Deilt um ráðningarsamning bæjarstjóra

PicsArt_18_6_2014 22_49_30Bæjarráð samþykkti nýverið tillögu um að ganga frá ráðningarsamningi bæjarstjóra með þremur atkvæðum gegn einu. Einn bæjarráðsfulltrúi greiddi ekki atkvæði, segir í fundargerð bæjarráðs.

Kristín Sævarsdóttir, Samfylkingu, lagði fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúi Samfylkingarinnar mótmælir háum launakjörum bæjarstjóra, sem er ekki í neinu samræmi við launakjör flestra starfsmanna bæjarins.

Fulltrúar meirihlutans, þær Theodóra Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir og Hjördís Johnson lögðu þá fram eftirfarandi bókun:

Laun bæjarstjóra eru í samræmi við launakjör annarra bæjarstjóra í nágrannasveitarfélögum, einnig í takti við launakjör æðstu stjórnenda hjá Kópavogsbæ. Þess ber að geta að heildarlaun bæjarstjóra lækka um rúmlega þrjátíu þúsund á mánuði.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í