Dagar ljóðsins

Ljóðskáldin Adolf Smári Unnarsson og Birnir Jón Sigurðsson leyfðu gestum í sundlaug Kópavogs að njóta ljóðlistarinnar.

Dagar ljóðsins fóru nýverið fram í Kópavogi en markmiðið var að vekja áhuga á ljóðlistinni með því að dreifa ljóðum um bæinn. Ljóð mátti finna í sundi, í strætó og á húsveggjum. Pop-up ljóðalestur fór fram víða um bæ; svo sem í strætó, í sundi, í Bónus, í Smáralind og í Gerðarsafni. Á Bókasafni Kópavogs mynduðu gestir sín eigin ljóð á ljóðavegg úr þekktum ljóðlínum.

Pop-up ljóðalestur-2015012460 Pop-up ljóðalestur-2015012439 Pop-up ljóðalestur-2015012435 Pop-up ljóðalestur-2015012421

Ljóðskáldin Adolf Smári Unnarsson og Birnir Jón Sigurðsson leyfðu gestum í sundlaug Kópavogs að njóta ljóðlistarinnar.
Ljóðskáldin Adolf Smári Unnarsson og Birnir Jón Sigurðsson leyfðu gestum í sundlaug Kópavogs og Gerðarsafni að njóta ljóðlistarinnar.

Þetta er í fyrsta sinn sem pop-up ljóðahátíð sem þessi fer fram í Kópavogi en hún er haldin í tengslum við fæðingarafmæli Kópavogsskáldsins Jóns úr Vör, 21. janúar. Vegglistaverk af ljóðskáldinu og ljóði hans, Ómáluð mynd, má sjá á göflum húsanna við Hamrabrekku. Hátíðin var skipulögð af Listhúsi Kópavogsbæjar í samráði við lista- og menningarráð bæjarins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar