Dagar ljóðsins

Ljóðskáldin Adolf Smári Unnarsson og Birnir Jón Sigurðsson leyfðu gestum í sundlaug Kópavogs að njóta ljóðlistarinnar.

Dagar ljóðsins fóru nýverið fram í Kópavogi en markmiðið var að vekja áhuga á ljóðlistinni með því að dreifa ljóðum um bæinn. Ljóð mátti finna í sundi, í strætó og á húsveggjum. Pop-up ljóðalestur fór fram víða um bæ; svo sem í strætó, í sundi, í Bónus, í Smáralind og í Gerðarsafni. Á Bókasafni Kópavogs mynduðu gestir sín eigin ljóð á ljóðavegg úr þekktum ljóðlínum.

Pop-up ljóðalestur-2015012460 Pop-up ljóðalestur-2015012439 Pop-up ljóðalestur-2015012435 Pop-up ljóðalestur-2015012421

Ljóðskáldin Adolf Smári Unnarsson og Birnir Jón Sigurðsson leyfðu gestum í sundlaug Kópavogs að njóta ljóðlistarinnar.
Ljóðskáldin Adolf Smári Unnarsson og Birnir Jón Sigurðsson leyfðu gestum í sundlaug Kópavogs og Gerðarsafni að njóta ljóðlistarinnar.

Þetta er í fyrsta sinn sem pop-up ljóðahátíð sem þessi fer fram í Kópavogi en hún er haldin í tengslum við fæðingarafmæli Kópavogsskáldsins Jóns úr Vör, 21. janúar. Vegglistaverk af ljóðskáldinu og ljóði hans, Ómáluð mynd, má sjá á göflum húsanna við Hamrabrekku. Hátíðin var skipulögð af Listhúsi Kópavogsbæjar í samráði við lista- og menningarráð bæjarins.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,