af genagalla, sem veldur dauða taugaenda við mænu og eru einkenni hans vaxandi máttleysi.  Engin meðferð er til við sjúkdómnum í dag, en vonir eru...