Alþjóðlegt handboltamót í yngri flokkunum verður haldið í Kórnum dagana 26. – 30. júní 2014, að því er fram kemur á heimasíðu HK, www.hk.is. Að sögn Jóhanns Viðarssonar í barna- og undingaráði HK er ætlunin að spila á sex völlum á gervigrasinu og tveimur í íþróttahúsinu sjálfu. Síðan verða allir úrslitaleikir spilaðir í Digranesi. „Við höfum fengið góð viðbrögð við okkar óskum frá Kópavogsbæ og Hörðuvallaskóla, einnig hefur Markaðsstofa Kópavogs verið að hjálpa okkur,“ segir Jóhann. Fjölmargir aðrir eru að vinna að þessu móti og hafa þær Guðrún og Guðrún foreldrar í 4 fl. kvenna verið að vinna að þessu og jafnframt að koma stelpunum í keppnisferð til Ungverjalands. „Hilmar Guðlaugsson yfirþjálfari hefur haldið utan um þetta og við bindum vonir við að Kópavogsbikarinn (Cup Kópavogur) verði stórglæsilegt mót“ segir Jóhann Viðarson.
Nú þegar er búið að setja mótið inn á Facebook á þessari síðu: https://www.facebook.com/CupKopavogur?fref=ts
Einnig er verið að vinna í heimasíðunni sem hefur slóðina cupkopavogur.net.
www.hk.is