Dagar ljóðsins í Kópavogi

Þessa mynd af Jóni úr Vör er að finna á húsgafli í Hamrabrekku, hún er eftir listamanninn Guido van Helten. Verkið sem var styrkt af lista- og menningarráði leit dagsins ljós síðasta sumar.

Dagar ljóðsins í Kópavogi hefjast með  ljóðahátíð Jóns úr Vör í Salnum, miðvikudaginn 21. janúar, kl. 17.00. Allir eru velkomnir á ljóðahátíðina en þar verða veitt verðlaun í ljóðasamkeppni Kópavogsbæjar.

Dagar ljóðsins standa yfir til 25. janúar en á þeim tíma mega Kópavogsbúar eiga von á því að rekast á ljóð á hinum ólíklegustu stöðum, til dæmis í sundi, í strætó,  á vefsíðum, við verslunarkjarna á Nýbýlavegi eða í Smáralind. Ljóð fást gefins í Bókasafni Kópavogs og í öðrum menningarstofnunum bæjarins og víða um bæ verður pop up ljóðalestur. Markmið Daga ljóðsins í Kópavogi er að vekja áhuga á ljóðalestri og efla ljóðlistina með því að dreifa ljóðum um bæinn.

Miðpunktur Daga ljóðsins verður í Bókasafni Kópavogs. Á annarri hæð safnsins við Hamraborgina verður hægt að nálgast með aðgengilegum hætti ljóðabækur, gamlar og nýjar, til útláns. Höfundur vikunnar á safninu er Gerður Kristný skáld en hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör, ljóðasamkeppni Kópavogsbæjar, árið 2010.

Gestum safnsins býðst einnig að spreyta sig á því að blanda saman þekktum ljóðlínum, á ljóðavegg sem verður, og mynda þar með sitt eigið ljóð. Í afgreiðslu safnsins, eins og í öðrum menningarhúsum bæjarins, fást gefins ljóð eftir Jón úr Vör og félaga í Ritlistarhópi Kópavogs.

Dagar ljóðsins er hátíð skipulögð af Listhúsi Kópavogs í samráði við lista- og menningarráð með styrk úr lista- og menningarsjóði.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,