Dagar ljóðsins

Dagar ljóðsins fóru nýverið fram í Kópavogi en markmiðið var að vekja áhuga á ljóðlistinni með því að dreifa ljóðum um bæinn. Ljóð mátti finna í sundi, í strætó og á húsveggjum. Pop-up ljóðalestur fór fram víða um bæ; svo sem í strætó, í sundi, í Bónus, í Smáralind og í Gerðarsafni. Á Bókasafni Kópavogs mynduðu gestir sín eigin ljóð á ljóðavegg úr þekktum ljóðlínum.

Pop-up ljóðalestur-2015012460 Pop-up ljóðalestur-2015012439 Pop-up ljóðalestur-2015012435 Pop-up ljóðalestur-2015012421

Ljóðskáldin Adolf Smári Unnarsson og Birnir Jón Sigurðsson leyfðu gestum í sundlaug Kópavogs að njóta ljóðlistarinnar.
Ljóðskáldin Adolf Smári Unnarsson og Birnir Jón Sigurðsson leyfðu gestum í sundlaug Kópavogs og Gerðarsafni að njóta ljóðlistarinnar.

Þetta er í fyrsta sinn sem pop-up ljóðahátíð sem þessi fer fram í Kópavogi en hún er haldin í tengslum við fæðingarafmæli Kópavogsskáldsins Jóns úr Vör, 21. janúar. Vegglistaverk af ljóðskáldinu og ljóði hans, Ómáluð mynd, má sjá á göflum húsanna við Hamrabrekku. Hátíðin var skipulögð af Listhúsi Kópavogsbæjar í samráði við lista- og menningarráð bæjarins.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn