Fyrsta dansmót vetrarins var haldið í Laugardalshöll nýlega. Keppt var á Íslandsmeistaramóti í Latin dönsum og bikarmeistararmót í standard dönsum í meistaraflokkum. Samhliða því voru Reykjavíkurleikarnir (RIG) haldnir. Nemendur Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar sem keppa fyrir Dansíþróttafélag Kópavogs (DÍK) stóðu sig með mikilli prýði. Danspör frá DÍK unnu helming Íslands- og bikarmeistaratitla í meistaraflokkum en einnig unnu þau fjölann allann af öðrum verðlaunum og RIG meistara.
Danspörin frá DÍK ætla greinilega að halda áfram á sigurbrautinni því á seinustu árum hafa danspörin úr skólanum náð framúrskarandi árangur og raðað til sín flestum titilum á mótum hérlendis jafnt sem erlendis. Valið var í Landslið DSÍ eftir mótið og eru fimm danspör frá DÍK í þeim flokki.