Deilt um ráðningarsamning bæjarstjóra

PicsArt_18_6_2014 22_49_30Bæjarráð samþykkti nýverið tillögu um að ganga frá ráðningarsamningi bæjarstjóra með þremur atkvæðum gegn einu. Einn bæjarráðsfulltrúi greiddi ekki atkvæði, segir í fundargerð bæjarráðs.

Kristín Sævarsdóttir, Samfylkingu, lagði fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúi Samfylkingarinnar mótmælir háum launakjörum bæjarstjóra, sem er ekki í neinu samræmi við launakjör flestra starfsmanna bæjarins.

Fulltrúar meirihlutans, þær Theodóra Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir og Hjördís Johnson lögðu þá fram eftirfarandi bókun:

Laun bæjarstjóra eru í samræmi við launakjör annarra bæjarstjóra í nágrannasveitarfélögum, einnig í takti við launakjör æðstu stjórnenda hjá Kópavogsbæ. Þess ber að geta að heildarlaun bæjarstjóra lækka um rúmlega þrjátíu þúsund á mánuði.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar