Dagar ljóðsins í Kópavogi

Þessa mynd af Jóni úr Vör er að finna á húsgafli í Hamrabrekku, hún er eftir listamanninn Guido van Helten. Verkið sem var styrkt af lista- og menningarráði leit dagsins ljós síðasta sumar.

Dagar ljóðsins í Kópavogi hefjast með  ljóðahátíð Jóns úr Vör í Salnum, miðvikudaginn 21. janúar, kl. 17.00. Allir eru velkomnir á ljóðahátíðina en þar verða veitt verðlaun í ljóðasamkeppni Kópavogsbæjar.

Dagar ljóðsins standa yfir til 25. janúar en á þeim tíma mega Kópavogsbúar eiga von á því að rekast á ljóð á hinum ólíklegustu stöðum, til dæmis í sundi, í strætó,  á vefsíðum, við verslunarkjarna á Nýbýlavegi eða í Smáralind. Ljóð fást gefins í Bókasafni Kópavogs og í öðrum menningarstofnunum bæjarins og víða um bæ verður pop up ljóðalestur. Markmið Daga ljóðsins í Kópavogi er að vekja áhuga á ljóðalestri og efla ljóðlistina með því að dreifa ljóðum um bæinn.

Miðpunktur Daga ljóðsins verður í Bókasafni Kópavogs. Á annarri hæð safnsins við Hamraborgina verður hægt að nálgast með aðgengilegum hætti ljóðabækur, gamlar og nýjar, til útláns. Höfundur vikunnar á safninu er Gerður Kristný skáld en hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör, ljóðasamkeppni Kópavogsbæjar, árið 2010.

Gestum safnsins býðst einnig að spreyta sig á því að blanda saman þekktum ljóðlínum, á ljóðavegg sem verður, og mynda þar með sitt eigið ljóð. Í afgreiðslu safnsins, eins og í öðrum menningarhúsum bæjarins, fást gefins ljóð eftir Jón úr Vör og félaga í Ritlistarhópi Kópavogs.

Dagar ljóðsins er hátíð skipulögð af Listhúsi Kópavogs í samráði við lista- og menningarráð með styrk úr lista- og menningarsjóði.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar