• Ólafur Kristjánsson mjög ósáttur eftir tap gegn Fylki (Viðtal)

  Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var mjög ósáttur með frammistöðu og hugarfar leikmanna sinna í 4-1 tapi gegn Fylki. sport.is  

 • Handboltavertíðin að byrja.

  Það er farið að dimma og það þýðir aðeins eitt. Fólk er farið að henda bolta sin á milli og reyna gegnumbrot. Handboltavertíðin hófst formlega nú um helgina þegar UMSK mótið fór fram í Digranesi. HK-ingar höfðu veg og vanda af mótinu að þessu sinni. Við hittum Víði Reynisson, formann handknattleiksdeildar HK,...

 • Bandý er nýjasta æðið í dag.

  Bandý er ný íþróttagrein hér á landi sem nýtur sívaxandi vinsælda fyrir fólk á öllum aldri. Margir muna eftir þessari íþrótt frá því í leikfimistímunum í gamla daga en nú er íþróttin orðin það vinsæl að sérstök Bandý deild hefur verið stofnuð innan HK. Við kíktum inn á Bandý æfingu hjá HK...

 • Ólafur Kristjánsson: „Ákváðum að vera ekki fórnarlömb.“

  Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigur liðsins á Stjörnunni, 2:1, í hörkuleik í toppbaráttu Pepsídeildarinnar í gærkvöldi. Þetta var sex stiga leikur því Stjarnan gat með sigri komist upp í annað sæti en Blikar tryggt sig í fjórða sæti. Óli Kristjáns ræddi við fréttamenn eftir leikinn:

 • HK komið á topp 2. deildar eftir góðan sigur á Njarðvík.

  HK er komið í efsta sæti 2. deild karla i knattspyrnu eftir góðan sigur á Njarðvíkingum, 3:1, á grasvellinum í Fagralundi í gærkvöldi. Hörður Magnússon skoraði á 8. mínútu og Guðmundur Atli Steinþórsson á 38. mínútu og staðan var 2:0 í hálfleik. Njarðvíkingar minnkuðu muninn á 67. mínútu en Guðmundur Atli skoraði...

 • Hörkuleikur í Fagralundi í kvöld: HK-Njarðvík.

  „Þetta verður erfiður leikur því Njarðvíkingar hafa undanfarið sýnt einn mesta stöðugleikann í deildinni að undanförnu. Í síðustu sjö leikjunum hafa þeir unnið þrjá og gert fjögur jafntefli, og samt leikið við öll liðin í efri hluta deildarinnar nema okkur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari HK um mótherjana í samtali við HK-vefinn. „Njarðvíkingar...

 • UMSK Mótið 2013

  UMSK mótið í handbolta karla og kvenna fer fram dagana 29 ágúst – 1 september í íþróttahúsi HK í Digranesi. Á  mótinu leika þau lið sem eru innan raða UMSK en þau eru HK, Stjarnan, Grótta og Afturelding. Kvennamegin gátu Stjarnan og Grótta ekki tekið þátt þetta árið og koma inn í...

 • Breiðablik bikarmeistarar (myndband)

  Breiðablik varð um helgina bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í ár. Þær sigruðu lið Þórs/KA í úrslitaleik með tveimur mörkum gegn einu.  Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi leikmaður Þórs/KA, tryggði Blikum sigurinn með öðru marki liðsins um hálftíma fyrir leikslok. Heiðar Bergmann Heiðarsson heldur úti stórskemmtilegu myndbandabloggi á blikar.is/tv og setti saman þetta myndband í tilefni...

 • Breiðablik Borgunabikameistarar 2013 (viðtal )

  Greta Mjöll í viðtali eftir sigurinn á Þór/KA í dag sport.is

 • Breiðablik eru bikarmeistarar kvenna.

    Breiðablik og Þór/KA mættust í úrslitaleik Borgunarbikarsins í dag. Leikurinn fór rólega af stað og var fátt um fína drætti fyrstu mínúturnar. Það var þó Blika stúlkurnar sem brutu ísinn eftir tuttugu mínútna leik og var það Guðrún Arnadóttir sem gerði það með skalla eftir hornspyrnu. Þór/KA stúlkur jöfnuðu þó metin...

 • Til Hamingju Blika stelpur…

  Beiðablik landaði sínum 10 bikar titli, leikurinn var að klárast. Umfjöllun og viðtöl eftir smá stund….

