• Uppskeruhátíð Breiðabliks í frjálsum

  Uppskeruhátíð meistaraflokks Breiðabliks í frjálsíþróttum var haldin 28. des. sl. í veislusal Smárans. Þangað mættu iðkendur, þjálfarar, stjórn deildar og meistaraflokksráðs ásamt aðstandendum. Veittar voru fjölmargar viðurkenningar fyrir árangur ársins 2013 sem var sterkt ár hjá Blikum í frjálsum.  32 urðu Íslandsmeistarar á árinu hjá Breiðablik, 98 Íslandsmeistaratitlar náðust og sett voru...

 • Jón Margeir Sverrisson sigraði 23. Þorláksmessusundið

  23. Þorláksmessusundið var haldið í Kópavogslauginni. Metþátttaka var en 62 sundmenn kláruðu sundið að þessu sinni.  Jón Margeir Sverrisson var á besta tímanum 17:54 sem er jafnframt langbesti tími sem náðst hefur í Þorláksmessusundinu sem er 1500 metrar. Jón Margeir sem valinn var íþróttakarl Kópavogs 2012 er einn besti sundmaður landsins og...

 • Íslensk knattspyrna komin út

  Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2013 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 33. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Í ár eru tímamót í útgáfu bókarinnar því hún er öll litprentuð í fyrsta skipti en áður hafa mest 37 prósent hennar verið í lit, 96...

 • Úr HK í FRAM og frá FRAM í „ÍK“

  Hólmbert Aron í Celtic: „Hlakka til að láta ljós mitt skina.“ Kópavogur hefur eignast enn einn atvinnumanninn í fótbolta því eins og kunnugt er gekk sóknarmaðurinn efnilegi, Hólmbert Aron Friðjónsson, fyrrum leikmaður HK og síðast FRAM, nýlega í raðir skoska úrvalsdeildarfélagsins Celtic. Þetta sögufræga skoska lið leikur i sama búningi og Íþróttafélag...

 • Þorvaldur Örlygsson ráðinn þjálfari HK.

  Þorvaldur Örlygsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá HK en hann skrifaði undir samning við félagið til þriggja ára. Þetta kemur fram á vef HK, hk.is.  Auk þjálfunar meistaraflokks mun Þorvaldur koma að uppbyggingu elstu flokka HK. Þorvaldur er 47 ára gamall, er með UEFA-pro þjálfaragráðu frá Englandi, og á langan...

 • Tryggvi Guðmunds sér um æfingu hjá HK

  Undirbúningstímabil meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá HK hefst á morgun, föstudaginn 1. nóvember, þar sem liðið býr sig undir slaginn í 1. deildina að ári. Það verða þeir Tryggvi Guðmundsson, leikmaður meistaraflokks, og Bryngeir Torfason, þjálfari 2. flokks, sem stjórna fyrstu æfingunni sem  fer fram í Kórnum annað kvöld. Ekki er búið...

 • Hugo Rasmus og nýja Blikalagið

  Heisi á röltinu kíkti í heimsókn til Hugo Rasmus á dögunum sem fann áður óútgefin lög frá föður sínum, Henna Rasmus, og lét í hendurnar á hljómsveit. Eitt þeirra laga hefur hann nú ánafnað Breiðablik.

 • „Þess vegna eru þeir strákarnir okkar.“

  Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, ritar á síðuna sína, dadirafnsson.com þennan áhugaverða pistil: Þegar fólk nær árangri og kemst fyrir vikið í kastljós fjölmiðla er oft einblínt á sigur einstaklingsins yfir sjálfum sér eða öðrum. Það er góð saga, en einungis hálf sögð. Gylfi Sigurðsson átti bróður sem tók hann...

 • Kópavogur gegn Kýpur.

  Það hefur ekki farið fram hjá neinum að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun etja kappi við það kýpverska á föstudaginn.  Athygli vekur hve mikið er sótt til Kópavogs þegar svona mikið liggur við. Kópavogur leggur fram 10 menn í þennan mikilvæga leik – og hljóta því foreldrar efnilegra knattspyrnumanna í kringum landið...

 • „Einn besti drengur sem ég hef þjálfað hætti þrettán ára.“

  Ímyndaðu þér að þú sért að spila á knattspyrnuvelli sem er rúmlega 160 m á lengd og 110 m á breidd. Leiktíminn er 150 mínútur og það eru fjórtán í hvoru liði. Sumir þeirra eru 2.10m á hæð. Velkominn í fjórða flokk. Í fjórða flokki leika leikmenn sem eru fæddir í janúar...

 • „Alfreð Finnbogason komst ekki alltaf í liðið.“

  Daði Rafnsson, yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks, ritar frábæra grein á breidablik.is sem á brýnt erindi. „Nýlega hélt Breiðablik uppskeruhátíð yngri flokka með öðru sniði en áður. Leikmenn meistaraflokkanna Árni Vilhjálmsson, Sverrir Ingi Ingason, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Rakel Ýr Einarsdóttir, Guðjón Pétur Lýðsson og Tómas Óli Garðarsson afhentu viðurkenningarskjöl þeim sem voru að...

