Deilt um ráðningarsamning bæjarstjóra

PicsArt_18_6_2014 22_49_30Bæjarráð samþykkti nýverið tillögu um að ganga frá ráðningarsamningi bæjarstjóra með þremur atkvæðum gegn einu. Einn bæjarráðsfulltrúi greiddi ekki atkvæði, segir í fundargerð bæjarráðs.

Kristín Sævarsdóttir, Samfylkingu, lagði fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúi Samfylkingarinnar mótmælir háum launakjörum bæjarstjóra, sem er ekki í neinu samræmi við launakjör flestra starfsmanna bæjarins.

Fulltrúar meirihlutans, þær Theodóra Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir og Hjördís Johnson lögðu þá fram eftirfarandi bókun:

Laun bæjarstjóra eru í samræmi við launakjör annarra bæjarstjóra í nágrannasveitarfélögum, einnig í takti við launakjör æðstu stjórnenda hjá Kópavogsbæ. Þess ber að geta að heildarlaun bæjarstjóra lækka um rúmlega þrjátíu þúsund á mánuði.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,