 • Spennan magnast fyrir bikarúrslitaleik UBK og Þórs/KA (myndband):

  Leikmenn Breiðabliks í meistaraflokki kvenna tala tungum í hvatningu til stuðningsmanna í meðfylgjandi myndbandi. Stuðningsmenn eru hvattir til á láta sjá sig og hvetja þær til dáða í úrslitaleik Borgunarbikarsins, sem fram fer á Laugardalsvelli í dag,  laugardag, klukkan 16:00.  

 • Æfingatafla: Karate Breiðablik.

    Framhaldsflokkar Æfingar á haustönn hefjast í framhaldsflokkum mánudaginn 26. ágúst. Byrjendaflokkar haust 2013 Æfingar hefjast miðvikudaginn 4. september í byrjendaflokki barna. Miðhópurinn byrjar 2. september á æfingu með Ungl. 2. flokki. Elstu byrjendur byrja 3. september. Byrjendur þurfa að skrá sig fyrirfram HÉR. Allir byrjendur fá 1-2 fría prufutíma! Sjá upplýsingar HÉR um æfingagjöld....

 • Æfingar hefjast í handboltanum hjá HK á mánudag 26. ágúst

  Handboltaæfingar hefjast aftur mánudaginn 26. ágúst samkvæmt æfingatöflu. Upplýsingar um æfingatíma og þjálfara má finna undir viðkomandi flokk á heimasíðunni. ATH að æfingar í Kársnesi hefjast mánudaginn 2. september. Allar nánari upplýsingar gefur Hilmar Guðlaugsson yfirþjálfari hilmarghk.is Allir iðkendur, bæði þeir sem eru að byrja að æfa og þeir sem hafa æft áður...

 • Bikarkeppni 15 ára og yngri á Kópavogsvelli á sunnudag.

  Alls eru 12 lið og 188 keppendur skráðir til þátttöku í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri sem fram er sunnudaginn 25. ágúst á Kópavogsvelli. Lið koma frá öllum landshlutum. Sex lið eru af höfuðborgarsvæðinu og önnur sex utan þess. Vesturland keppir undir nafni Sam Vest og mætir til leiks í fyrsta...

 • Bikarúrslit kvenna á morgun viðtal við Gretu Mjöll

  Úrslitaleikur kvenna í Borgunarbikarnum fer fram á morgun á þjóðaleikvangnum í Laugardal.     sport.is

 • Jerry Lewis í Breiðablik (myndband).

  Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur komist að samkomulagi við Jerry Lewis Hollis um að leika með liðinu á komandi tímabili. Jerry er 197 cm hár Bandaríkjamaður sem lék með Hamri í Hveragerði við góðan orðstýr á síðasta tímabili. Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum og skoraði rúm 23 stig...

 • Elfar Árni: „Leiðinlegt að hafa eyðilagt leikinn.“

  Elfar Árni Aðalsteinsson, sóknarmaður Breiðabliks, sem endurlífga þurfti á Kópavogsvelli í gær vegna slæms höfuðhöggs sem hann hlaut í leik gegn KR, er kominn heim til sín aftur eftir stutta legu á spítala. Hann segist þakklátur öllum þeim sem voru á vettvangi og fyrir aðhlynninguna sem hann fékk á Landspítalanum. Líklega sé...

 • Úr myndasafninu: Kristinn Jakobsson, dómari.

  Bikarúrslitaleikur karla í fótbolta er á milli FRAM og Stjörnunar á laugardaginn. Dómari leiksins er enginn annar en Kristinn Jakobsson, sem uppalinn er í Kópavogi. Kristinn gerði garðinn frægan með ÍK hér á árum áður og lék með liðinu í yngri flokkunum áður en hann fór að einbeita sér að dómgæslunni með...

 • HK tapaði í kvöld og datt niður í þriðja sæti 2. deildar.

  Eftir þrjá sigurleiki í röð máttu HK-ingar sætta sig við tap gegn Dalvík/Reyni, 0:2, á Kópavogsvelli í 16. umferð 2. deildar karla í kvöld. HK seig þar með niður í þriðja sæti deildarinnar. Heil umferð var leikin í deildinni í kvöld og önnur úrslit urðu þessi: Höttur – ÍR 1:1 Ægir –...

 • Kemst HK á toppinn í kvöld?

  Í kvöld er komið að heimaleik á ný hjá HK í 2. deild karla en sextánda umferðin í deildinni er öll spiluð í kvöld. HK tekur á móti Dalvík/Reyni á Kópavogsvellinum og leikurinn hefst klukkan 19.15. HK er í öðru sæti deildarinnar eftir 15 umferðir með 30 stig, einu minna en topplið...