 • Mikil gróska í Taekwando hjá HK.

  Hin Finnska Suvi Mikkonen, sem er ein allra fremsta Taekwondo-kona heims, og þjálfari hennar, Jesus Ramala, komu í heimsókn til landsins og voru með æfingarbúðir fyrir Taekwondodeild HK á dögunum. Suvi hefur unnið marga titla á stórum Evrópumótum og Ólympíuleikunum. Öllum Taekwondo iðkendum HK og öðrum Taekwondo félögum landsins var boðið að...

 • Nýtt gervigras vígt í Fífunni. Breiðablik vann HK í opnunarleik.

  Glænýr gervigrasvöllur var í kvöld vígður í Fífunni. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Una María Óskarsdóttir, formaður íþróttaráðs og Borghildur Sigurðardóttir, formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks, tóku upphafsspyrnuna í opnunarleik Breiðabliks og HK í 3. flokki karla í knattspyrnu. Grasið er sagt vera eitt hið besta sem völ er á, af nýjustu kynslóð gervigrasa, og...

 • HK náði í óvænt stig gegn FH.

  Flestir gerðu ráð fyrir nokkuð öruggum sigri FH inga á liði HK í kvöld. HK menn stóðu í gestunum í byrjun leiks en þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður var FH komið í 6-9, og allt stefndi í að þeir færu með sigur. En HK menn sýndu strax a þeir ætluðu...

 • Ólafur Kristjánsson: „Þurftum sigur í dag.“

  Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, segir að liðið hafi þurft sigur í dag gegn KR til að eiga möguleika á Evrópusæti.   Heimild: www.sport.is

 • Ein fremsta Taekwondo kona heims með opna æfingu hjá HK.

  Taekwondo er vaxandi íþróttagrein hér á landi og iðkendafjöldinn hjá HK fer vaxandi. Suvi Mikkonen, sem er ein fremsta Taekwondokona heims og hefur unnið til margra verðlauna, verður með opna æfingu fyrir iðkendur íþróttarinnar hjá HK í Snælandinu. Um einstakan viðburð er að ræða. Æfingin verður á föstudaginn, 20. september,  í íþróttahúsi Snælandsskóla....

 • HK tryggði sér sæti í 1. deild karla á nýjan leik eftir tveggja ára fjarveru.

  HK-vefurinn greindi rétt í þessu frá því að HK er aftur komið í 1. deild knattspyrnunnar!  Hér að neðan er frásögn frá www.hk.is. HK vann öruggan sigur á Aftureldingu, 4:1, í næstsíðustu umferð deildarinnar í Fagralundi í dag og tryggði sér þarmeð sæti í 1. deild á ný.  Fyrir lokaumferðina er HK...

 • Framtíðin björt hjá Blikastúlkum í knattspyrnu. Annar flokkur Íslandsmeistari og þriðji flokkur Bikarmeistari.

  Annar flokkur kvenna hjá Breiðablik tók við Íslandsmeistarabikarnum á mánudagskvöld þegar liðið lagði ÍA að velli 5-0 á blautum Versalavelli. Stúlkurnar töpuðu aðeins þremur stigum í sumar og kláruðu mótið með tíu stiga forskoti á næsta lið. Í fjórtán leikjum skoruðu þær 62 mörk og fengu aðeins 13 mörk á sig. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir...

 • Minningarmót: Styrktarmót íþrótta- og afrekssviðs GKG

  Nú er búið að opna fyrir skráningu á Minningarmóti GKG næstkomandi laugardag. Verðlaunin eru glæsileg og allur ágóði fer til styrktar afrekstarfi GKG. Mótið er haldið til minningar um fallna félaga í GKG. Síðustu ár hefur afreks- og íþróttastarf GKG gengið frábærlega. Afrakstur þessa starfs eru margir titlar og fjöldi öflugra kylfinga....

 • Tvöfaldir Norður-Evrópumeistarar í samkvæmisdönsum.

  Norður-Evrópska meistaramótið í Latín og Standard dönsum fór fram í Kaupmannahöfn um helgina. Keppnin var haldin í íþróttahúsinu í Virum. Dansparið Pétur Fannar Gunnarsson, 15 ára, og Aníta Lóa Hauksdóttir, einnig 15 ára, sem eru úr Dansdeild HK í Kópavogi náðu þeim frábæra árangri að sigra tvöfalt. Þau urðu bæði Norður-Evrópumeistarar í...

 • Tímatöflur vetrarins hjá bandýdeild HK

  Tímatafla vetrarins hjá bandýdeild liggur fyrir! Öllum er velkomið að koma og spila með í vetur. Engrar fyrri bandýkunnáttu er krafist og allur bandýbúnaður fæst lánaður. Byrjendur í stráka- og stelpuflokki borga engin æfingagjöld í vetur og mjög lág gjöld fyrir eldri iðkendur í þeim flokki. Einnig lág æfingagjöld í fullorðinsflokkum. Nákvæmar...