Síðastliðin 10 ár hefur CrossFit stöðin Crossfit XY verið starfækt að Miðhrauni í Garðabæ. Stöðin er í eigu þeirra Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Þórðarsonar en þann 1. júlí munu þau Hjördís Ósk og Benedikt Berg taka við rekstri stöðvarinnar.
Hjördís Ósk hefur starfað sem framkvæmdarstjóri og yfirþjálfari stöðvarinnar síðastliðin 4 ár. Frá og með 1. júlí mun öll starfsemi CrossFit XY flytjast yfir í Kópavog og verður starfræk í sameiginlegu húsnæði með Kraftstöðinni við Auðbrekku 21. Kraftstöðin er stöð sem byggir á styrktarþjálfun fyrir einstaklinga og hópa. Þór Sigurðsson og Hildur Edda Grétarsdóttir eru eigendur stöðvarinnar, og þjálfar Þór þar ásamt einum öðrum þjálfara, Ægi Steinarssyni. Í dag er húsnæðið um 290 fm en fyrirhugað er að stækka rýmið í 350 fm fyrir haustið.
CrossFit XY hefur líkt og aðrar CrossFit stöðvar uppá að bjóða fjölbreytta hópatíma fyrir fólk á öllum aldri og á öllum getustigum. CrossFit XY hefur alltaf lagt áherslu á það að bjóða uppá skemmtilegt og jákvætt umhverfi þar sem hver og einn fær að njóta sín, æfa með skemmtilegu fólki og hámarka árangur sinn með aðstoð frábærra þjálfara. ,,Við ásamt öllum okkar þjálfurum erum ótrúlega spennt fyrir komandi flutningum og vonumst við að sjálfsögðu til að flestir okkar iðkendur muni fylgja með okkur og halda áfram að æfa undir merkjum CrossFit XY.“ Aðspurð segir Hjördís að stafsemi stöðvarinnar muni ekkert breytast. ,,Við munum halda okkar stundaskrá og bjóða uppá morguntíma, hádegistíma og seinnipartstíma ásamt því að iðkendur geti svo líka nýtt aðstöðuna til æfinga eins og þeir vilja yfir daginn. Einnig ætlum við að bjóða öllum sem vilja koma og prófa að æfa hjá okkur eina fría viku í stöðinni.“
CrossFit XY heldur úti heimsíðunni www.crossfitxy.is þar sem finna má ýmsar upplýsingar um starfsemina sem og næstu námskeið og nýjustu fréttir.