Dagskrá Símamótsins

Mynd úr safni Breiðabliks.
Mynd úr safni Breiðabliks.

Fimmtudagur 17. júlí

16:30 Byrjað að taka við þátttökugjöldum og afhenda mótsgögn í nýju stúkunni.
17:30 – 19:15 Kvöldmatur í Smáranum fyrir lið sem gista*
19:30 Skrúðganga leggur af stað frá Digraneskirkju að Kópavogsvelli
20:00 Setning á Kópavogsvelli með Ingó Veðurguð
21:00  Fundur fyrir þjálfara og liðsstjóra á 2 hæð Smárans

Föstudagur 18. júlí
07:00–10:00 Morgunmatur fyrir lið sem gista*
09:00–18:00 Leikið í riðlum
17:30–19:15 Kvöldmatur í Smáranum fyrir lið sem gista*

Laugardagur 19. júlí
07:00–10:00 Morgunmatur fyrir lið sem gista*
08:30-18:00 Tennis í Tennishöll Kópavogs
09:00–18:00 Leikið í riðlum
13:30  Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir verður með erindi um hollustu og næringu barna á 2. hæð Smárans.
17:00-19:00 Grill fyrir keppendur og aðra mótsgesti við nýju stúkuna
18:30 Landsliðið – Pressan á Kópavogsvelli (valið úr 5. flokki)
20:00 Skemmtun í Smáranum. SamSam og Friðrik Dór.

Sunnudagur 20. júlí
07:00–10:00 Morgunmatur fyrir lið sem gista*
08:30–15:30 Leikið í riðlum og úrslitakeppni (verðlaunaafhending úti á Kópavogsvelli strax að leikjum loknum)

* hægt að kaupa staka máltíð

Fundur með þjálfurum og liðsstjórum verður haldinn á 2 hæð Smárans á fimmtudegi kl. 21:00. Þar verður m.a. farið yfir dagskrá mótsins, leikjafyrirkomulag og reglur. Athugið að þessi fundur er líka fyrir þau félög sem gista ekki.

Landslið– Pressan: Þjálfarar félaga í 5. flokki munu fá atkvæðaseðil á fararstjórafundinum (einnig hægt að nálgast í upplýsingamiðstöð mótsins í stúku Kópavogsvallar). Honum þarf að skila í upplýsingamiðstöð mótsins í stúku Kópavogsvallar í síðasta lagi kl. 12:30 á laugardag. Leikur liðanna fer síðan fram kl. 18:30 sama dag. Valið verður tilkynnt á heimasíðu mótsins og þjálfurum eða tengiliðum félaganna sent sms.

Verðlaunaafhending: Verðlaun (bikarar, gull, silfur og brons) verða afhent strax að úrslitaleikjum loknum líkt og í fyrra. Þetta er fyrst og fremst gert til að liðin utan af landi geti lagt fyrr af stað heim. Viðurkenningarpeningar verða afhentir við greiðslu þátttökugjalda og háttvísiverðlaun á skemmtuninni á laugardagskvöld.

Nánari upplýsingar á m.simamotid.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Pétur Hrafn Sigurðsson
hundur
EM-2
stefnir_0004
Dóra Björt Guðjónsdóttir, 3. sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Gotugangan_2024_2
Hressingarhaeli_7
Hvatningarverdlaun
Þríþraut verðlaun