Dansdeild HK fagnaði nýlega fimm ára afmæli sínu. Margt hefur gerst í dansinum á þessum árum og dansdeildin náð frábærum árangri.
Aníta Lóa og Kristófer Haukur Hauksbörn hefur báðum verið boðið að taka þátt í Evrópu og heimsmeistara danskeppnum ungmenna ásamt dansfélögum. Aníta Lóa dansar við Pétur Fannar Gunnarsson og Kristófer Haukur dansar við Söru Dögg Ólafsdóttir. Bæði þessi tvö pör eru í landsliði Íslands í dansi. Aðeins tveimur danspörum, sem hafa unnið sér rétt á þátttöku frá hverju landi, er boðin þátttaka í heimsmeistara og Evrópumeistara danskeppnum.
Kennsla dansdeildarinnar fer fram í íþróttahúsi HK í Fagralundi.
Sigurvegarar á keppnisárinu:
Bikarmeistarar: Ungmenni F Latín
Pétur Fannar Gunnarsson og Aníta Lóa Hauksdóttir
Bikarmeistarar: Unglingar II K Latin
Kristófer Ágúst Stefánsson – Nataliya Shabatura
Íslandsmeistarar: Börn 1 A/D Latín og Standard
Inga Margrét Bragadóttir og Kristín Sara Jónsdóttir
Íslandsmeistarar: Unglingar 1K Latín
Adrian Romanowski og Sigrún Rakel Ólafsdóttir
Íslandsmeistarar: Börn 2 B Standard
Magnús Kristinsson og Arndís Ísabella Þórhallsdóttir.
Íslandsmeistarar: Ungmenni F 10D Youth Ten Dance
Pétur Fannar Gunnarsson – Aníta Lóa Hauksdóttir
Íslandsmeistarar: Fullordnir F 10 D Ten Dance.
Pétur Fannar Gunnarsson – Aníta Lóa Hauksdóttir