23. til 26. september
Stuttmyndanámskeið RIFF 2014
RIFF hefur haldið stuttmyndanámskeið fyrir grunnskólanema undanfarin ár. Nemar í 9. og 6. bekk í grunnskólum Kópavogs er boðið til þátttöku í ár. Marteinn Sigurgeirsson, kvikmyndagerðarmaður, stýrir námskeiðinu og kennir allt sem þarf að huga að við stuttmyndagerð. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn, leikstjóri, handritshöfundur og klippari, veita nemendum innsýn í starf sitt með fyrirlestri . Nemendur vinna saman í hóp að gerð stuttmynda sem frumsýndar verða í Smárabíói laugardaginn 4. október.
26. september
Opnunarmynd RIFF í Gjábakka
Gjábakki – Félagsaðstaða eldri borgara.
Kl. 15
Aðgangseyrir: ókeypis og allir velkomnir
Opnunarmynd okkar að þessu sinni er hin íslensk-ameríska Land Ho!. Sérstök aukasýning á myndinni verður í félagsaðstöðunni í Gjábakka í Kópavogi klukkan 15.
Myndin fjallar um tvo eldri menn frá Ameríku, fyrrverandi mágar, sem leggja land undir fót og fara í hringferð um Ísland og lenda þar í ýmsum ævintýrum. Von er á aðstandendum myndarinnar til landsins að þessu tilefni og munu þeir spjalla við gesti um gerð og tilurð myndarinnar.
26. september
Bílabíó í Smáralind
Bílaplan Smáralindar
Kl. 20
Aðgangseyrir: 1000 kr á mann
Eftir nokkurra ára hlé snýr bílabíóið aftur á RIFF og verður nú haldið í 3. skiptið. Að þessu sinni munum við sýna gamanmyndina Dumb and Dumber, klassík Farrely-bræðrana frá 1994. Þessi bráðfyndna vegamynd var ein af þeim fyrstu á ferli Jim Carrey og átti þátt í að gera hann að stórstjörnu. Nú þegar framhaldið er væntanlegt í nóvember er ekki seinna vænna að endurnýja kynninn við þá Harry og Lloyd. Sýningin fer fram fram á annarri hæð bílaplansins við Smáralind við inngangin að Smárabíó. Smárabíó mun sjá um veitingasölu á svæðinu og heppnir gestir geta unnið inn miða á framhaldið sem verður frumsýnt í Smárabíó í nóvember. Við hvetjum fólk til að ná sér í miða í tíma en alltaf hefur verið uppselt á bílabíó RIFF og takmarkað magn bíla sem kemst að.
30. september
Heiti bíópotturinn
Sundlaug Kópavogs
Kl. 17 til 20
Aðgangseyrir: venjulegt gjald í sund
Hin einstaka pottamenning íslenskra sundlaugargesta er tekin einu skrefi lengra í Heita bíópottinum. RIFF sýnir þrjár íslenskar stuttmyndir og Deep Blue einnar mínútu myndaseríu sem varð til í tengslum við Einnar mínútu myndakeppni RIFF, í samvinnu við The One Minutes og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Stuttmyndaprógrammið verður sýnt tvisvar sinnum. Hlé verður gert á stuttmyndasýningum kl. 18:30 og þá hefst pottaspjall þar sem kvikmyndagerðarmenn mæta í pottana og ræða allt milli himins og jarðar um kvikmyndagerð.
Stuttmynd: Ber er hver Leikstjóri: Ari Eldjárn
Stuttmynd: Requiem Leikstjórar: Sigríður Soffía/Marinó Thorlacius
Stuttmynd: Steingrímur Leikstjóri: Haukur Viðar Alfreðsson
1. október
Einnar mínútu myndanámskeið RIFF
Bókasafn Kópavogs (salur: Kórinn)
Kl. 10 og kl. 13
Hópur 5. bekkinga í grunnskólum í Kópavogi fær kennslu í einnar mínútu myndagerð. Viktoría Guðnadóttir, listakona, sem hefur sérhæft til í gerð einnar mínútu mynda kennir námskeiðið en hún hefur kennt gerð slíkra mynda undanfarin ár. Þema námskeiðisins er stríður og friður og verður ungmennaráð UNICEF með fræðslu. Sjónum verður beint að stríðshrjáðum svæðum svo sem Gaza og Suður-Súdan og einnar mínútu myndir sýndir eftir börn sem búa á fyrrnefndum stöðum. Allir grunnskólar í Kópavogi fá að senda sjö nemendur.
1. október
Sólstafir við Hrafninn flýgur
Kvikmyndatónleikar RIFF 2014
Salurinn
Kl. 19:30
Aðgangseyrir er kr. 3.900
Víkingaarfur Íslendinga verður í brennidepli á kvikmyndatónleikum RIFF. Þungarokksveitin Sólstafir flytur eigin tónsmíðar á kraftmikinn hátt við víkingamyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson en kvikmyndin var frumsýnd árið 1984 og fagnar því þrjátíu ára afmæli í ár.
