Danspar úr Kópavogi í úrslitum Ísland got talent

Kópavogsbúarnir og dansparið Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir keppa í undanúrslitaþætti Ísland got talent
Kópavogsbúarnir og dansparið Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir keppa í undanúrslitaþætti Ísland got talent. Mynd: Ester Magnúsdóttir.

Kópavogsbúarnir og dansparið Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir keppa í undanúrslitaþætti Ísland got talent sunnudaginn 6. apríl nk.  Þrátt fyrir að vera einungis 15 ára, hafa þau dansað saman í rúmlega 10 ár.  Þau eru margfaldir Íslandsmeistarar í samkvæmisdönsum og hafa einnig unnið til fjölda verðlauna á erlendum vettvangi.  Á síðasta ári kepptu þau fyrir Íslands hönd á öllum heimsmeistaramótum í sínum aldursflokki Unglingar II.  Um áramótin færðust þau upp í flokk ungmenna og gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslandsmeistaratitilinn í Suður-Amerískum dönsum í þeim flokki í janúar.  Síðar á árinu keppa þau fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti ungmenna, sem fram fer í Moskvu.  Þau stunda dansíþróttina af miklum móð og æfa hjá Dansíþróttafélagi Kópavogs.

Auk samkvæmisdansins hefur Höskuldur hampað Íslandsmeistaratitli í break-dansi og Margrét söng til úrslita í Jólastjörnu Björgvins árið 2012.
Kópavogsbúar eru hvattir til að styðja við bakið á þessum ungu og hæfileikaríku dönsurum.  Áfram Höskuldur og Margrét!

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð