Dagskrá Símamótsins

Mynd úr safni Breiðabliks.
Mynd úr safni Breiðabliks.

Fimmtudagur 17. júlí

16:30 Byrjað að taka við þátttökugjöldum og afhenda mótsgögn í nýju stúkunni.
17:30 – 19:15 Kvöldmatur í Smáranum fyrir lið sem gista*
19:30 Skrúðganga leggur af stað frá Digraneskirkju að Kópavogsvelli
20:00 Setning á Kópavogsvelli með Ingó Veðurguð
21:00  Fundur fyrir þjálfara og liðsstjóra á 2 hæð Smárans

Föstudagur 18. júlí
07:00–10:00 Morgunmatur fyrir lið sem gista*
09:00–18:00 Leikið í riðlum
17:30–19:15 Kvöldmatur í Smáranum fyrir lið sem gista*

Laugardagur 19. júlí
07:00–10:00 Morgunmatur fyrir lið sem gista*
08:30-18:00 Tennis í Tennishöll Kópavogs
09:00–18:00 Leikið í riðlum
13:30  Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir verður með erindi um hollustu og næringu barna á 2. hæð Smárans.
17:00-19:00 Grill fyrir keppendur og aðra mótsgesti við nýju stúkuna
18:30 Landsliðið – Pressan á Kópavogsvelli (valið úr 5. flokki)
20:00 Skemmtun í Smáranum. SamSam og Friðrik Dór.

Sunnudagur 20. júlí
07:00–10:00 Morgunmatur fyrir lið sem gista*
08:30–15:30 Leikið í riðlum og úrslitakeppni (verðlaunaafhending úti á Kópavogsvelli strax að leikjum loknum)

* hægt að kaupa staka máltíð

Fundur með þjálfurum og liðsstjórum verður haldinn á 2 hæð Smárans á fimmtudegi kl. 21:00. Þar verður m.a. farið yfir dagskrá mótsins, leikjafyrirkomulag og reglur. Athugið að þessi fundur er líka fyrir þau félög sem gista ekki.

Landslið– Pressan: Þjálfarar félaga í 5. flokki munu fá atkvæðaseðil á fararstjórafundinum (einnig hægt að nálgast í upplýsingamiðstöð mótsins í stúku Kópavogsvallar). Honum þarf að skila í upplýsingamiðstöð mótsins í stúku Kópavogsvallar í síðasta lagi kl. 12:30 á laugardag. Leikur liðanna fer síðan fram kl. 18:30 sama dag. Valið verður tilkynnt á heimasíðu mótsins og þjálfurum eða tengiliðum félaganna sent sms.

Verðlaunaafhending: Verðlaun (bikarar, gull, silfur og brons) verða afhent strax að úrslitaleikjum loknum líkt og í fyrra. Þetta er fyrst og fremst gert til að liðin utan af landi geti lagt fyrr af stað heim. Viðurkenningarpeningar verða afhentir við greiðslu þátttökugjalda og háttvísiverðlaun á skemmtuninni á laugardagskvöld.

Nánari upplýsingar á m.simamotid.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn