Kópavogsbúarnir og dansparið Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir keppa í undanúrslitaþætti Ísland got talent sunnudaginn 6. apríl nk. Þrátt fyrir að vera einungis 15 ára, hafa þau dansað saman í rúmlega 10 ár. Þau eru margfaldir Íslandsmeistarar í samkvæmisdönsum og hafa einnig unnið til fjölda verðlauna á erlendum vettvangi. Á síðasta ári kepptu þau fyrir Íslands hönd á öllum heimsmeistaramótum í sínum aldursflokki Unglingar II. Um áramótin færðust þau upp í flokk ungmenna og gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslandsmeistaratitilinn í Suður-Amerískum dönsum í þeim flokki í janúar. Síðar á árinu keppa þau fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti ungmenna, sem fram fer í Moskvu. Þau stunda dansíþróttina af miklum móð og æfa hjá Dansíþróttafélagi Kópavogs.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.