Sólstafir gáfu út plötuna Ótta, sem er þeirra fimmta plata í fullri lengd, í lok ágúst og leika lög af henni, í bland við eldri tónsmíðar, eftir því sem passar við víkingasögu Hrafns.
Hrafninn flýgur gerist á Íslandi skömmu eftir landnám og náði töluverðum vinsældum á Norðurlöndunum og víðar um heim. Kvikmyndatónleikarnir eru einstakur listviðburður þar sem áhorfendur skynja sögu og frásögn Hrafns í gegnum tónlist Sólstafa en ekki í gegnum upprunalegan hljóðheim kvikmyndarinnar.
Sólstafir byrjuðu líf sitt í bílskúr í Breiðholtinu árið 1995 og hafa síðan þá sannað sig sem kraftmikil og eftirminnileg tónleikahljómsveit, með flutningi sínum hér heima og utan landssteinanna.
15% afsláttur á Landnámssýninguna Reykjavík 871±2, Aðalstræti 16, við framvísun miða á kvikmyndatónleika RIFF.
2. október
Kynning á einnar mínútu myndagerð
Molinn, Hábraut 2, Kópavogi
Kl. 20
Ókeypis og allir velkomnir á aldrinum 16 til 25 ára
Viktoría Guðnadóttir, listakona, hefur sérhæft sig í gerð einnar mínútu mynda og kennt gerð slíkra mynda undanfarin ár. Hún mætir í Molann með það að leiðarljósi að fræða ungmenni um þetta örmyndaform og kenna hvað þurfi að huga að við gerð slíkra mynda. Ungmennin eru hvött til þess að taka með tækjabúnað til þess að taka upp og klippa einnar mínútu mynd. Getur verið allt frá farsíma, spjaldtölvu, upptökuvél eða myndavél. Einnig má mæta án tækjabúnaðar.
4. október
RIFF Around Town í Kópavogi – RIFF-rölt í Kópavogi
Smárabíó og menningartorfa Kópavogs
Allir velkomnir
Frumsýning hjá Stuttmyndanámskeiði RIFF
Smárabíó
Kl. 12
Sýning á stuttmyndum frá stuttmyndanámskeiði RIFF 2014. Bæjarstjóri afhendir nemendum, sem eru í 6. og 9. bekk grunnskóla í Kópavogi, viðurkenningarskjal.
Brot úr kvikmyndasafni Marteins Sigurgeirssonar !
Héraðsskjalasafn Kópavogs
Kl. 13 til 17
Sýnd verða atriði úr viðtali Marteins við Sigurð Grétar Guðmundsson og Pétur Sveinsson um hernámsárin og fleira. Einnig verða upptökur sýndar frá starfi Vinnuskóla Kópavogs um 1985.
Sérstök sýning um Kópavogsbíó verður opnuð í anddyri safnsins af þessu tilefni.
Pallborðsumræður: Bók verður bíó
Bókasafn Kópavogs
Kl. 14 til 16
Allt frá upphafi íslenska kvikmyndavorsins hafa kvikmyndagerðarmenn sótt í bókmenntir í leit að efniviði og hafa víða leitað fanga, allt frá Íslendingasögum og yfir í unglingabækur og harðsvíraða krimma. En hvernig er ferlið að breyta bók í bíó? Og er þá enn verið að segja sömu sögu, eða tekur boðskapurinn mark af miðlinum? Valinkunnir íslenskir kvikmyndagerðarmenn og rithöfundar bera saman bækur sínar. Og filmur.
Leikstjórar: Hilmar Oddsson, Guðný Halldórsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Baldvin Z, Óskar Þór Axelsson og Ása Hjörleifsdóttir.
Rithöfundar: Einar Kárason, Kristín Marja Baldursdóttir, Hallgrímur Helgason, Ólafur Haukur Símonarson, Ingibjörg Reynisdóttir og Silja Hauksdóttir.
Kvikmyndun á tónlistararfi Íslendinga
Tónlistarsafn Kópavogs
Kl. 16 til 18
Bjarki Sveinbjörnsson kynnir verkefni sitt um tónlistararf Íslendinga. Hann hefur ferðast um landið og tekið viðtöl um tónlist við fólk sem man tímana tvenna. Sýnd verður stutt heimildarmynd. Útskriftarverkefni Einars Jóns Kjartanssonar úr grafískri hönnun frá LHÍ verður kynnt. Það er tæknileg varðveisla á sýningunni um ballmenningu, sem stendur nú yfir í safninu.
RIFF-sýning Gullmolans
Molinn
Kl. 17 til 19
Sérstök sýning á keppnismyndum Gullmolans, Stuttmyndakeppni Kópavogs, sem fór fram í sumar. Myndirnar verða sýndar við líflega athöfn.
Óvænt RIFF-bíó í Kópavogi
Sýningar á einnar mínútu myndum, af og til, yfir alla RIFF-hátíðina verða á/í:
Café Catalinu
Molanum
Sundlaug Kópavogs (í anddyri)