Dagar ljóðsins

Dagar ljóðsins fóru nýverið fram í Kópavogi en markmiðið var að vekja áhuga á ljóðlistinni með því að dreifa ljóðum um bæinn. Ljóð mátti finna í sundi, í strætó og á húsveggjum. Pop-up ljóðalestur fór fram víða um bæ; svo sem í strætó, í sundi, í Bónus, í Smáralind og í Gerðarsafni. Á Bókasafni Kópavogs mynduðu gestir sín eigin ljóð á ljóðavegg úr þekktum ljóðlínum.

Pop-up ljóðalestur-2015012460 Pop-up ljóðalestur-2015012439 Pop-up ljóðalestur-2015012435 Pop-up ljóðalestur-2015012421

Ljóðskáldin Adolf Smári Unnarsson og Birnir Jón Sigurðsson leyfðu gestum í sundlaug Kópavogs að njóta ljóðlistarinnar.
Ljóðskáldin Adolf Smári Unnarsson og Birnir Jón Sigurðsson leyfðu gestum í sundlaug Kópavogs og Gerðarsafni að njóta ljóðlistarinnar.

Þetta er í fyrsta sinn sem pop-up ljóðahátíð sem þessi fer fram í Kópavogi en hún er haldin í tengslum við fæðingarafmæli Kópavogsskáldsins Jóns úr Vör, 21. janúar. Vegglistaverk af ljóðskáldinu og ljóði hans, Ómáluð mynd, má sjá á göflum húsanna við Hamrabrekku. Hátíðin var skipulögð af Listhúsi Kópavogsbæjar í samráði við lista- og menningarráð bæjarins.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér