Dagskrá Símamótsins

Barist um boltann. Mynd úr safni Breiðabliks.
Mynd úr safni Breiðabliks.
Mynd úr safni Breiðabliks.

Fimmtudagur 17. júlí

16:30 Byrjað að taka við þátttökugjöldum og afhenda mótsgögn í nýju stúkunni.
17:30 – 19:15 Kvöldmatur í Smáranum fyrir lið sem gista*
19:30 Skrúðganga leggur af stað frá Digraneskirkju að Kópavogsvelli
20:00 Setning á Kópavogsvelli með Ingó Veðurguð
21:00  Fundur fyrir þjálfara og liðsstjóra á 2 hæð Smárans

Föstudagur 18. júlí
07:00–10:00 Morgunmatur fyrir lið sem gista*
09:00–18:00 Leikið í riðlum
17:30–19:15 Kvöldmatur í Smáranum fyrir lið sem gista*

Laugardagur 19. júlí
07:00–10:00 Morgunmatur fyrir lið sem gista*
08:30-18:00 Tennis í Tennishöll Kópavogs
09:00–18:00 Leikið í riðlum
13:30  Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir verður með erindi um hollustu og næringu barna á 2. hæð Smárans.
17:00-19:00 Grill fyrir keppendur og aðra mótsgesti við nýju stúkuna
18:30 Landsliðið – Pressan á Kópavogsvelli (valið úr 5. flokki)
20:00 Skemmtun í Smáranum. SamSam og Friðrik Dór.

Sunnudagur 20. júlí
07:00–10:00 Morgunmatur fyrir lið sem gista*
08:30–15:30 Leikið í riðlum og úrslitakeppni (verðlaunaafhending úti á Kópavogsvelli strax að leikjum loknum)

* hægt að kaupa staka máltíð

Fundur með þjálfurum og liðsstjórum verður haldinn á 2 hæð Smárans á fimmtudegi kl. 21:00. Þar verður m.a. farið yfir dagskrá mótsins, leikjafyrirkomulag og reglur. Athugið að þessi fundur er líka fyrir þau félög sem gista ekki.

Landslið– Pressan: Þjálfarar félaga í 5. flokki munu fá atkvæðaseðil á fararstjórafundinum (einnig hægt að nálgast í upplýsingamiðstöð mótsins í stúku Kópavogsvallar). Honum þarf að skila í upplýsingamiðstöð mótsins í stúku Kópavogsvallar í síðasta lagi kl. 12:30 á laugardag. Leikur liðanna fer síðan fram kl. 18:30 sama dag. Valið verður tilkynnt á heimasíðu mótsins og þjálfurum eða tengiliðum félaganna sent sms.

Verðlaunaafhending: Verðlaun (bikarar, gull, silfur og brons) verða afhent strax að úrslitaleikjum loknum líkt og í fyrra. Þetta er fyrst og fremst gert til að liðin utan af landi geti lagt fyrr af stað heim. Viðurkenningarpeningar verða afhentir við greiðslu þátttökugjalda og háttvísiverðlaun á skemmtuninni á laugardagskvöld.

Nánari upplýsingar á m.simamotid.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að