• Breiðablik tekur við stúkunni

    Breiðablik  tók í dag við rekstri stúkunnar við Kópavogsvöll þegar Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar afhenti Orra Hlöðverssyni formanni Breiðabliks lyklavöld að stúkunni. Þá hefur Breiðablik tekið við rekstri Smárans, Fífunnar og stúkunnar eins og gerður var samningur um í febrúarbyrjun á þessu ári. Samkvæmt samningi Kópavogsbæjar og Breiðabliks ber íþróttafélagið...

 • Kristján Helgi og Telma Rut bikarmeistarar í karate

  Bikarmeistaramót Karatesambands Íslands fór fram nú um helgina.  Á bikarmótinu er keppt bæði í kata og kumite,...

 • Þórir Bergsson nýr formaður knattspyrnudeildar HK

  Þórir Bergsson var kjörinn formaður knattspyrnudeildar HK á aðalfundi deildarinnar. Hann tekur við af Þorsteini Hallgrímssyni sem...

 • Krónan styrkir Cup Kópavogur

  Handknattleiksdeild HK og Krónan hafa gert með sér samstarfssamning til eins árs um stuðning til alþjóðlega handboltamótsins Cup Kópavogur sem HK heldur í Kórnum í Kópavogi í sumar. Styrkurinn mun fara í að búa mótinu jákvæða og góða umgjörð og kemur Krónan myndarlega að starfi handknattleiksdeildar HK með þessum samningi auk þess...

 • Brynjar Karl til reynslu til Spánar

  Blikinn Brynjar Karl Ævarsson heldur til Spánar um helgina þar sem hann mun dvelja í viku á reynslu hjá ACB liðinu UCAM Murcia. Brynjar er 16 ára Bliki og fær nú að spreyta sig með spænska félaginu og ekki síst fyrir tilstuðlan þeirra sambanda sem Borce Ilievski Sansa þjálfari 1. deildarlið Breiðabliks...

 • Formaður HK í handbolta blæs til sóknar: „Nú stöndum við í mótlæti.“

  HK skoraði, sem kunnugt er, 18 mörk gegn frísku liði Vals í handboltaleik á dögunum og tapaði leiknum. Tapið hefur lagst misjafnlega þungt í HK-inga en ljóst er að verið er að byggja upp nýtt HK-lið á ungum og efnilegum leikmönnum. Víðir Reynisson, formaður handknattleiksdeildar HK, skrifar pistil á heimasíðu félagsins í...

 • Traktor á Kópavogsvelli til að brjóta ísinn

  Grasvellir á stór-Kópavogssvæðinu eru flestir komnir undir ís og við það að skemmast. Okkar maður, Heisi á röltinu, fylgdist með þegar traktor var notaður í morgun til að brjóta ísinn sem liggur yfir grasinu á Kópavogsvellinum.  

 • Breiðablik Íslandsmeistari félaga í kata unglinga, 6 árið í röð

  Í dag fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kata.  Mótið var mjög vel sótt og mikil aukning var á keppendum. Í einstaklingsflokkum tóku yfir 100 keppendur þátt og 20 lið í liðakeppni frá 9 félögum.  Bestum árangri náðu tveir einstaklingar sem urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar en þeir unnu sína einstaklingsflokka og voru einnig í sigurliði síns...

 • HK tapaði gegn Val

  HK skoraði 18 mörk gegn Val í handboltaleik í gær og tapaði leiknum. Markahæstir í liði HK voru: Atli Karl Bachmann 4, Sigurður Guðmundsson, Garðar Svansson og Tryggvi Tryggvason allir með 3 mörk. Næsti leikur hjá HK er gegn Haukum á fimmtudaginn.

 • Kópavogsvöllur verður eingöngu heimaleikvangur Breiðabliks

  Breiðablik tekur yfir rekstur íþróttamannvirkja við Kópavogsvöll samkvæmt samningi sem Kópavogsbær og Breiðablik hafa gert með sér. Þetta er tilkynnt á vefsíðu bæjarins, kopavogur.is. Breiðablik hefur séð um rekstur íþróttahúss Smárans um árabil og sinnt þjónustu í knatthúsi Fífunnar en með nýjum samningi tekur félagið alfarið að sér rekstur knatthússins, rekstur stúkumannvirkis...

 • Heimavöllur HK verður í Kórnum

  HK mun brjóta blað í íslenskri knattspyrnusögu á komandi keppnistímabili því meistaraflokkur karla verður fyrsta liðið í efri deildum til að vera með knattspyrnuhöll sem fastan heimavöll sinn á Íslandsmóti.Þetta kemur fram í frétt frá HK á hk.is HK mun því ekki spila heimaleiki sína í Kórnum en ekki á Kópavogsvelli eða...

 • Svana Katla á leið á Evrópumeistaramót unglinga í karate

  Á föstudaginn, 7.febrúar, byrjar Evrópumeistaramót unglinga og undir 21árs í karate, en mótið fer fram í Lissabon í Portúgal. Ísland sendir tvo keppendur á mótið sem bæði keppa í undir 21 árs flokkum, en það eru þau Kristján Helgi Carrasco úr Víking og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðablik. Svana Katla byrjar keppni...

 • Hólmbert kann vel við sig í ÍK treyjunni (myndband)

  Hólmbert Aron Friðjónsson, markamaskínan úr HK, er búinn að skora fyrsta mark sitt fyrir Celtic. Það gerði hann í leik með undir 20 ára liði Celtic í leik gegn Partick Thistle sem lauk 4:0 fyrir Celtic. Mark Hólmberts má sjá hér í myndbandinu fyrir neðan en hann kom einnig við sögu í fjórða...

 • Kópavogur á níu stráka í úrtakshóp U17 landsliðsins

  Enn á ný er sótt til Kópavogs þegar manna á landsliðin til knattspyrnu, og er það ekki furða enda gríðarlega vel staðið að íþrótta- og æskulýðsstarfi í bænum.  Fimm efnilegir fótboltamenn úr HK hafa verið valdir til að taka þátt í fyrstu æfingum ársins hjá U17 ára landsliðinu og fjórir strákar úr...

 • Stál-úlfur blæs til sóknar. Fjölmenningarlegt íþróttafélag sem eflir samkennd og vináttu

  Nýjasta íþróttafélagið í Kópavogi heitir því óvenjulega nafni Stál-úlfur. Við fengum Algirdas Slapikas, sem fer fyrir Stál-úlfi, til að fræðast nánar um þetta óvenjulega félag; sögu þess og starfsemi. Hvenær var félagið stofnað og hvar hefur það aðstöðu? „Félagið var stofnað í byrjun ársins 2010 af þekktum Litháískum íþróttamönnum, búsettum hér á...

 • Sigursælir Blikar í Karate

  Í dag fór fram karatehluti Reykjavik International Games (RIG) í Víkinni, íþróttahúsi Víkings í Stjörnugróf. Fyrir hádegi var keppt í fullorðinsflokkum en í unglingaflokkum eftir hádegi. Þrír erlendir keppendur mættu í morgun og sýndu góð tilþrif. Í kata karla voru einungis íslenskir keppendur að þessu sinni og sigraði Íslandsmeistarinn Elías Snorrason, KFR,...

 • Hópfimleikamót á RIG á sunnudaginn

  Sunnudaginn 26.janúar fer fram Hópfimleikamót í tengslum við RIG, Reykjavik International Games.  Mótið fer fram í Laugardalshöll og er í tveimur hlutum.  Um morguninn keppa 2.flokkur kvenna og 1.flokkur mix.  En eftir hádegi keppa 1.flokkur kvenna og Meistaraflokkar kvenna, þar sem finna má fjölmarga keppendur sem urðu Evrópumeistarar árið 2012 í Danmörku....

 • Vignir Vatnar íslandsmeistari

  Vignir Vatnar Stefánsson, nemandi í Hörðuvallaskóla, varð Íslandsmeistari barna í skáklistinni í ár í fjölmennu móti sem haldið var í Rimaskóla um helgina.  Mótið, sem er fyrir skákmenn 11 ára og yngri, er eitt helsta skákmót yngstu kynslóðarinnar ár hvert. Þátttaka var með miklum ágætum en 90 keppendur tóku þátt. Flestir sterkustu skákmenn...

 • Myndir frá íþróttahátið

  Kópavogsbær hefur valið íþróttakarl og íþróttakonu frá árinu 1998, fyrst sveitarfélaga. Önnur sveitarfélög og sérsambönd innan Íþróttasambands Íslands fylgdu í kjölfarið. Auðunn Jónsson kraftlyftingamaður úr Breiðabliki og Rakel Hönnudóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2013. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann...

 • Auðunn Jónsson: „Engin spurning að velja Íþróttamann ársins fyrir bæði kyn,“ (myndband)

  Íþróttakarl og íþróttakona ársins í Kópavogi eru þau Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður, og Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona. Þau telja bæði það skynsamlegt að velja Íþróttamann ársins fyrir bæði kyn:

 • Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður og Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona, eru íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs

  Íþróttahátíð Kópavogs var haldin í Salnum í dag þar sem íþróttafólki úr bænum voru veittar viðurkenningar fyrir unnin afrek. Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður úr Breiðabliki, var valinn íþróttakarl ársins í Kópavogi. Auðunn hefur um árabil verið í flokki bestu kraftlyftingamanna heims og unnið fjölda verðlauna hér heima og erlendis. Hann varð meðal annars...