Danspar úr Kópavogi í úrslitum Ísland got talent

Kópavogsbúarnir og dansparið Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir keppa í undanúrslitaþætti Ísland got talent
Kópavogsbúarnir og dansparið Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir keppa í undanúrslitaþætti Ísland got talent
Kópavogsbúarnir og dansparið Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir keppa í undanúrslitaþætti Ísland got talent. Mynd: Ester Magnúsdóttir.

Kópavogsbúarnir og dansparið Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir keppa í undanúrslitaþætti Ísland got talent sunnudaginn 6. apríl nk.  Þrátt fyrir að vera einungis 15 ára, hafa þau dansað saman í rúmlega 10 ár.  Þau eru margfaldir Íslandsmeistarar í samkvæmisdönsum og hafa einnig unnið til fjölda verðlauna á erlendum vettvangi.  Á síðasta ári kepptu þau fyrir Íslands hönd á öllum heimsmeistaramótum í sínum aldursflokki Unglingar II.  Um áramótin færðust þau upp í flokk ungmenna og gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslandsmeistaratitilinn í Suður-Amerískum dönsum í þeim flokki í janúar.  Síðar á árinu keppa þau fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti ungmenna, sem fram fer í Moskvu.  Þau stunda dansíþróttina af miklum móð og æfa hjá Dansíþróttafélagi Kópavogs.

Auk samkvæmisdansins hefur Höskuldur hampað Íslandsmeistaratitli í break-dansi og Margrét söng til úrslita í Jólastjörnu Björgvins árið 2012.
Kópavogsbúar eru hvattir til að styðja við bakið á þessum ungu og hæfileikaríku dönsurum.  Áfram Höskuldur og Margrét!

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem