Cup Kópavogur í Kórnum.

Cup KopavogurAlþjóðlegt handboltamót í yngri flokkunum verður haldið í Kórnum dagana 26. – 30. júní 2014, að því er fram kemur á heimasíðu HK, www.hk.is. Að sögn Jóhanns Viðarssonar í barna- og undingaráði HK er ætlunin að spila á sex völlum á gervigrasinu og tveimur í íþróttahúsinu sjálfu. Síðan verða allir úrslitaleikir spilaðir í Digranesi. „Við höfum fengið góð viðbrögð við okkar óskum frá Kópavogsbæ og Hörðuvallaskóla, einnig hefur Markaðsstofa Kópavogs verið að hjálpa okkur,“ segir Jóhann. Fjölmargir aðrir eru að vinna að þessu móti og hafa þær Guðrún og Guðrún foreldrar í 4 fl. kvenna verið að vinna að þessu og jafnframt að koma stelpunum í keppnisferð til Ungverjalands. „Hilmar Guðlaugsson yfirþjálfari hefur haldið utan um þetta og við bindum vonir við að Kópavogsbikarinn (Cup Kópavogur) verði stórglæsilegt mót“ segir Jóhann Viðarson.

Nú þegar er búið að setja mótið inn á Facebook á þessari síðu:  https://www.facebook.com/CupKopavogur?fref=ts

Einnig er verið að vinna í heimasíðunni sem hefur slóðina cupkopavogur.net.

www.hk.is

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér