• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Dekk eru ekki bara dekk

Dekk eru ekki bara dekk
ritstjorn
21/10/2014

Sérfræðingur Kópavogsblaðsins í bílamálum er enginn annar en Þorgeir Kjartansson, formaður Fornbílaklúbbs Íslands og framkvæmdastjóri bílaverkstæðis Kjartans og Þorgeirs á Smiðjuveginum. Þorgeir er Kópavogsbúi i húð og hár. Hann kom í heiminn á fæðingarheimilinu sem var á Borgarholtsbraut og bjó til tvítugs að Urðarbraut, skáhalt á móti Jóabúð sem margir Vesturbæingar muna eftir. Við fengum Þorgeir til að gefa góð ráð fyrir vetrarfærðina.

„Góð vísa er aldrei of oft kveðin og það þarf að muna að skafa af öllum rúðum bílsins áður en ekið er af stað. Ekki bara búa til lítið gat á framrúðuna með vísakortinu og vera síðan eins og asni að reyna að sjá út,“ segir Þorgeir og líkir eftir hálfblindum ökumanni að keyra í þoku með lokuð augun. „Svo er þetta klassíska. Athuga með rúðuþurrkur, frostlögur, smyrja læsingar og huga að þéttingum og að viftureimin sé í lagi. Það þarf að gera þetta. Ekki hugsa um að gera þetta. Ganga í málið. Núna. Og bíða óveður af sér heima en vera ekkert að ana af stað út í óvissuna og sitja svo fastir einhversstaðar með frosnar rúður og hurðir.“

Góð dekk mikilvæg
„Bæjarfélagið þarf að standa sig miklu betur í að hreinsa göturnar. Þá myndi notkun nagladekkja snarminnka. Í Kanada blása menn snjónum bara strax í burtu af götunum um leið og hann fellur. Góð dekk eru mikilvæg og það er einstaklingsbundið hvaða tegund eða gerð hentar betur fyrir hvern og einn. Þeir sem keyra út á land þurfa oft að nota nagladekk og þau geta hentað í ákveðnum aðstæðum en ekki öllum. Annars eru dekk stundum eins og trúarbrögð. Menn finna sig öruggari í einhverri tegund eða gerð og halda sig alltaf við það. En það sem virkar fyrir einn virkar kannski ekki fyrir annan. Núna eru harðskeljadekk og loftbóludekk að ryðja sér til rúms en hver og einn þarf að finna hvað hentar best.“

Bíll á slitnum dekkjum fær ekki skoðun
„Nú eru skoðunarreglur að breytast og bílar sem eru á slitn-um dekkjum fá ekki skoðun. Það er hluti af öryggi bílsins að vera á góðum dekkjum og því mikilvægt að vanda valið og ég mæli með að fólk skoði gæðaúttektir hjá FÍB þar sem mismunandi tegundir eru bornar saman. Stundum eru fínu og dýru merkin langbest en stundum þessi minna þekktu og ódýru. Það fer eftir hverjum og einum að velja. En ef menn sjá eftir pening sem fer í að kaupa vönduð dekk þá er alltaf hægt að auka endingu þeirra til muna með því að hafa réttan loftþrýsting í þeim sem sparar líka bensín. Svo er gott að hreinsa þau á veturna með tjöru eða dekkjahreinsi til að auka grip, endingu og öryggi.“

Efnisorðdekkfærðinumferðinveturinn
Fréttir
21/10/2014
ritstjorn

Efnisorðdekkfærðinumferðinveturinn

Meira

  • Lesa meira
    Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók

    Í Smárahverfinu býr parið Ísak og Gréta María en þau eru að vinna að verkefni sem heitir...

    Auðun Georg Ólafsson 16/12/2020
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“
    Fréttir25/09/2020
  • Við erum öll barnavernd
    Aðsent24/09/2020
  • Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi
    Aðsent24/09/2020
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.